Ósannindi um íbúðauppbyggingu í Hafnarfirði Ó. Ingi Tómasson skrifar 2. febrúar 2022 10:30 Undanfarin misseri hefur Stefán Már Gunnlaugsson, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar farið mikinn í skrifum um málefni Hafnarfjarðar, sérstaklega er varðar skipulag og uppbyggingu. Nú síðast skrifar varabæjarfulltrúinn um að bæjarstjóri Hafnarfjarðar sé á villigötum. Hér mun ég benda varabæjarfulltrúa og ráðsmanni í skipulags- og byggingarráði á nokkur atriði þar sem hann fer vísvitandi rangt með staðreyndir. Framkvæmdaleyfi rafmagnslína Varabæjarfulltrúinn gerir lítið úr því að framkvæmdaleyfi vegna háspennulína sem lágu yfir (og liggja enn yfir að hluta) uppbyggingarsvæðum hafi verið kært og fellt úr gildi samkvæmt úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Nefnir hann að allir eigi rétt á að kæra og að Samfylkingin hafi lagt til að rafmagnslínurnar (háspennulínurnar) færu í jörðu. Einnig nefnir varabæjarfulltrúinn að rafmagnslínurnar hafi ekki legið yfir Skarðshlíð og því ekki tafið uppbyggingu þar. Ég geri ráð fyrir að varabæjarfulltrúinn þekki orð sannleikans betur en við flest og hafi því skrifað síðustu grein sína um málefni sem hann ætti að vera vel inn í af algjörri vankunnáttu. Umhverfissamtök kærðu framkvæmdarleyfið en létu eiga sig að gera athugasemd við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar og þriggja annarra sveitarfélaga þar sem gert er ráð fyrir þessum línum, kæran kom á versta tíma, það er, í lok langs undirbúningsferils og þegar hefja átti flutning línanna. Hvergi er að finna staf um að Samfylkingin hafi lagt til að Sandskeiðslína síðar Lyklafellslína færi í jörð. Þvert á móti samþykkti Samfylkingin, fyrst þann 9. nóvember 2016 í bæjarstjórn heimild til Landsnets um að línan færi um land Hafnarfjarðar, þá lá fyrir að línan yrði loftlína. Þann 21. júní 2017 samþykktu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar síðan framkvæmdaleyfi Sandskeiðslínu sem þá var einnig hugsuð sem loftlína, og nefndu aldrei jarðstrengi. Varðandi Skarðshlíð þá bendi ég varabæjarfulltrúanum á að Hamraneslínur lágu yfir þriðja áfanga Skarðshlíðar og um 80 metra frá fyrsta áfanga þar sem fjölbýlishús hafa nú risið. Og úr því að nefnt er að hverfið hafi verið tilbúið til úthlutunar 2008 þá var enginn áhugi fyrir lóðunum fyrr en skipulaginu var breytt árið 2016. Fram að þeim tíma hafði aðeins tveimur lóðum verið úthlutað. Það var svo eftir að línurnar sem lágu yfir og við Skarðshlíð voru fluttar og með nýrri Ásvallabraut, sem annar bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar treysti sér ekki til að samþykkja, að lóðirnar runnu út. Uppbygging í Hafnarfirði Af ástæðum sem nefndar hafa verið tafðist uppbygging um tvö ár. Nú eru hundruð íbúða í byggingu á nýbyggingarsvæðunum ásamt tugum íbúða á þéttingarreitum. Varabæjarfulltrúinn nefnir sérstaklega að fátt sé að gerast á Hraunum Vestur. Því er til að svara að Samfylkingin lagðist alfarið gegn deiliskipulagi þess hverfis sem samþykkt var í bæjarstjórn en þar er gert ráð fyrir 490 íbúðum ásamt verslun, þjónustu og leikskóla. Áætlanir lóðarhafa eru að framkvæmdir hefjist á vormánuðum. Einnig nefnir varabæjarfulltrúinn að önnur þéttingaráform hafi velkst í kerfinu og að Samfylkingin hafi þrýst stöðugt á um að ganga til verka. Varabæjarfulltrúinn mætti nefna eitt dæmi þar sem þrýst var á aðgerðir, enda kannast ég ekki við það. Þvert á móti hefur Samfylkingin oftast lagst gegn eða setið hjá við afgreiðslu á deiliskipulagstillögum vegna þéttingareita. Sannleikurinn mun gera yður frjálsa Að lokum nefnir varabæjarfulltrúinn glundroða, skort á forystu, að Sjálfstæðisflokkinn skorti alla framtíðarsýn og hér þurfi að gera betur og láta verkin tala. Sem fulltrúi í skipulags og byggingarráði ætti varabæjarfulltrúanum að vera fullkunnugt um umfangsmikla vinnu í skipulagsmálum á þessu kjörtímabili. Þar má m.a. nefna skipulag fyrir Hamranesið – 1500 íbúðir, Hraun Vestur – 490 íbúðir, Ásland 4 – 530 íbúðir, Ásvelli – 110 íbúðir, Selhraun suður – 200 íbúðir, miðbærinn reitur R1 og Strandgata 26-30 – 77 íbúðir, verslun og þjónusta ásamt fjölgun atvinnusvæða. Það gerir engum gott að virða staðreyndir og sannleikann að vettugi og bendi ég varabæjarfulltrúanum á það sem skrifað stendur: Sannleikurinn mun gera yður frjálsa. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur Stefán Már Gunnlaugsson, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar farið mikinn í skrifum um málefni Hafnarfjarðar, sérstaklega er varðar skipulag og uppbyggingu. Nú síðast skrifar varabæjarfulltrúinn um að bæjarstjóri Hafnarfjarðar sé á villigötum. Hér mun ég benda varabæjarfulltrúa og ráðsmanni í skipulags- og byggingarráði á nokkur atriði þar sem hann fer vísvitandi rangt með staðreyndir. Framkvæmdaleyfi rafmagnslína Varabæjarfulltrúinn gerir lítið úr því að framkvæmdaleyfi vegna háspennulína sem lágu yfir (og liggja enn yfir að hluta) uppbyggingarsvæðum hafi verið kært og fellt úr gildi samkvæmt úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Nefnir hann að allir eigi rétt á að kæra og að Samfylkingin hafi lagt til að rafmagnslínurnar (háspennulínurnar) færu í jörðu. Einnig nefnir varabæjarfulltrúinn að rafmagnslínurnar hafi ekki legið yfir Skarðshlíð og því ekki tafið uppbyggingu þar. Ég geri ráð fyrir að varabæjarfulltrúinn þekki orð sannleikans betur en við flest og hafi því skrifað síðustu grein sína um málefni sem hann ætti að vera vel inn í af algjörri vankunnáttu. Umhverfissamtök kærðu framkvæmdarleyfið en létu eiga sig að gera athugasemd við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar og þriggja annarra sveitarfélaga þar sem gert er ráð fyrir þessum línum, kæran kom á versta tíma, það er, í lok langs undirbúningsferils og þegar hefja átti flutning línanna. Hvergi er að finna staf um að Samfylkingin hafi lagt til að Sandskeiðslína síðar Lyklafellslína færi í jörð. Þvert á móti samþykkti Samfylkingin, fyrst þann 9. nóvember 2016 í bæjarstjórn heimild til Landsnets um að línan færi um land Hafnarfjarðar, þá lá fyrir að línan yrði loftlína. Þann 21. júní 2017 samþykktu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar síðan framkvæmdaleyfi Sandskeiðslínu sem þá var einnig hugsuð sem loftlína, og nefndu aldrei jarðstrengi. Varðandi Skarðshlíð þá bendi ég varabæjarfulltrúanum á að Hamraneslínur lágu yfir þriðja áfanga Skarðshlíðar og um 80 metra frá fyrsta áfanga þar sem fjölbýlishús hafa nú risið. Og úr því að nefnt er að hverfið hafi verið tilbúið til úthlutunar 2008 þá var enginn áhugi fyrir lóðunum fyrr en skipulaginu var breytt árið 2016. Fram að þeim tíma hafði aðeins tveimur lóðum verið úthlutað. Það var svo eftir að línurnar sem lágu yfir og við Skarðshlíð voru fluttar og með nýrri Ásvallabraut, sem annar bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar treysti sér ekki til að samþykkja, að lóðirnar runnu út. Uppbygging í Hafnarfirði Af ástæðum sem nefndar hafa verið tafðist uppbygging um tvö ár. Nú eru hundruð íbúða í byggingu á nýbyggingarsvæðunum ásamt tugum íbúða á þéttingarreitum. Varabæjarfulltrúinn nefnir sérstaklega að fátt sé að gerast á Hraunum Vestur. Því er til að svara að Samfylkingin lagðist alfarið gegn deiliskipulagi þess hverfis sem samþykkt var í bæjarstjórn en þar er gert ráð fyrir 490 íbúðum ásamt verslun, þjónustu og leikskóla. Áætlanir lóðarhafa eru að framkvæmdir hefjist á vormánuðum. Einnig nefnir varabæjarfulltrúinn að önnur þéttingaráform hafi velkst í kerfinu og að Samfylkingin hafi þrýst stöðugt á um að ganga til verka. Varabæjarfulltrúinn mætti nefna eitt dæmi þar sem þrýst var á aðgerðir, enda kannast ég ekki við það. Þvert á móti hefur Samfylkingin oftast lagst gegn eða setið hjá við afgreiðslu á deiliskipulagstillögum vegna þéttingareita. Sannleikurinn mun gera yður frjálsa Að lokum nefnir varabæjarfulltrúinn glundroða, skort á forystu, að Sjálfstæðisflokkinn skorti alla framtíðarsýn og hér þurfi að gera betur og láta verkin tala. Sem fulltrúi í skipulags og byggingarráði ætti varabæjarfulltrúanum að vera fullkunnugt um umfangsmikla vinnu í skipulagsmálum á þessu kjörtímabili. Þar má m.a. nefna skipulag fyrir Hamranesið – 1500 íbúðir, Hraun Vestur – 490 íbúðir, Ásland 4 – 530 íbúðir, Ásvelli – 110 íbúðir, Selhraun suður – 200 íbúðir, miðbærinn reitur R1 og Strandgata 26-30 – 77 íbúðir, verslun og þjónusta ásamt fjölgun atvinnusvæða. Það gerir engum gott að virða staðreyndir og sannleikann að vettugi og bendi ég varabæjarfulltrúanum á það sem skrifað stendur: Sannleikurinn mun gera yður frjálsa. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun