„Horfum þrjú ár fram í tímann“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 2. febrúar 2022 21:09 Grindavík beið lægri hlut fyrir Keflavík í kvöld. Hulda Margrét Grindavík beið lægri hlut fyrir Keflavík í Subway deildinni í körfubolta í kvöld en þrátt fyrir það er engan bilbug að finna á Grindavíkurkonum. Grindavík missti Keflavík nokkuð langt fram úr sér undir lok leiks í kvöld og töpuðu að lokum með 20 stigum. Ég spurði Bryndísi Gunnlaugsdóttur, aðstoðarþjálfara Grindavíkur, hvað hefði farið úrskeiðis þegar leið á leikinn „Ég held að það hafi aðallega bara verið trúin. Við höfðum ekki nægilega mikla trú á verkefninu til að klára þennan leik, því þetta er alls ekki 20 stiga leikur. Það voru þarna síðustu 3-4 mínúturnar sem það fór að fjara undan þessu. Það var margt í varnarleiknum sem við gátum gert miklu betur, og höfum gert betur í vetur. Í sóknarleiknum vantaði líka bara miklu meiri trú, sérstaklega á móti svæðisvörninni. Þar vorum við að fá opin skot aftur og aftur en annað hvort tókum þau ekki eða hittum ekki.“ Daniela Wallen Morillo átti sannkallaðan stórleik í kvöld, endaði með 35 stig og 53 framlagspunkta, sem er jöfnun á bestu frammistöðu vetrarins í deildinni. Grindavík átti fá svör við hennar frammistöðu í kvöld. „Hún er frábær leikmaður og átti frábæran leik í dag. Við eigum samt að geta stoppað hana og höfum gert það áður. Við þurfum bara að fara yfir þetta en við eigum eftir að mæta Keflavík einu sinni enn í vetur og þá gerum við betur.“ Grindavík hefur ekki verið að tapa mörgum leikjum stórt í vetur þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni, en þær eru með næst besta sóknarlið deildarinnar. Það virðist þó oft vanta herslumuninn til að klára jafna leiki. Ég spurði Bryndísi hvort hún væri með einhverjar lausnir á þessu vandamáli. „Við þurfum að læra að klára leiki. Það er stundum eins og við sjáum að við getum unnið en þá kemur upp smá stress en það er líka bara vegna þess að við erum með ungar íslenskar stelpur sem við viljum að taki ábyrgð. Við viljum að þær læri af þessu og við Lalli höfum fulla trú á þeim og að þetta sé allt að koma. Við erum búnar að vera betri í hverjum leik og við erum að horfa þrjú ár fram í tímann og þessar stelpur munu klára leiki í framtíðinni. Við viljum að þessar íslensku stelpur taki ábyrgð, spili stór hlutverk og taki þessi stóru skot.“ Það voru töluverð forföll hjá Grindavík í kvöld, þrír lykilleikmenn í sóttkví og Alexandra Eva sem nýlega gekk til liðs við liðið með slitið krossband og leikur ekki meira með á tímabilinu. Bryndís vildi þó ekki gera of mikið úr þessum aðstæðum, það væru öll lið að eiga við svipaða hluti þetta tímabilið. „Þetta er bara eins og öll lið hafa verið að kljást við í vetur. Einhver með covid, einhver í sóttkví, einhver meiddur. Þetta er bara það sem maður þarf að takast á við en auðvitað munar um þær fjórar hér í dag en körfubolti er með 5 leikmenn inná í hvoru liði og við vorum átta hér í kvöld. Mér finnst samt leiðinleg þessi nýja regla hjá KKÍ að það sé ekki hægt að setja yngri flokka leikmenn á leikmannalistann eftir 31. janúar. Það hefði verið gaman að gefa þeim tækifæri að hita upp með okkur og fá smjörþefinn fyrir framtíðina, en svona eru reglurnar og við verðum bara að fara eftir þeim.“ Subway-deild kvenna Íslenski körfuboltinn UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Grindavík 85-65 | Öruggur Keflavíkursigur Keflavík vann öruggan sigur á nágrönnum sínum úr Grindavík í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 2. febrúar 2022 19:40 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira
Grindavík missti Keflavík nokkuð langt fram úr sér undir lok leiks í kvöld og töpuðu að lokum með 20 stigum. Ég spurði Bryndísi Gunnlaugsdóttur, aðstoðarþjálfara Grindavíkur, hvað hefði farið úrskeiðis þegar leið á leikinn „Ég held að það hafi aðallega bara verið trúin. Við höfðum ekki nægilega mikla trú á verkefninu til að klára þennan leik, því þetta er alls ekki 20 stiga leikur. Það voru þarna síðustu 3-4 mínúturnar sem það fór að fjara undan þessu. Það var margt í varnarleiknum sem við gátum gert miklu betur, og höfum gert betur í vetur. Í sóknarleiknum vantaði líka bara miklu meiri trú, sérstaklega á móti svæðisvörninni. Þar vorum við að fá opin skot aftur og aftur en annað hvort tókum þau ekki eða hittum ekki.“ Daniela Wallen Morillo átti sannkallaðan stórleik í kvöld, endaði með 35 stig og 53 framlagspunkta, sem er jöfnun á bestu frammistöðu vetrarins í deildinni. Grindavík átti fá svör við hennar frammistöðu í kvöld. „Hún er frábær leikmaður og átti frábæran leik í dag. Við eigum samt að geta stoppað hana og höfum gert það áður. Við þurfum bara að fara yfir þetta en við eigum eftir að mæta Keflavík einu sinni enn í vetur og þá gerum við betur.“ Grindavík hefur ekki verið að tapa mörgum leikjum stórt í vetur þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni, en þær eru með næst besta sóknarlið deildarinnar. Það virðist þó oft vanta herslumuninn til að klára jafna leiki. Ég spurði Bryndísi hvort hún væri með einhverjar lausnir á þessu vandamáli. „Við þurfum að læra að klára leiki. Það er stundum eins og við sjáum að við getum unnið en þá kemur upp smá stress en það er líka bara vegna þess að við erum með ungar íslenskar stelpur sem við viljum að taki ábyrgð. Við viljum að þær læri af þessu og við Lalli höfum fulla trú á þeim og að þetta sé allt að koma. Við erum búnar að vera betri í hverjum leik og við erum að horfa þrjú ár fram í tímann og þessar stelpur munu klára leiki í framtíðinni. Við viljum að þessar íslensku stelpur taki ábyrgð, spili stór hlutverk og taki þessi stóru skot.“ Það voru töluverð forföll hjá Grindavík í kvöld, þrír lykilleikmenn í sóttkví og Alexandra Eva sem nýlega gekk til liðs við liðið með slitið krossband og leikur ekki meira með á tímabilinu. Bryndís vildi þó ekki gera of mikið úr þessum aðstæðum, það væru öll lið að eiga við svipaða hluti þetta tímabilið. „Þetta er bara eins og öll lið hafa verið að kljást við í vetur. Einhver með covid, einhver í sóttkví, einhver meiddur. Þetta er bara það sem maður þarf að takast á við en auðvitað munar um þær fjórar hér í dag en körfubolti er með 5 leikmenn inná í hvoru liði og við vorum átta hér í kvöld. Mér finnst samt leiðinleg þessi nýja regla hjá KKÍ að það sé ekki hægt að setja yngri flokka leikmenn á leikmannalistann eftir 31. janúar. Það hefði verið gaman að gefa þeim tækifæri að hita upp með okkur og fá smjörþefinn fyrir framtíðina, en svona eru reglurnar og við verðum bara að fara eftir þeim.“
Subway-deild kvenna Íslenski körfuboltinn UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Grindavík 85-65 | Öruggur Keflavíkursigur Keflavík vann öruggan sigur á nágrönnum sínum úr Grindavík í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 2. febrúar 2022 19:40 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Grindavík 85-65 | Öruggur Keflavíkursigur Keflavík vann öruggan sigur á nágrönnum sínum úr Grindavík í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 2. febrúar 2022 19:40