Valfrelsi eykur hamingju Svavar Halldórsson skrifar 1. febrúar 2022 12:00 Á Íslandi eru starfandi nærri fimmtíu sjálfstætt reknir skólar. Flestir eru leikskólarnir en grunnskólarnir eru einnig þónokkrir. Nemendafjöldinn nemur þúsundum og þeir eru víða um landið. Allir þessir skólar eiga það sameiginlegt að í þeim vinnur her manns alla daga að því að mennta börnin okkar um leið og gætt er að því að öllum líði sem best. Glöð börn eru betri nemendur. Skólastarf á Íslandi er til fyrirmyndar Óeigingjarnt starf þessa stóra hóps hefur skipt sköpum í lífi margra barna og fjölskyldna. Þetta mikla og góða starf verður seint fullþakkað. Að sjálfsögðu er einnig unnið gott starf í skólum sem reknir eru af hinu opinbera, enda er skólastarf á Íslandi heilt á litið til fyrirmyndar. Kennarar, skólaliðar, stjórnendur og aðrir starfsmenn leggja nótt við nýtan dag til að ná árangri. Allt þetta fólk á hrós skilið. Göfug markmið Allir eru sammála um að stefna að því göfuga markmiði að gera börnin okkar að góðum og nýtum þjóðfélagsþegnum. Góðir skólar eru mannbætandi. Þeir gera samfélagið okkar miklu betra. Vissulega er margt sem má bæta en alls staðar er fólk að gera sitt besta. Ígrundaðar tilraunir með mismunandi form og stefnur auka verulega líkurnar á bestu lausnirnar finnist fyrir hvert og eitt barn. Fegurðin í fjölbreytileikanum Fjölbreytileiki í skólastarfi skiptir miklu máli. Fjölskyldur eru ólíkar og börnin líka. Ef foreldrar geta valið hentugustu skólana fyrir börnin sín er líklegt að hamingja og gleði aukist. Glöð börn eru betri námsmenn. Valfrelsið er lykilþáttur í því að auka heildargæði skólastarfs í landinu og hámarka vellíðan og hamingju íslenskra barna. Háleitari geta markmið varla verið. Gleði, kærleikur og umburðarlyndi Góðir skólar skila borgurum sem geta breitt út hagsæld, gleði, kærleik og umburðarlyndi. Það viljum við öll en þetta er ekki sjálfsagður hlutur. Við verðum öll að standa vörð um valfrelsi og grósku í skólastarfi á Íslandi. Þannig náum við bestum árangri í bæði leik og starfi. Valfrelsi er ein af grunnstoðum hins frjálsa lýðræðisþjóðfélags sem við erum svo stolt af. Höfundur situr í stjórn Hjallastefnunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Leikskólar Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru starfandi nærri fimmtíu sjálfstætt reknir skólar. Flestir eru leikskólarnir en grunnskólarnir eru einnig þónokkrir. Nemendafjöldinn nemur þúsundum og þeir eru víða um landið. Allir þessir skólar eiga það sameiginlegt að í þeim vinnur her manns alla daga að því að mennta börnin okkar um leið og gætt er að því að öllum líði sem best. Glöð börn eru betri nemendur. Skólastarf á Íslandi er til fyrirmyndar Óeigingjarnt starf þessa stóra hóps hefur skipt sköpum í lífi margra barna og fjölskyldna. Þetta mikla og góða starf verður seint fullþakkað. Að sjálfsögðu er einnig unnið gott starf í skólum sem reknir eru af hinu opinbera, enda er skólastarf á Íslandi heilt á litið til fyrirmyndar. Kennarar, skólaliðar, stjórnendur og aðrir starfsmenn leggja nótt við nýtan dag til að ná árangri. Allt þetta fólk á hrós skilið. Göfug markmið Allir eru sammála um að stefna að því göfuga markmiði að gera börnin okkar að góðum og nýtum þjóðfélagsþegnum. Góðir skólar eru mannbætandi. Þeir gera samfélagið okkar miklu betra. Vissulega er margt sem má bæta en alls staðar er fólk að gera sitt besta. Ígrundaðar tilraunir með mismunandi form og stefnur auka verulega líkurnar á bestu lausnirnar finnist fyrir hvert og eitt barn. Fegurðin í fjölbreytileikanum Fjölbreytileiki í skólastarfi skiptir miklu máli. Fjölskyldur eru ólíkar og börnin líka. Ef foreldrar geta valið hentugustu skólana fyrir börnin sín er líklegt að hamingja og gleði aukist. Glöð börn eru betri námsmenn. Valfrelsið er lykilþáttur í því að auka heildargæði skólastarfs í landinu og hámarka vellíðan og hamingju íslenskra barna. Háleitari geta markmið varla verið. Gleði, kærleikur og umburðarlyndi Góðir skólar skila borgurum sem geta breitt út hagsæld, gleði, kærleik og umburðarlyndi. Það viljum við öll en þetta er ekki sjálfsagður hlutur. Við verðum öll að standa vörð um valfrelsi og grósku í skólastarfi á Íslandi. Þannig náum við bestum árangri í bæði leik og starfi. Valfrelsi er ein af grunnstoðum hins frjálsa lýðræðisþjóðfélags sem við erum svo stolt af. Höfundur situr í stjórn Hjallastefnunnar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar