Svívirða sem vegur að rótum réttarríkisins Eva Hauksdóttir skrifar 10. febrúar 2022 10:30 Í réttarríki eiga menn að vera jafnir fyrir lögum. Sú stefna sem Landsréttur hefur tekið varðandi miskabætur og málskostnað í ærumeiðingamálum er þó síður en svo í takti við þá reglu. Slæmur var Hæstiréttur á meðan flest mál enduðu þar en Landsréttur er verri. Nú er svo komið að efnalítið fólk sér engan tilgang í því að sækja rétt sinn vegna aðdróttana fyrir dómi. Sem betur fer hafa hinir æðri dómstólar þó metið einn hóp Íslendinga verðugan æruverndar. Það eru dómarar. Refsing vegna meiðyrða Sumarið 2012 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur síbrotamann til 6 mánaða fangelsisvistar, fyrir fólskulega framkomu við héraðsdómara í réttarsal. Hæstiréttur staðfesti síðar dóminn. Forsaga málsins er sú að dómþoli í sakamáli rauf skilyrði reynslulausnar. Ákæruvaldið krafðist þess að honum yrði gert að afplána eftirstöðvar dómsins og héraðsdómari kvað upp úrskurð í samræmi við þá kröfu. Líkaði ákærða það stórilla og tjáði þá afstöðu sína með því að kalla dómarann tussu í tvígang og fylgdi svo móðguninni eftir með því að hrækja á dómarann. Hann sætti opinberri ákæru fyrir vikið og voru þær sakir til úrlausnar í dómi Hæstaréttar nr. 497/2012. Hrákinn var talinn brot gegn valdstjórninni og felldur undir 1. mgr. 106. gr. hgl. en tussu-ávarpið var talið ærumeiðing í skilningi 234. gr. hgl. Segir um það í niðurstöðu héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti með vísan til forsendna hans: Í máli þessu hefur verið slegið föstu að ákærði hafi kallað A héraðsdómara ,,tussu“ í tvígang í þinghaldi. Að kalla dómara því nafni í þinghaldi var móðgun í orðum og hefur án nokkurs vafa verið til þess fallið að meiða æru dómarans. Að kalla einhvern tussu, er vissulega móðgandi og getur verið refsivert þótt það falli ekki undir almennan skilning á orðinu ærumeiðing. Mannorð héraðsdómara bíður ekki hnekki þótt glæpamaður hreyti í hann fúkyrðum, heldur er það sjálfsmynd þolandans sem er í húfi. Litlar líkur eru á að almennur borgari fengi mann dæmdan til greiðslu miskabóta fyrir dónaskap af þessu tagi, hvað þá að ríksivaldið myndi gera honum refsingu fyrir meiðyrði. Í ljósi dómaframkvæmdar er mun líklegra að það yrði talinn gildisdómur og hvorki ástæða til að ómerkja slík orð né dæma miskabætur vegna þeirra. En hér beindist móðgunin að dómara og þar liggur hundurinn grafinn. Dómarinn sem fékk ekki rétta málsmeðferð Til þess að ummæli teljist refsiverð eða bótaskyld þurfa þau venjulega að fela í sér óverðskuldaðar staðhæfingar sem eru raunverulega til þess fallnar að skaða mannorð manns í hlutlægri merkingu. Í ,,tussumálinu" var ekki krafist miskabóta. Venjulega er það þó krafan í málum þar sem vegið er að æru manna, hvort heldur er með meiðandi orðum eða athöfnum. Ég þekki ekki annað dæmi um að manni hafi verið refsað fyrir ærumeiðingar en miskabætur eru oft dæmdar. Miskabætur vegna ærumeiðinga eru venjulega mjög lágar. Í undantekningartilvikum virðast dómarar þó meta heiður þeirra sem til þeirra leita til fjár. Kemur þar fyrst upp í hugann Hæstaréttardómur nr. 592/2017. Í því máli hafði dómsmálaráðherra vegið að orðspori og starfsheiðri umsækjanda um dómarastöðu, ekki með meiðyrðum, heldur með því að vanrækja skyldu sína til að meta hæfni hans samanborið við aðra umsækjendur. Fyrir þá ósvinnu dæmdi Hæstiréttur kollega sínum 700.000 kr. í miskabætur. Landsréttur lækkar miskabætur Þann 4. febrúar sl. felldi Landsréttur dóm í meiðyrðamáli, (sjá Lrd. nr. 110/2021). Tildrög málsins voru þau að móðir hafði verið sökuð um það á internetinu að hafa látið kynferðisofbeldi gagnvart barni viðgangast, vanrækja barnið og stela frá því bótum sem það fékk úr opinberum sjóðum. Ummælin voru birt á Facebook. Héraðsdómur dæmdi konunni kr. 300.000 í miskabætur og málskostnað upp á rúmar 2 milljónir. Landsréttur taldi þetta fullmikið örlæti og lækkaði bæturnar niður í kr. 100.000. Bætur vegna málskostnaðar voru einnig lækkaðar. Landsréttur taldi þannig að 1,5 milljón ætti að duga konunni í málskostnað fyrir héraðsdómi og Landsrétti samanlagt. Konan sem vann málið situr því uppi með stórtjón eftir að hafa leitað réttar síns. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Landsréttur lækkar miskabætur vegna aðdróttanana. Niðurstaðan hér er sú sama og í meiðyrðamáli sem spratt af Hlíðamálinu svokallaða en þar var þó ekki jafn mikill munur á bótum milli dómstiga. Í þeim málum voru miskabætur lækkaðar úr kr. 150.000 niður í kr. 100.000 í máli nr. 678/2019 og úr kr. 220.000 í kr. 100.000 í máli nr. 680/2019. Skilaboð Landsréttar til þeirra sem sitja undir óverðskulduðum svívirðingum á opinberum vettvangi eru skýr: Jújú, þú hefur lögin þín megin og æra þín hefur sannarlega beðið hnekki. Þetta eru samt ekki alvöru hagsmunir. Hér er ekkert undir nema mannorð þitt og Landsréttur metur æru þína á 100 þúsund kall. Já, og ekki halda að við ætlum að láta gerandann borga nema brot af því sem þessi málarekstur hefur kostað þig. Fyrirsjáanlegar afleiðingar Afleiðingin af þessari stefnu verður sú að aðeins þeir sem eru nógu efnaðir til að mega við því að tapa 1-2 milljónum geta leyft sér þann munað að sækja rétt sinn vegna ærumeiðinga til dómstóla. Öðrum er sá kostur nauðugur að verja mannorð sitt með leðjuslag á internetinu. Nema auðvitað dómurum. Æra dómara er dýrmæt og má reikna með miskabótum eða jafnvel refsingu ef að henni er ómaklega vegið. Þeir sem taka slaginn utan dómstóla byrja svo á því svara í sömu mynt en auðvitað bindur það ekki endi á málið, gagnárása má vænta. Meiðyrðastríð getur auðveldlega undið uppá sig og þá skortir sjaldnast hugarflug sem telja sig eiga harma að hefna. Við getum reiknað með gagnkvæmum hefndaraðgerðum á borð við misnotkun á svæði óvinarins á samfélagsmiðlum, ósæmilegar myndbirtingar, fjárkúgun, hótanir, skemmdarverk og líkamsárásir. Ég er ósammála því, sem stundum er haldið fram, að réttarríkinu standi ógn af ærumeiðingum á internetinu. Það eru ekki meiðandi ummæli eða rógsherferðir sem slíkar sem ógna réttarríkinu. Það er aftur á móti mikill ábyrgðarhluti af handhöfum ríkisvaldsins að skirrast við að veita netdólgum aðhald og þar liggur ógnin. Þegar skipulegt neteinelti er annars vegar veita lögin litla vernd og mega þingmenn hundskammast sín fyrir að hafa enn ekki tekið á þeim vanda. Lögin veita þó vernd gegn árásum nafngreindra einstaklinga. Það er þó ekki annað að sjá en að Landsréttur hafi einsett sér að svipta borgarana því réttaröryggi sem felst í bótagreiðslum vegna ærumeiðinga. Réttarríki byggist á þeirri grundvallarreglu að réttur manna og skyldur ákvarðist af lögum en ekki geðþótta. Önnur grundvallarregla er sú að dómstólar eiga að veita lögunum áhrif með því að segja til um hvernig þeim skuli framfylgt í einstaka tilviki. Það liggur í hlutarins eðli að ef sá sem vinnur meiðyrðamál fyrir dómi verður að athlægi og situr uppi með tap fyrir vikið þá er sá réttur fyrir borð borinn. Og það er einmitt það sem er að gerast. Dómaframkvæmd Landsréttar felur í sér háðungarbætur vegna ærumeiðinga. Slíkir dómar letja ekki verulega til brota og eru til þess fallnir að valda þolendum sársauka og tjóni. Þessi dómaframkvæmd er ekki aðeins bagaleg, hún er svívirða sem vegur að rótum réttarríkisins. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í réttarríki eiga menn að vera jafnir fyrir lögum. Sú stefna sem Landsréttur hefur tekið varðandi miskabætur og málskostnað í ærumeiðingamálum er þó síður en svo í takti við þá reglu. Slæmur var Hæstiréttur á meðan flest mál enduðu þar en Landsréttur er verri. Nú er svo komið að efnalítið fólk sér engan tilgang í því að sækja rétt sinn vegna aðdróttana fyrir dómi. Sem betur fer hafa hinir æðri dómstólar þó metið einn hóp Íslendinga verðugan æruverndar. Það eru dómarar. Refsing vegna meiðyrða Sumarið 2012 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur síbrotamann til 6 mánaða fangelsisvistar, fyrir fólskulega framkomu við héraðsdómara í réttarsal. Hæstiréttur staðfesti síðar dóminn. Forsaga málsins er sú að dómþoli í sakamáli rauf skilyrði reynslulausnar. Ákæruvaldið krafðist þess að honum yrði gert að afplána eftirstöðvar dómsins og héraðsdómari kvað upp úrskurð í samræmi við þá kröfu. Líkaði ákærða það stórilla og tjáði þá afstöðu sína með því að kalla dómarann tussu í tvígang og fylgdi svo móðguninni eftir með því að hrækja á dómarann. Hann sætti opinberri ákæru fyrir vikið og voru þær sakir til úrlausnar í dómi Hæstaréttar nr. 497/2012. Hrákinn var talinn brot gegn valdstjórninni og felldur undir 1. mgr. 106. gr. hgl. en tussu-ávarpið var talið ærumeiðing í skilningi 234. gr. hgl. Segir um það í niðurstöðu héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti með vísan til forsendna hans: Í máli þessu hefur verið slegið föstu að ákærði hafi kallað A héraðsdómara ,,tussu“ í tvígang í þinghaldi. Að kalla dómara því nafni í þinghaldi var móðgun í orðum og hefur án nokkurs vafa verið til þess fallið að meiða æru dómarans. Að kalla einhvern tussu, er vissulega móðgandi og getur verið refsivert þótt það falli ekki undir almennan skilning á orðinu ærumeiðing. Mannorð héraðsdómara bíður ekki hnekki þótt glæpamaður hreyti í hann fúkyrðum, heldur er það sjálfsmynd þolandans sem er í húfi. Litlar líkur eru á að almennur borgari fengi mann dæmdan til greiðslu miskabóta fyrir dónaskap af þessu tagi, hvað þá að ríksivaldið myndi gera honum refsingu fyrir meiðyrði. Í ljósi dómaframkvæmdar er mun líklegra að það yrði talinn gildisdómur og hvorki ástæða til að ómerkja slík orð né dæma miskabætur vegna þeirra. En hér beindist móðgunin að dómara og þar liggur hundurinn grafinn. Dómarinn sem fékk ekki rétta málsmeðferð Til þess að ummæli teljist refsiverð eða bótaskyld þurfa þau venjulega að fela í sér óverðskuldaðar staðhæfingar sem eru raunverulega til þess fallnar að skaða mannorð manns í hlutlægri merkingu. Í ,,tussumálinu" var ekki krafist miskabóta. Venjulega er það þó krafan í málum þar sem vegið er að æru manna, hvort heldur er með meiðandi orðum eða athöfnum. Ég þekki ekki annað dæmi um að manni hafi verið refsað fyrir ærumeiðingar en miskabætur eru oft dæmdar. Miskabætur vegna ærumeiðinga eru venjulega mjög lágar. Í undantekningartilvikum virðast dómarar þó meta heiður þeirra sem til þeirra leita til fjár. Kemur þar fyrst upp í hugann Hæstaréttardómur nr. 592/2017. Í því máli hafði dómsmálaráðherra vegið að orðspori og starfsheiðri umsækjanda um dómarastöðu, ekki með meiðyrðum, heldur með því að vanrækja skyldu sína til að meta hæfni hans samanborið við aðra umsækjendur. Fyrir þá ósvinnu dæmdi Hæstiréttur kollega sínum 700.000 kr. í miskabætur. Landsréttur lækkar miskabætur Þann 4. febrúar sl. felldi Landsréttur dóm í meiðyrðamáli, (sjá Lrd. nr. 110/2021). Tildrög málsins voru þau að móðir hafði verið sökuð um það á internetinu að hafa látið kynferðisofbeldi gagnvart barni viðgangast, vanrækja barnið og stela frá því bótum sem það fékk úr opinberum sjóðum. Ummælin voru birt á Facebook. Héraðsdómur dæmdi konunni kr. 300.000 í miskabætur og málskostnað upp á rúmar 2 milljónir. Landsréttur taldi þetta fullmikið örlæti og lækkaði bæturnar niður í kr. 100.000. Bætur vegna málskostnaðar voru einnig lækkaðar. Landsréttur taldi þannig að 1,5 milljón ætti að duga konunni í málskostnað fyrir héraðsdómi og Landsrétti samanlagt. Konan sem vann málið situr því uppi með stórtjón eftir að hafa leitað réttar síns. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Landsréttur lækkar miskabætur vegna aðdróttanana. Niðurstaðan hér er sú sama og í meiðyrðamáli sem spratt af Hlíðamálinu svokallaða en þar var þó ekki jafn mikill munur á bótum milli dómstiga. Í þeim málum voru miskabætur lækkaðar úr kr. 150.000 niður í kr. 100.000 í máli nr. 678/2019 og úr kr. 220.000 í kr. 100.000 í máli nr. 680/2019. Skilaboð Landsréttar til þeirra sem sitja undir óverðskulduðum svívirðingum á opinberum vettvangi eru skýr: Jújú, þú hefur lögin þín megin og æra þín hefur sannarlega beðið hnekki. Þetta eru samt ekki alvöru hagsmunir. Hér er ekkert undir nema mannorð þitt og Landsréttur metur æru þína á 100 þúsund kall. Já, og ekki halda að við ætlum að láta gerandann borga nema brot af því sem þessi málarekstur hefur kostað þig. Fyrirsjáanlegar afleiðingar Afleiðingin af þessari stefnu verður sú að aðeins þeir sem eru nógu efnaðir til að mega við því að tapa 1-2 milljónum geta leyft sér þann munað að sækja rétt sinn vegna ærumeiðinga til dómstóla. Öðrum er sá kostur nauðugur að verja mannorð sitt með leðjuslag á internetinu. Nema auðvitað dómurum. Æra dómara er dýrmæt og má reikna með miskabótum eða jafnvel refsingu ef að henni er ómaklega vegið. Þeir sem taka slaginn utan dómstóla byrja svo á því svara í sömu mynt en auðvitað bindur það ekki endi á málið, gagnárása má vænta. Meiðyrðastríð getur auðveldlega undið uppá sig og þá skortir sjaldnast hugarflug sem telja sig eiga harma að hefna. Við getum reiknað með gagnkvæmum hefndaraðgerðum á borð við misnotkun á svæði óvinarins á samfélagsmiðlum, ósæmilegar myndbirtingar, fjárkúgun, hótanir, skemmdarverk og líkamsárásir. Ég er ósammála því, sem stundum er haldið fram, að réttarríkinu standi ógn af ærumeiðingum á internetinu. Það eru ekki meiðandi ummæli eða rógsherferðir sem slíkar sem ógna réttarríkinu. Það er aftur á móti mikill ábyrgðarhluti af handhöfum ríkisvaldsins að skirrast við að veita netdólgum aðhald og þar liggur ógnin. Þegar skipulegt neteinelti er annars vegar veita lögin litla vernd og mega þingmenn hundskammast sín fyrir að hafa enn ekki tekið á þeim vanda. Lögin veita þó vernd gegn árásum nafngreindra einstaklinga. Það er þó ekki annað að sjá en að Landsréttur hafi einsett sér að svipta borgarana því réttaröryggi sem felst í bótagreiðslum vegna ærumeiðinga. Réttarríki byggist á þeirri grundvallarreglu að réttur manna og skyldur ákvarðist af lögum en ekki geðþótta. Önnur grundvallarregla er sú að dómstólar eiga að veita lögunum áhrif með því að segja til um hvernig þeim skuli framfylgt í einstaka tilviki. Það liggur í hlutarins eðli að ef sá sem vinnur meiðyrðamál fyrir dómi verður að athlægi og situr uppi með tap fyrir vikið þá er sá réttur fyrir borð borinn. Og það er einmitt það sem er að gerast. Dómaframkvæmd Landsréttar felur í sér háðungarbætur vegna ærumeiðinga. Slíkir dómar letja ekki verulega til brota og eru til þess fallnir að valda þolendum sársauka og tjóni. Þessi dómaframkvæmd er ekki aðeins bagaleg, hún er svívirða sem vegur að rótum réttarríkisins. Höfundur er lögmaður.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun