Yfir 29 þúsund fiskar og nokkrir fuglar drápust í óveðrinu á Reykjanesi Eiður Þór Árnason skrifar 10. febrúar 2022 14:59 Dauðir fiskar í Stóru Sandvík. Hafró/Svanhildur Egilsdóttir Talið er að yfir 29 þúsund fiskar hafi drepist í óveðrinu sem gekk yfir aðfaranótt þriðjudags í Stóru Sandvík á vestanverðu Reykjanesi. Þá er talið að fuglar sem fundust í fjörunni hafi drepist af völdum óveðursins. Síðdegis á þriðjudag bárust stofnuninni fréttir af því að mikið hefði rekið af fiskum upp í Stóru Sandvík og á miðvikudagsmorgun mátu starfsmenn magn fisks í víkinni sem er um kílómetra löng. Frá þessu er greint á vef Hafrannsóknarstofnunar en í ljós kom að aðallega var um tegundina litla karfa að ræða, alls um 29 þúsund fiska sem voru á bilinu á bilinu 5 til 23 sentímetrar að stærð. Telur stofnunin þar um lágmarksfjölda að ræða þar sem sandur hafði fokið yfir eitthvað af smæsta fiskinum. Auk litla karfa fundust um 140 ljóskjöftur, tvær keilur, þorskur, ufsi, spærlingur og marsíli. Auk fiskanna voru í fjörunni nokkrir nýlega dauðir fuglar; fimm súlur, tvær langvíur, fýll og æðarfugl. Við Garðskagavita sást mikið upprót af þara og nokkrir tugir af litla karfa. Einnig fréttist af litla karfa í fjörunni í Sandgerði, við Sandhöfn norðan Hafnabergs og við Ísólfsskála við sunnanvert Reykjanes. Að sögn stofnunarinnar er hægt að fullyrða að rekinn sé ekki af völdum brottkasts því mest um sé að ræða það smáa fiska að þeir koma ekki í veiðarfæri fiskiskipa. Litli karfi sést ofar á myndinni og ljóskjafta fyrir neðan.Hafró Reykjanesbær Dýr Fuglar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira
Síðdegis á þriðjudag bárust stofnuninni fréttir af því að mikið hefði rekið af fiskum upp í Stóru Sandvík og á miðvikudagsmorgun mátu starfsmenn magn fisks í víkinni sem er um kílómetra löng. Frá þessu er greint á vef Hafrannsóknarstofnunar en í ljós kom að aðallega var um tegundina litla karfa að ræða, alls um 29 þúsund fiska sem voru á bilinu á bilinu 5 til 23 sentímetrar að stærð. Telur stofnunin þar um lágmarksfjölda að ræða þar sem sandur hafði fokið yfir eitthvað af smæsta fiskinum. Auk litla karfa fundust um 140 ljóskjöftur, tvær keilur, þorskur, ufsi, spærlingur og marsíli. Auk fiskanna voru í fjörunni nokkrir nýlega dauðir fuglar; fimm súlur, tvær langvíur, fýll og æðarfugl. Við Garðskagavita sást mikið upprót af þara og nokkrir tugir af litla karfa. Einnig fréttist af litla karfa í fjörunni í Sandgerði, við Sandhöfn norðan Hafnabergs og við Ísólfsskála við sunnanvert Reykjanes. Að sögn stofnunarinnar er hægt að fullyrða að rekinn sé ekki af völdum brottkasts því mest um sé að ræða það smáa fiska að þeir koma ekki í veiðarfæri fiskiskipa. Litli karfi sést ofar á myndinni og ljóskjafta fyrir neðan.Hafró
Reykjanesbær Dýr Fuglar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira