Pósturinn lokar á Hellu og Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. febrúar 2022 14:17 Pósthúsunum á Hellu og Hvolsvelli verður lokað 1. maí í vor að öllu óbreyttu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Hellu og Hvolsvelli og sveitunum þar í kring eru ekki sáttir þessa dagana því Pósturinn hefur ákveðið að loka afgreiðslum sínum á stöðunum í vor. „Afleitt“, segir sveitarstjóri Rangárþings eystra. Sveitarstjórnir Rangárþings ytra og Rangárþings eystra hafa fengið tilkynningu um að frá 1. maí í vor verði pósthúsunum á Hellu og á Hvolsvelli lokað. Með því tapast nokkur störf og þjónusta skerst verulega. Í stað póstafgreiðslnanna verður m.a. boðið upp á póstboxaþjónustu og póstbíll verður á svæðinu. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra með aðsetur á Hvolsvelli segir íbúa mjög óánægða með þessa ákvörðun Póstsins. „Mér finnst það afleitt og ef við lítum á stöðugildin, sem eru að fara frá okkur. Ef við tökum bara stöðuna hér á Hvolsvelli þá er þetta kannski fækkun um tvö til tvö og hálft stöðugildi í tvö þúsund manna sveitarfélagi. Ef þú lítur á tuttugu þúsund manna sveitarfélag þá eru það tuttugu til tuttugu og fimm störf og í tvö hundruð þúsund manna sveitarfélögum eins og höfuðborgin þá eru þetta tvö hundruð og fimmtíu störf, það verður að setja svona í samhengi,“ segir Lilja. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er líkt og íbúarnir ekki sátt við að það eigi að fara að loka pósthúsunum á Hvolsvelli og á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lilja segir að samhliða lokunum pósthúsanna verði dregið úr útburði á pósti í dreifbýli og þéttbýli, sem kunni ekki góðri lukku að stýra. Hún vonar að Pósturinn endurskoði ákvörðun sína. „Ég ætla að vona að þeir geri það. Mér finnst allavega að þeir þurfi að endurskoða þessa ákvörðun sína og mögulega má gera þetta á einhvern vægari hátt. Þó þeir hafi boðið fólkinu störf, það er samt ekki sama að sækja störf í þinni heimabyggð eða vera boðið starf í 50 kílómetra fjarlægð.“ Að þessu sögðu segist Lilja líka hafa skilning á ákvörðun Póstsins um lokanir. „Já, ég skil mörg rökin þeirra vissulega, ég væri ekki klár ef ég myndi ekki skilja margt, sem að baki býr en stundum verðum við bara að setja aðeins peninga til að halda öllu landinu í byggð, það er bara þannig ef við viljum að allir flytji ekki bara á höfuðborgarsvæðið,“ segir Lilja sveitarstjóri. Mikil óánægja er á meðal íbúa í sveitarfélögunum tveimur að Pósturinn ætli að skella í lás á Hellu og Hvolsvelli í vor.VÍSIR/VILHEILM Rangárþing ytra Rangárþing eystra Pósturinn Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Sveitarstjórnir Rangárþings ytra og Rangárþings eystra hafa fengið tilkynningu um að frá 1. maí í vor verði pósthúsunum á Hellu og á Hvolsvelli lokað. Með því tapast nokkur störf og þjónusta skerst verulega. Í stað póstafgreiðslnanna verður m.a. boðið upp á póstboxaþjónustu og póstbíll verður á svæðinu. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra með aðsetur á Hvolsvelli segir íbúa mjög óánægða með þessa ákvörðun Póstsins. „Mér finnst það afleitt og ef við lítum á stöðugildin, sem eru að fara frá okkur. Ef við tökum bara stöðuna hér á Hvolsvelli þá er þetta kannski fækkun um tvö til tvö og hálft stöðugildi í tvö þúsund manna sveitarfélagi. Ef þú lítur á tuttugu þúsund manna sveitarfélag þá eru það tuttugu til tuttugu og fimm störf og í tvö hundruð þúsund manna sveitarfélögum eins og höfuðborgin þá eru þetta tvö hundruð og fimmtíu störf, það verður að setja svona í samhengi,“ segir Lilja. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er líkt og íbúarnir ekki sátt við að það eigi að fara að loka pósthúsunum á Hvolsvelli og á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lilja segir að samhliða lokunum pósthúsanna verði dregið úr útburði á pósti í dreifbýli og þéttbýli, sem kunni ekki góðri lukku að stýra. Hún vonar að Pósturinn endurskoði ákvörðun sína. „Ég ætla að vona að þeir geri það. Mér finnst allavega að þeir þurfi að endurskoða þessa ákvörðun sína og mögulega má gera þetta á einhvern vægari hátt. Þó þeir hafi boðið fólkinu störf, það er samt ekki sama að sækja störf í þinni heimabyggð eða vera boðið starf í 50 kílómetra fjarlægð.“ Að þessu sögðu segist Lilja líka hafa skilning á ákvörðun Póstsins um lokanir. „Já, ég skil mörg rökin þeirra vissulega, ég væri ekki klár ef ég myndi ekki skilja margt, sem að baki býr en stundum verðum við bara að setja aðeins peninga til að halda öllu landinu í byggð, það er bara þannig ef við viljum að allir flytji ekki bara á höfuðborgarsvæðið,“ segir Lilja sveitarstjóri. Mikil óánægja er á meðal íbúa í sveitarfélögunum tveimur að Pósturinn ætli að skella í lás á Hellu og Hvolsvelli í vor.VÍSIR/VILHEILM
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Pósturinn Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira