Veðurvaktin á Vísi: Byrjað að lægja víðast hvar eftir næturveðrið Hólmfríður Gísladóttir, Kolbeinn Tumi Daðason og Eiður Þór Árnason skrifa 6. febrúar 2022 14:45 Mikill vatnselgur er á Sæbraut. vísir/vilhelm Fárviðrið sem nú gengur yfir landið á að fara að slota á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi en rauð viðvörun sem gefin var út fyrir svæðið í gær er í gildi til klukkan átta. Færð á höfuðborgarsvæðinu er betri en menn höfðu leyft sér að vona. „Það snjóaði ekki eins mikið á höfuðborgarsvæðinu í nótt eins og búist var við þar sem hiti var nokkuð yfir frostmarki. Þess vegna eru flestar stofnæðar og tengibrautir færar og einnig fjölmargar íbúðagötur. Unnið verður fram eftir morgni að ryðja íbúðagötur sem eru ekki færar og á það helst við í efri byggðum og jafnvel víða,“ segir í Facebook-færslu almannavarna. „Þeir sem ætla á bílum sínum eru beðnir um að meta búnað bílsins og færðina þar sem þeir búa og alls ekki að ana af stað ef ófærð er mikil. Strætó stefnir á að hefja akstur upp úr klukkan 09.00. Förum varlega og munum eftir að skafa vel og hafa öll ljós kveikt.“ Rafmagn fór af höfuðborgarsvæðinu á fjórða tímanum í nótt og var stopult í um stundarfjórðung. Vísir fylgist að sjálfsögðu með framvindunni og mun færa ykkur allar nýjustu fréttir af óveðrinu í vaktinni hér að neðan, um leið og þær berast. Hér eru helstu upplýsingar um lokanir og skerðingu á þjónustu vegna veðursins. Bítið á Bylgjunni verður í beinni á Stöð 2 Vísi frá klukkan 05. Ert þú með ábendingu í tengslum við óveðrið? Sendu okkur endilega myndir og/eða frásögn á ritstjorn@visir.is. Myndbönd og myndir mega endilega vera á breiddina.
„Það snjóaði ekki eins mikið á höfuðborgarsvæðinu í nótt eins og búist var við þar sem hiti var nokkuð yfir frostmarki. Þess vegna eru flestar stofnæðar og tengibrautir færar og einnig fjölmargar íbúðagötur. Unnið verður fram eftir morgni að ryðja íbúðagötur sem eru ekki færar og á það helst við í efri byggðum og jafnvel víða,“ segir í Facebook-færslu almannavarna. „Þeir sem ætla á bílum sínum eru beðnir um að meta búnað bílsins og færðina þar sem þeir búa og alls ekki að ana af stað ef ófærð er mikil. Strætó stefnir á að hefja akstur upp úr klukkan 09.00. Förum varlega og munum eftir að skafa vel og hafa öll ljós kveikt.“ Rafmagn fór af höfuðborgarsvæðinu á fjórða tímanum í nótt og var stopult í um stundarfjórðung. Vísir fylgist að sjálfsögðu með framvindunni og mun færa ykkur allar nýjustu fréttir af óveðrinu í vaktinni hér að neðan, um leið og þær berast. Hér eru helstu upplýsingar um lokanir og skerðingu á þjónustu vegna veðursins. Bítið á Bylgjunni verður í beinni á Stöð 2 Vísi frá klukkan 05. Ert þú með ábendingu í tengslum við óveðrið? Sendu okkur endilega myndir og/eða frásögn á ritstjorn@visir.is. Myndbönd og myndir mega endilega vera á breiddina.
Veður Tengdar fréttir Allt það helsta sem þú þarft að vita vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Að neðan má sjá helstu áhrif vegna þessa. Viðbúið er að einhverjar breytingar geti orðið þegar líður á morguninn. 7. febrúar 2022 01:55 Lægðir sem leikið hafa landsmenn grátt Landsmenn virðast upp til hópa meðvitaðir um lægðina sem nálgast nú landið hraðbyri og gefur tilefni til rauðra og appelsínugulra viðvarana vegna veðurs í nótt og morgun. Enn einu sinni neyðast Íslendingar til endurkynna við djúpa lægð. 7. febrúar 2022 00:59 Fylgstu með lægðinni Búist er við aftakaveðri í nótt og á morgun um landið allt og verður appelsínugul veðurviðvörun í gildi víðast hvar um landið fyrir hádegi. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið. 7. febrúar 2022 00:04 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Fleiri fréttir Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Sjá meira
Allt það helsta sem þú þarft að vita vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Að neðan má sjá helstu áhrif vegna þessa. Viðbúið er að einhverjar breytingar geti orðið þegar líður á morguninn. 7. febrúar 2022 01:55
Lægðir sem leikið hafa landsmenn grátt Landsmenn virðast upp til hópa meðvitaðir um lægðina sem nálgast nú landið hraðbyri og gefur tilefni til rauðra og appelsínugulra viðvarana vegna veðurs í nótt og morgun. Enn einu sinni neyðast Íslendingar til endurkynna við djúpa lægð. 7. febrúar 2022 00:59
Fylgstu með lægðinni Búist er við aftakaveðri í nótt og á morgun um landið allt og verður appelsínugul veðurviðvörun í gildi víðast hvar um landið fyrir hádegi. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið. 7. febrúar 2022 00:04
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent