Flak flugvélarinnar mjög heillegt á botni vatnsins Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. febrúar 2022 12:01 Leitað verður að fólkinu sem var um borð í vélinni á botni vatnsins og í kring um það í dag. vísir/arnar Flak flugvélarinnar TF-ABB, sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudag, er mjög heillegt. Allt bendir til að flugvélin hafi hafnað á Þingvallavatni áður en hún sökk og þeir fjórir sem voru um borð í henni hafi komist út úr henni af sjálfsdáðum eftir að hún endaði á vatninu. Það kom í ljós seinni partinn í gær þegar kafbátur var sendur niður að flakinu til að kanna aðstæður þar betur að enginn væri um borð í flugvélinni. Leit hófst að flugmanninum og þremur erlendum ferðamönnum, sem voru farþegar hans, í birtingu í morgun. Fjölmennt lið lögreglu- og björgunarsveitarfólks ásamt séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar tekur þátt í leitinni. Leitarfólk er í kapphlaupi við tímann þar sem ofsaveðri er spáð á svæðinu og um land allt í nótt. Leitað er að fólkinu við vatnið, á því og á botni þess með kafbáti. Engar líkur á að fólkið hafi komist í land „Vélin lendir í vatninu og þá er greinilegt að fólkið hafi komist af sjálfsdáðum út úr henni,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Það séu engar líkur á að nokkur hafi komist lifandi í land. „Stysta leið í land er um kílómeter og vatnið er núll til ein gráða og aðstæðurnar til að komast úr þessu eru bara ómögulegar, sko. Ofkælingin er bara komin strax,“ segir Oddur. Oddur Árnason á vettvangi síðasta föstudag.V'isir Enn séu engar vísbendingar um það atvikaðist að flugvélin endaði í vatninu. „Nei, við bara gefum okkur ekki neitt það eru teknir saman einstakir þættir í hverjum rannsóknarhluta og úr því verður einhver heildarmynd sem við erum ekkert að gefa út um fyrr en rannsókn er lokið,“ segir Oddur. Hann vill ekki svara því hvort einhver samskipti hafi verið milli flugvélarinnar og flugstjórnar eftir að hún fór í loftið. „Flugmaðurinn tilkynnir um flugplanið bara eins og er gert og við skulum svo bara eiga annað inni í rannsókninni. Og upplýsum ekkert um hana eða einstaka þætti hennar,“ segir Oddur. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Tengdar fréttir Enginn inni í flugvélaflakinu og leit hefst aftur á morgun Enginn þeirra fjögurra farþega sem voru í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni eru nú inni í flakinu. Þetta leiddi kafbátaleit í ljós seinni partinn í dag. Svæðisstjórn björgunarsveita er byrjuð að skipuleggja áframhaldandi leit í og við vatnið á morgun. 5. febrúar 2022 21:56 Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. 5. febrúar 2022 14:58 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Það kom í ljós seinni partinn í gær þegar kafbátur var sendur niður að flakinu til að kanna aðstæður þar betur að enginn væri um borð í flugvélinni. Leit hófst að flugmanninum og þremur erlendum ferðamönnum, sem voru farþegar hans, í birtingu í morgun. Fjölmennt lið lögreglu- og björgunarsveitarfólks ásamt séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar tekur þátt í leitinni. Leitarfólk er í kapphlaupi við tímann þar sem ofsaveðri er spáð á svæðinu og um land allt í nótt. Leitað er að fólkinu við vatnið, á því og á botni þess með kafbáti. Engar líkur á að fólkið hafi komist í land „Vélin lendir í vatninu og þá er greinilegt að fólkið hafi komist af sjálfsdáðum út úr henni,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Það séu engar líkur á að nokkur hafi komist lifandi í land. „Stysta leið í land er um kílómeter og vatnið er núll til ein gráða og aðstæðurnar til að komast úr þessu eru bara ómögulegar, sko. Ofkælingin er bara komin strax,“ segir Oddur. Oddur Árnason á vettvangi síðasta föstudag.V'isir Enn séu engar vísbendingar um það atvikaðist að flugvélin endaði í vatninu. „Nei, við bara gefum okkur ekki neitt það eru teknir saman einstakir þættir í hverjum rannsóknarhluta og úr því verður einhver heildarmynd sem við erum ekkert að gefa út um fyrr en rannsókn er lokið,“ segir Oddur. Hann vill ekki svara því hvort einhver samskipti hafi verið milli flugvélarinnar og flugstjórnar eftir að hún fór í loftið. „Flugmaðurinn tilkynnir um flugplanið bara eins og er gert og við skulum svo bara eiga annað inni í rannsókninni. Og upplýsum ekkert um hana eða einstaka þætti hennar,“ segir Oddur.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Tengdar fréttir Enginn inni í flugvélaflakinu og leit hefst aftur á morgun Enginn þeirra fjögurra farþega sem voru í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni eru nú inni í flakinu. Þetta leiddi kafbátaleit í ljós seinni partinn í dag. Svæðisstjórn björgunarsveita er byrjuð að skipuleggja áframhaldandi leit í og við vatnið á morgun. 5. febrúar 2022 21:56 Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. 5. febrúar 2022 14:58 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Enginn inni í flugvélaflakinu og leit hefst aftur á morgun Enginn þeirra fjögurra farþega sem voru í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni eru nú inni í flakinu. Þetta leiddi kafbátaleit í ljós seinni partinn í dag. Svæðisstjórn björgunarsveita er byrjuð að skipuleggja áframhaldandi leit í og við vatnið á morgun. 5. febrúar 2022 21:56
Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. 5. febrúar 2022 14:58