Endurtekin og endurnýtt umræða um evruna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 5. febrúar 2022 07:31 ESB-þingmenn á Alþingi nýta nú tækifærið og reyna að tengja umræðuna um efnahagsstöðuna hérlendis við aðild að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar. Gamalkunnar möntrur um kosti evrunnar og kjöraðstæður á evrusvæðinu eru rifjaðar upp og þá er ástæða til að rifja upp gamalkunn sannindi til andsvara. Ísland er útflutningsdrifið hagkerfi og er langmikilvægasti viðskiptagjaldmiðill okkar bandaríkjadollar. Þannig er verðmæti útflutnings sem er seldur fyrir bandaríkjadollar langtum meiri en þess sem er seldur fyrir evrur. Það er því m.a. athyglisvert að skoða sveiflur á gengi evrunnar gagnvart dollarnum en þær virðast síst hafa verið minni en á gengi krónunnar gagnvart dollar. Ísland er sömuleiðis fremur opið hagkerfi og því háð áframhaldandi frjálsum viðskiptum. Þar skiptir EES-samningurinn höfuðmáli. Hann hefur tryggt greiðan aðgang íslenskra útflytjenda að evrópska markaðnum á þriðja áratug. Fríverslunarsamningar Íslands og gegnum EFTA eru sömuleiðis mikilvægir. Fríverslunarnet Íslands er því víðfeðmt. Samningarnir snúa að tollfrelsi eða tollalækkunum, draga úr viðskiptahindrunum og auka samkeppnishæfni. Þessi tæki, þ.e. eigið viðskiptafrelsi og aðildin að EFTA, hafa því nýst okkur vel til að skapa íslenskum fyrirtækjum besta mögulega viðskiptaumhverfið á erlendum mörkuðum. Um evrusvæðið er það að segja að vaxtaprósentan er þar eins misjöfn og löndin sem það byggja. Ekki er því hægt að setja samasemmerki milli vaxta, og annarra lánskjara, og myntar. Vaxtaprósentan segir aukinheldur ekki alla söguna þar sem vextir eru mjög lágir. Meðal annars þarf að skoða hvort stöðnun ríkir í viðkomandi ríki. Hagvöxtur er annar algildur mælikvarði og samanburður á hagvexti í Evrópusambandinu og Íslandi telst langt í frá vera aðild til framdráttar. Auglýst er eftir raunverulegum rökum fyrir aðild. Hver eru vaxtakjör nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver er hagvöxtur nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver eru meðallaun nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver eru vaxtakjör nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver er verðbólgan nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hverjar eru skuldir ríkissjóðs nú á evrusvæðinu frá landi til lands? – Það er hætt við að aðildarsinnum fallist hendur þegar staðreyndirnar blasa við. Það er skiljanlegt að ESB-sinnar nýti hvert tækifæri til að koma ESB-málum á dagskrá enda eru þau landsmönnum ekki ofarlega í huga. Kosturinn við umræðuna er hins vegar sú að efniviðurinn er síendurtekinn, enda fjölgar kostum aðildar að Evrópusambandinu ekki nema síður sé. Af þeim sökum geta pistlahöfundar eins og undirrituð sömuleiðis afritað og endurtekið andsvörin. Aftur og aftur og aftur. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Evrópusambandið Íslenska krónan Utanríkismál Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
ESB-þingmenn á Alþingi nýta nú tækifærið og reyna að tengja umræðuna um efnahagsstöðuna hérlendis við aðild að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar. Gamalkunnar möntrur um kosti evrunnar og kjöraðstæður á evrusvæðinu eru rifjaðar upp og þá er ástæða til að rifja upp gamalkunn sannindi til andsvara. Ísland er útflutningsdrifið hagkerfi og er langmikilvægasti viðskiptagjaldmiðill okkar bandaríkjadollar. Þannig er verðmæti útflutnings sem er seldur fyrir bandaríkjadollar langtum meiri en þess sem er seldur fyrir evrur. Það er því m.a. athyglisvert að skoða sveiflur á gengi evrunnar gagnvart dollarnum en þær virðast síst hafa verið minni en á gengi krónunnar gagnvart dollar. Ísland er sömuleiðis fremur opið hagkerfi og því háð áframhaldandi frjálsum viðskiptum. Þar skiptir EES-samningurinn höfuðmáli. Hann hefur tryggt greiðan aðgang íslenskra útflytjenda að evrópska markaðnum á þriðja áratug. Fríverslunarsamningar Íslands og gegnum EFTA eru sömuleiðis mikilvægir. Fríverslunarnet Íslands er því víðfeðmt. Samningarnir snúa að tollfrelsi eða tollalækkunum, draga úr viðskiptahindrunum og auka samkeppnishæfni. Þessi tæki, þ.e. eigið viðskiptafrelsi og aðildin að EFTA, hafa því nýst okkur vel til að skapa íslenskum fyrirtækjum besta mögulega viðskiptaumhverfið á erlendum mörkuðum. Um evrusvæðið er það að segja að vaxtaprósentan er þar eins misjöfn og löndin sem það byggja. Ekki er því hægt að setja samasemmerki milli vaxta, og annarra lánskjara, og myntar. Vaxtaprósentan segir aukinheldur ekki alla söguna þar sem vextir eru mjög lágir. Meðal annars þarf að skoða hvort stöðnun ríkir í viðkomandi ríki. Hagvöxtur er annar algildur mælikvarði og samanburður á hagvexti í Evrópusambandinu og Íslandi telst langt í frá vera aðild til framdráttar. Auglýst er eftir raunverulegum rökum fyrir aðild. Hver eru vaxtakjör nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver er hagvöxtur nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver eru meðallaun nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver eru vaxtakjör nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver er verðbólgan nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hverjar eru skuldir ríkissjóðs nú á evrusvæðinu frá landi til lands? – Það er hætt við að aðildarsinnum fallist hendur þegar staðreyndirnar blasa við. Það er skiljanlegt að ESB-sinnar nýti hvert tækifæri til að koma ESB-málum á dagskrá enda eru þau landsmönnum ekki ofarlega í huga. Kosturinn við umræðuna er hins vegar sú að efniviðurinn er síendurtekinn, enda fjölgar kostum aðildar að Evrópusambandinu ekki nema síður sé. Af þeim sökum geta pistlahöfundar eins og undirrituð sömuleiðis afritað og endurtekið andsvörin. Aftur og aftur og aftur. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar