Hjördís Ýr Johnson gefur kost á sér í 2. sætið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2022 16:31 Hjördís Ýr Johnson gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi 12. mars. Hjördís Ýr Johnson gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi 12. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hjördísi. Hjördís hefur setið í bæjarstjórn Kópavogs frá árinu 2014 og jafnframt í framkvæmdastjórn bæjarins allan þann tíma. Í tilkynningunni segir að hennar áhersla er á ábyrgan og traustan rekstur um leið og haldið er uppi öflugu þjónustustigi bæjarins. „Sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar setti Hjördís í forgang að bæta umferðaröryggi barna, stækka göngu- og hjólastígakerfi bæjarins, koma á hreinsunarátaki á atvinnusvæðum og samræma lausnir í flokkun á sorpi. Síðustu fjögur ár hefur Hjördís, sem varaformaður skipulagsráðs, komið að byggingu nýrra hverfa í Glaðheimum, Smáranum, miðbænum og á Kársnesinu sem er eitt athyglisverðasta uppbyggingarsvæði á höfuðborgarsvæðinu þar sem afþreying, ný fyrirtæki og veitingahús hafa aukið gæði íbúa,“ segir í tilkynningunni. Í ljósi traustrar fjárhagsstöðu bæjarins segist Hjördís vilja hraða uppbyggingu skóla- og vegamannvirkja. „Markmiðið er að flýta byggingu leikskóla og bjóða yngri börnum leikskólavist ásamt því að stækka grunnskólana í þéttingarhverfum bæjarins. Sem fyrr leggur hún áherslu á fegrun bæjarins, vistlegar götur og falleg græn svæði.“ Hjördís hefur fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu. Hún er framleiðslustjóri StudioM, framleiðsludeildar Árvakurs. Áður hafði hún séð um markaðsmál Árvakurs, verið útsendingarstjóri frétta á Stöð 2 og dagskrárframleiðandi hjá Stöð 2 og Skjá einum. Auk þess hefur hún starfað og tekið þátt í uppbyggingu Nordic Photos. Sem fyrrum Dale Carnegie þjálfari leggur Hjördís mikið upp úr góðum mannlegum samskiptum og leiðtogafærni og hefur hún hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir að vera í hópi þriggja bestu Dale Carnegie þjálfara í Evrópu. Hjördís er með BA-gráðu í fjölmiðlun og sjónvarpsþáttagerð frá Emerson College í Boston og stundaði meistaranám í uppeldis- og menntunarfræðum við Háskóla Íslands. Hún er í sambúð með Árna Friðleifssyni, aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og saman eiga þau fimm börn á aldrinum 19-25 ára. Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira
Hjördís hefur setið í bæjarstjórn Kópavogs frá árinu 2014 og jafnframt í framkvæmdastjórn bæjarins allan þann tíma. Í tilkynningunni segir að hennar áhersla er á ábyrgan og traustan rekstur um leið og haldið er uppi öflugu þjónustustigi bæjarins. „Sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar setti Hjördís í forgang að bæta umferðaröryggi barna, stækka göngu- og hjólastígakerfi bæjarins, koma á hreinsunarátaki á atvinnusvæðum og samræma lausnir í flokkun á sorpi. Síðustu fjögur ár hefur Hjördís, sem varaformaður skipulagsráðs, komið að byggingu nýrra hverfa í Glaðheimum, Smáranum, miðbænum og á Kársnesinu sem er eitt athyglisverðasta uppbyggingarsvæði á höfuðborgarsvæðinu þar sem afþreying, ný fyrirtæki og veitingahús hafa aukið gæði íbúa,“ segir í tilkynningunni. Í ljósi traustrar fjárhagsstöðu bæjarins segist Hjördís vilja hraða uppbyggingu skóla- og vegamannvirkja. „Markmiðið er að flýta byggingu leikskóla og bjóða yngri börnum leikskólavist ásamt því að stækka grunnskólana í þéttingarhverfum bæjarins. Sem fyrr leggur hún áherslu á fegrun bæjarins, vistlegar götur og falleg græn svæði.“ Hjördís hefur fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu. Hún er framleiðslustjóri StudioM, framleiðsludeildar Árvakurs. Áður hafði hún séð um markaðsmál Árvakurs, verið útsendingarstjóri frétta á Stöð 2 og dagskrárframleiðandi hjá Stöð 2 og Skjá einum. Auk þess hefur hún starfað og tekið þátt í uppbyggingu Nordic Photos. Sem fyrrum Dale Carnegie þjálfari leggur Hjördís mikið upp úr góðum mannlegum samskiptum og leiðtogafærni og hefur hún hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir að vera í hópi þriggja bestu Dale Carnegie þjálfara í Evrópu. Hjördís er með BA-gráðu í fjölmiðlun og sjónvarpsþáttagerð frá Emerson College í Boston og stundaði meistaranám í uppeldis- og menntunarfræðum við Háskóla Íslands. Hún er í sambúð með Árna Friðleifssyni, aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og saman eiga þau fimm börn á aldrinum 19-25 ára.
Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira