Vanda segir ekki rétt að KSÍ eigi nóg af pening og skorar á ríkið að koma með veglegt framlag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. febrúar 2022 07:01 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. Vísir/Hulda Margrét Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, furðar sig á að enn eitt árið fái KSÍ ekki krónu úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Sambandið hefur sótt um styrki síðustu ár en ekkert fengið. „Við erum mjög ósátt og sóttum um núna enda er EM kvenna – við erum að fara í úrslitakeppni og þetta gæti orðið stærsti viðburður í sögu kvennaíþróttanna. Það kæmi mér ekki á óvart.“ „Við viljum ekki fara í slag við hin sérsamböndin, það er ekki tilgangurinn með þessu. Við viljum að sjóðurinn verði stækkaður og við viljum að allir sem uppfylla skilyrði um að fá styrki fái styrki. Ég verð mjög fegin þegar Frjálsíþrótta-, Fimleikasambandið eða hver sem er fær styrk.“ Að skilja okkur ein eftir enn eitt árið er eitthvað sem við erum mjög ósátt við. „En mér finnst að við eigum líka að fá styrk því við erum líka með afreksstaf og þetta eru peningar úr ríkissjóði. Við erum vissulega með mikla veltu en við erum líka langstærst og langfjölmennust.“ „Þetta að KSÍ á nóg af pening er bara ekkert rétt. Það hefur kannski einhvern tímann verið en síðasta ár hefur verið rekið í tapi og við erum núna í þessari viku mjög í mjög sársaukafullum aðgerðum og niðurskurði á stórum og flottum verkefnum þannig að skilja okkur ein eftir enn eitt árið er eitthvað sem við erum mjög ósátt við.“ „Má þetta, má skilja KSÍ svona eftir?“ „Er þetta ekki jafnréttismál. Við erum að fara með kvennalandsliðið okkar á EM í sumar og kostnaðurinn við að fara á svona mót er mjög mikill. Það sem við fáum frá UEFA (Knattspyrnusambandi Evrópu) nær engan veginn upp í kostnaðinn. Þetta kostar KSÍ tugi milljóna, má skilja okkur eftir í afrekssjóði? Ég beini þeirri spurningu til ÍSÍ og ríkisvaldsins.“ Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn „Það er þannig. Við vorum að taka saman kostnaðinn okkar vegna Covid. Hann – bara út af Covid – er yfir 200 milljónir. Þá er ég ekki einu sinni búin að minnast á félögin í landinu. Ég held að allir í íþróttahreyfingunni séu þakklát fyrir þessa miklu aukningu sem hefur verið en við höfum verið miklir eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að afreksstarfi þannig því hærra því betra.“ „Ég tek undir með Hannesi (S. Jónssyni, formanni KKÍ) félaga mínum hjá Körfuknattleikssambandinu, ég skora á ríkið að koma með veglegt framlag,“ sagði Vanda að endingu. Klippa: Má þetta, má skilja KSÍ svona eftir? KSÍ Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
„Við erum mjög ósátt og sóttum um núna enda er EM kvenna – við erum að fara í úrslitakeppni og þetta gæti orðið stærsti viðburður í sögu kvennaíþróttanna. Það kæmi mér ekki á óvart.“ „Við viljum ekki fara í slag við hin sérsamböndin, það er ekki tilgangurinn með þessu. Við viljum að sjóðurinn verði stækkaður og við viljum að allir sem uppfylla skilyrði um að fá styrki fái styrki. Ég verð mjög fegin þegar Frjálsíþrótta-, Fimleikasambandið eða hver sem er fær styrk.“ Að skilja okkur ein eftir enn eitt árið er eitthvað sem við erum mjög ósátt við. „En mér finnst að við eigum líka að fá styrk því við erum líka með afreksstaf og þetta eru peningar úr ríkissjóði. Við erum vissulega með mikla veltu en við erum líka langstærst og langfjölmennust.“ „Þetta að KSÍ á nóg af pening er bara ekkert rétt. Það hefur kannski einhvern tímann verið en síðasta ár hefur verið rekið í tapi og við erum núna í þessari viku mjög í mjög sársaukafullum aðgerðum og niðurskurði á stórum og flottum verkefnum þannig að skilja okkur ein eftir enn eitt árið er eitthvað sem við erum mjög ósátt við.“ „Má þetta, má skilja KSÍ svona eftir?“ „Er þetta ekki jafnréttismál. Við erum að fara með kvennalandsliðið okkar á EM í sumar og kostnaðurinn við að fara á svona mót er mjög mikill. Það sem við fáum frá UEFA (Knattspyrnusambandi Evrópu) nær engan veginn upp í kostnaðinn. Þetta kostar KSÍ tugi milljóna, má skilja okkur eftir í afrekssjóði? Ég beini þeirri spurningu til ÍSÍ og ríkisvaldsins.“ Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn „Það er þannig. Við vorum að taka saman kostnaðinn okkar vegna Covid. Hann – bara út af Covid – er yfir 200 milljónir. Þá er ég ekki einu sinni búin að minnast á félögin í landinu. Ég held að allir í íþróttahreyfingunni séu þakklát fyrir þessa miklu aukningu sem hefur verið en við höfum verið miklir eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að afreksstarfi þannig því hærra því betra.“ „Ég tek undir með Hannesi (S. Jónssyni, formanni KKÍ) félaga mínum hjá Körfuknattleikssambandinu, ég skora á ríkið að koma með veglegt framlag,“ sagði Vanda að endingu. Klippa: Má þetta, má skilja KSÍ svona eftir?
KSÍ Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira