Mosfellingar - ykkar er valið Ásgeir Sveinsson skrifar 3. febrúar 2022 07:01 Sjálfstæðisflokkurinn í Mosfellsbæ heldur prófkjör 4.- 5. febrúar þar sem kosið verður á lista fyrir bæjarstjórnarkosningar sem fara fram þann 14. maí. Alls eru 17 glæsilegir frambjóðendur á öllum aldri í boði, 9 konur og 8 karlar. Þetta fólk er hlaðið hæfileikum, með fjölbreyttan bakgrunn, reynslu og þekkingu í farteskinu. Þessi hópur á það sameiginlegt að hafa brennandi metnað fyrir velferð Mosfellsbæjar og vill leggja sitt af mörkum að gera ánægju íbúa enn meiri og halda áfram þeim fjölmörgu jákvæðu og spennandi verkefnum sem eru í gangi í sveitarfélaginu. Meirihlutasamstarf D og V lista hefur gengið ákaflega vel á þessu kjörtímabili þrátt fyrir ýmsar krefjandi áskoranir. Við höfum náð að uppfylla allflest okkar markmið sem komu fram í málefnasamningi flokkana og er það gríðarlega ánægjulegt miðað við þær krefjandi aðstæður sem komu upp m.a. tengdum faraldrinum. Ég er stoltur að vera hluti af þessum öfluga hópi sem hefur myndað meirihlutann á þessu kjörtímabili og hlakka til að halda áfram að sinna mikilvægum verkefnum það sem eftir er þessa kjörtímabils og á næsta kjörtímabili. Sterkur leiðtogi skiptir máli Að prófkjöri loknu fer fram vinna við uppstillingu listans fyrir kosningarnar í maí og að því loknu hefst kosningabaráttan. Við munum ganga til kosninga stolt af verkum okkar og bjartsýn á framtíðina og hlökkum til að kynna fyrir Mosfellingum lista flokksins og stefnu, sem mun tryggja að bærinn okkar haldi áfram að blómstra og dafna til lengri og skemmri framtíðar. Það þarf sterkan reynslumikinn leiðtoga til að leiða það verkefni áfram. Hann þarf að hafa skýra sýn, höfða til sem flestra, vera heiðarlegur og traustur, hafa góða ímynd og orðspor. Víðtæk reynsla mín og þekking sem stjórnandi og leiðtogi í viðskiptalífinu, auk mikillar reynslu af mannauðs- og félagsmálum hafa reynst mér vel í minni vinnu í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og munu gera áfram. Ég er tilbúin í það hlutverk og að axla þá ábyrgð að leiða listann til sigurs í næstu kosningum og þess vegna býð ég mig fram í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri 4. - 5. febrúar næstkomandi og treysti á þinn stuðning í 1. sætið. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í Mosfellsbæ heldur prófkjör 4.- 5. febrúar þar sem kosið verður á lista fyrir bæjarstjórnarkosningar sem fara fram þann 14. maí. Alls eru 17 glæsilegir frambjóðendur á öllum aldri í boði, 9 konur og 8 karlar. Þetta fólk er hlaðið hæfileikum, með fjölbreyttan bakgrunn, reynslu og þekkingu í farteskinu. Þessi hópur á það sameiginlegt að hafa brennandi metnað fyrir velferð Mosfellsbæjar og vill leggja sitt af mörkum að gera ánægju íbúa enn meiri og halda áfram þeim fjölmörgu jákvæðu og spennandi verkefnum sem eru í gangi í sveitarfélaginu. Meirihlutasamstarf D og V lista hefur gengið ákaflega vel á þessu kjörtímabili þrátt fyrir ýmsar krefjandi áskoranir. Við höfum náð að uppfylla allflest okkar markmið sem komu fram í málefnasamningi flokkana og er það gríðarlega ánægjulegt miðað við þær krefjandi aðstæður sem komu upp m.a. tengdum faraldrinum. Ég er stoltur að vera hluti af þessum öfluga hópi sem hefur myndað meirihlutann á þessu kjörtímabili og hlakka til að halda áfram að sinna mikilvægum verkefnum það sem eftir er þessa kjörtímabils og á næsta kjörtímabili. Sterkur leiðtogi skiptir máli Að prófkjöri loknu fer fram vinna við uppstillingu listans fyrir kosningarnar í maí og að því loknu hefst kosningabaráttan. Við munum ganga til kosninga stolt af verkum okkar og bjartsýn á framtíðina og hlökkum til að kynna fyrir Mosfellingum lista flokksins og stefnu, sem mun tryggja að bærinn okkar haldi áfram að blómstra og dafna til lengri og skemmri framtíðar. Það þarf sterkan reynslumikinn leiðtoga til að leiða það verkefni áfram. Hann þarf að hafa skýra sýn, höfða til sem flestra, vera heiðarlegur og traustur, hafa góða ímynd og orðspor. Víðtæk reynsla mín og þekking sem stjórnandi og leiðtogi í viðskiptalífinu, auk mikillar reynslu af mannauðs- og félagsmálum hafa reynst mér vel í minni vinnu í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og munu gera áfram. Ég er tilbúin í það hlutverk og að axla þá ábyrgð að leiða listann til sigurs í næstu kosningum og þess vegna býð ég mig fram í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri 4. - 5. febrúar næstkomandi og treysti á þinn stuðning í 1. sætið. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar