Þurfa tuttugu lasagnediska á dag Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2022 17:01 Íþróttafólkið á Vetrarólympíuleikunum í Peking þarf að fá nóg að borða og til þess er séð í ólympíuþorpinu. Getty/Wang Zhao Íþróttafólkið á Vetrarólympíuleikunum í Peking er ekki bara það besta í heimi í sínum íþróttagreinum. Margt af því getur tekið mun betur til matar síns en meðalmaðurinn. Reuters fjallar um matarþörf keppenda á leikunum og bendir á að rannsóknir sýni að meðalskíðagöngumaður þurfi orku sem samsvari 20 diskum af lasagne á dag, til að ráða sem best við erfiða keppni í fimbulkulda. „Ég fæ mér eitthvað að borða á 15-20 mínútna fresti,“ segir kanadíski skíðagöngumaðurinn Remi Drolet. „Bara til að vera viss um að vöðvarnir séu eins fullir af glýkógeni og mögulegt er. Tíminn er fljótur að hverfa því maður er alltaf að borða,“ sagði Drolet. Flest íþróttafólk á Vetrarólympíuleikum þarf að borða meiri mat en gengur og gerist, og þar á meðal er þýski skíðakappinn Christian Schwaiger sem er afar svekktur yfir veitingunum sem boðið er upp á fyrir keppendur á æfingum og í keppni. „Þetta er engin veitingaþjónusta. Það eru engar heitar máltíðir, bara flögur, hnetur og súkkulaði en ekkert annað. Þarna er pottur brotinn í aðbúnaði fyrir íþróttafólk sem þarf hámarksárangur,“ sagði Schwaiger. Það kennir ýmissa grasa í veitingabásunum á Vetrarólympíuleikunum.Getty/Wang Zhao Sum lið, til að mynda það bandaríska, sýna fyrirhyggju og hafa keppendur nesti með sér þegar þess gæti gerst þörf. Sturla Snær Snorrason og aðrir sem lent hafa í einangrun fá sendan mat á sín herbergi en sumir hafa kvartað yfir að fá ekki nóg. „Hann er mjög stór strákur en er ekki að fá frábæran mat,“ sagði Jukka Jalonen, þjálfari finnska hokkíliðsins um Marko Anttila, leikmann liðsins. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira
Reuters fjallar um matarþörf keppenda á leikunum og bendir á að rannsóknir sýni að meðalskíðagöngumaður þurfi orku sem samsvari 20 diskum af lasagne á dag, til að ráða sem best við erfiða keppni í fimbulkulda. „Ég fæ mér eitthvað að borða á 15-20 mínútna fresti,“ segir kanadíski skíðagöngumaðurinn Remi Drolet. „Bara til að vera viss um að vöðvarnir séu eins fullir af glýkógeni og mögulegt er. Tíminn er fljótur að hverfa því maður er alltaf að borða,“ sagði Drolet. Flest íþróttafólk á Vetrarólympíuleikum þarf að borða meiri mat en gengur og gerist, og þar á meðal er þýski skíðakappinn Christian Schwaiger sem er afar svekktur yfir veitingunum sem boðið er upp á fyrir keppendur á æfingum og í keppni. „Þetta er engin veitingaþjónusta. Það eru engar heitar máltíðir, bara flögur, hnetur og súkkulaði en ekkert annað. Þarna er pottur brotinn í aðbúnaði fyrir íþróttafólk sem þarf hámarksárangur,“ sagði Schwaiger. Það kennir ýmissa grasa í veitingabásunum á Vetrarólympíuleikunum.Getty/Wang Zhao Sum lið, til að mynda það bandaríska, sýna fyrirhyggju og hafa keppendur nesti með sér þegar þess gæti gerst þörf. Sturla Snær Snorrason og aðrir sem lent hafa í einangrun fá sendan mat á sín herbergi en sumir hafa kvartað yfir að fá ekki nóg. „Hann er mjög stór strákur en er ekki að fá frábæran mat,“ sagði Jukka Jalonen, þjálfari finnska hokkíliðsins um Marko Anttila, leikmann liðsins.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira