Múlaþing gerir vel í leikskólamálum Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 09:00 Mikil umræða hefur verið í fjölmiðlum hvernig sveitarfélög víðsvegar yfir landið standa að vistunarúrræðum fyrir börn að loknu fæðingarorlofi. Algengast er að að báðir foreldrar séu útivinnandi og skiptir þá miklu máli fyrir foreldra að fá vistunarúrræði fyrir börn sín þegar fæðingarorlofi líkur til að komast út á vinnumarkaðinn. Þarfagreining mikilvæg aðferðafræði Framtíðarsýn þarf að viðhafa í öllum málaflokkum sveitarfélaga því framkvæmdatími er tímafrekur þegar til hans þarf að grípa. Í víðfeðmu sveitarfélagi Múlaþings er einhugur um að veita góða þjónustu og því varð þarfagreining fyrir valinu sem leiddi í ljós að verulegur skortur var á vistunarúrræðum á Fljótsdalshéraði. Í haust mun rísa nýr þriggja deilda leikskóli í Fellabæ og vegna skorts á dagforeldrum þetta árið var tekin ákvörðun um að bregðast við með nýrri leikskóladeild sem tók til starfa í lok janúar og sú eining mun færast inn í nýjan leikskóla í haust. Þarfagreiningin sýnir einnig að nýi leikskólinn í Fellabæ muni ekki sinna áætlaðri eftirspurn næstu árin og við því hefur verið brugðist. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir staðsetningu nýs leikskóla árið 2022 og hönnunarkostnaði 2023. Styrkur til barna sem fá ekki leikskólavist Enn eitt skrefið hefur nú verið tekið í metnaði Múlaþings til að gera vel við barnafjölskyldur með því að greiða styrk til foreldra þeirra barna sem fá ekki umbeðna leikskólavist eftir að fæðingarorlofi lýkur. Þarna setjum við markið hátt og stefna Múlaþings er að öll börn innan sveitarfélagssins fái leikskólavistun við lok fæðingarorlofs og þurfi ekki að nýta sér þetta úrræði. Jöfn tækifæri til starfs, menntunar og þjónustu Markmið Múlaþings mun áfram vera að veita íbúum í öllu Múlaþingi góða þjónustu og með þeim orðum bjóðum við alla velkomna í okkar sveitarfélag, með náttúruna í bakgarðinum, streituminna umhverfi, góðar samgöngur og góða þjónustu. Nú komu inn tækifærin með tæknibreytingum í heimfaraldrinum sem opna á fjölda starfa óháð staðsetningu, tækifærum til menntunar í heimabyggð og öfluga fjarþjónustu fyrir allra íbúa landssins hvort sem þeir búa í Reykjavík eða á landsbyggðinni. Tækifærin og lífsgæðin liggja í Múlaþingi, verið velkomin. Höfundur er b æjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og formaður Byggðaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Múlaþing Leikskólar Skóla- og menntamál Berglind Harpa Svavarsdóttir Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið í fjölmiðlum hvernig sveitarfélög víðsvegar yfir landið standa að vistunarúrræðum fyrir börn að loknu fæðingarorlofi. Algengast er að að báðir foreldrar séu útivinnandi og skiptir þá miklu máli fyrir foreldra að fá vistunarúrræði fyrir börn sín þegar fæðingarorlofi líkur til að komast út á vinnumarkaðinn. Þarfagreining mikilvæg aðferðafræði Framtíðarsýn þarf að viðhafa í öllum málaflokkum sveitarfélaga því framkvæmdatími er tímafrekur þegar til hans þarf að grípa. Í víðfeðmu sveitarfélagi Múlaþings er einhugur um að veita góða þjónustu og því varð þarfagreining fyrir valinu sem leiddi í ljós að verulegur skortur var á vistunarúrræðum á Fljótsdalshéraði. Í haust mun rísa nýr þriggja deilda leikskóli í Fellabæ og vegna skorts á dagforeldrum þetta árið var tekin ákvörðun um að bregðast við með nýrri leikskóladeild sem tók til starfa í lok janúar og sú eining mun færast inn í nýjan leikskóla í haust. Þarfagreiningin sýnir einnig að nýi leikskólinn í Fellabæ muni ekki sinna áætlaðri eftirspurn næstu árin og við því hefur verið brugðist. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir staðsetningu nýs leikskóla árið 2022 og hönnunarkostnaði 2023. Styrkur til barna sem fá ekki leikskólavist Enn eitt skrefið hefur nú verið tekið í metnaði Múlaþings til að gera vel við barnafjölskyldur með því að greiða styrk til foreldra þeirra barna sem fá ekki umbeðna leikskólavist eftir að fæðingarorlofi lýkur. Þarna setjum við markið hátt og stefna Múlaþings er að öll börn innan sveitarfélagssins fái leikskólavistun við lok fæðingarorlofs og þurfi ekki að nýta sér þetta úrræði. Jöfn tækifæri til starfs, menntunar og þjónustu Markmið Múlaþings mun áfram vera að veita íbúum í öllu Múlaþingi góða þjónustu og með þeim orðum bjóðum við alla velkomna í okkar sveitarfélag, með náttúruna í bakgarðinum, streituminna umhverfi, góðar samgöngur og góða þjónustu. Nú komu inn tækifærin með tæknibreytingum í heimfaraldrinum sem opna á fjölda starfa óháð staðsetningu, tækifærum til menntunar í heimabyggð og öfluga fjarþjónustu fyrir allra íbúa landssins hvort sem þeir búa í Reykjavík eða á landsbyggðinni. Tækifærin og lífsgæðin liggja í Múlaþingi, verið velkomin. Höfundur er b æjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og formaður Byggðaráðs.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar