Er eitt stig af karlrembu í lagi? Anna Þorsteinsdóttir skrifar 13. febrúar 2022 22:31 „Já það má segja það, við erum ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, við erum að mæta karlrembu á hæsta stigi.“ Á þessum orðum Kristrúnar Heimisdóttur hefst greinin „Konur í knattspyrnu þurfa að berjast fyrir lífi sínu“ sem birtist í 2. tölublaði Skinfaxa árið 1991. Kristrún var á þessum tíma ritari Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna sem stofnað var árið 1990. Verkefni þessara samtaka voru svo sannarlega stór. Eitt af fyrstu baráttumálum samtakanna var að endurvekja íslenska kvennalandsliðið sem hafði verið lagt niður, einungis nokkrum árum eftir stofnun þess í kringum 1980. Baráttumál samtakanna voru mörg og sum þeirra eiga sem betur fer ekki við í dag. Á þessum tíma var föstum deildarleikjum kvenna frestað skyndilega vegna óvæntra heimaleikja karlaliðs í bikarkeppni eða vegna þess að það gleymdist hreinlega að boða dómara á kvennaleiki. Svo þurfti einnig að berjast fyrir því að mega nota eins takkaskó og karlarnir þegar spilað var á grasi. Í dag eru 31 ár síðan greinin kom út og það er ljóst að margt hefur áunnist í málefnum kvennaknattspyrnunnar á Íslandi. Það veit ég af eigin raun þar sem ég hóf minn knattspyrnuferil ári eftir að samtökin voru stofnuð og ákveðið var að snúa vörn í sókn eins og Kristrún segir í greininni. Það var gaman að alast upp í kvennafótbolta þegar við vorum í sókn en stundum getur verið erfitt að vera alltaf í sókn, sérstaklega þegar andstæðingurinn er hæsta stig af karlrembu. Smám saman dró því úr starfsemi samtakanna sem hefur nú ekki verið starfandi seinustu áratugi. Kannski ekki hæsta stig af karlrembu í dag en er eitt stig af karlrembu í lagi?Það var sláandi að lesa greinina og átta sig á því að allt of mörg baráttumál samtakanna árið 1991 eru að einhverju leyti enn baráttumál í dag. Í greininni er fjallað um skort á konum í stjórnum og þjálfun, orðræðu í kringum knattspyrnuna, dómaramál, leik- og æfingatíma, fjölmiðla, virðingu og mismunandi mat á árangri karla og kvennaliða. Þó svo að margt hafi breyst í þessum málum þá er potturinn enn brotinn á mörgum stöðum. Reyndar er potturinn svo brotinn að ég þurfti ekki að lesa þessa grein til að komast að því að við þurfum að gera betur. Við vorum nú þegar nokkrar konur úr ólíkum áttum fótboltans búnar að hópa okkur saman og komast að því að það er kominn tími. Það er kominn tími til að endurvekja samtökin sem hófu baráttuna fyrir þremur áratugum. Ekki vegna þess að við séum í vörn í dag heldur vegna þess að nú er meðbyr í samfélaginu. Nú er meðbyr með jafnrétti, nú er tækifæri til að stíga næstu skref og fara í sókn með öllu fótboltasamfélaginu. Það er kominn tími til að endurvekja samtökin en nú með öllum þeim sem vilja stuðla að jafnrétti. Samtök þar sem núverandi og fyrrverandi knattspyrnukonur, foreldrar og annað áhugafólk um jafnrétti og knattspyrnu sameinast um að klára verkið sem knattspyrnukonurnar byrjuðu á fyrir 32 árum. Við þurfum hagsmunasamtök fyrir konur í knattspyrnu sem hafa það markmið að auka samstöðu, sýnileika, jafnrétti og virðingu kvenna innan íþróttarinnar. Samtök sem eru hugsuð sem sameiningarafl í jafnréttisbaráttunni, jafnt innan knattspyrnuliðanna sem og hreyfingarinnar. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna verða formlega endurvakinn í Iðnó 25. febrúar 2022. Áhugasamir geta leitað nánari upplýsinga á Facebook hópnum Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna Höfundur er fyrrverandi knattspyrnukona og jafnréttissinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fótbolti Jafnréttismál KSÍ Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
„Já það má segja það, við erum ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, við erum að mæta karlrembu á hæsta stigi.“ Á þessum orðum Kristrúnar Heimisdóttur hefst greinin „Konur í knattspyrnu þurfa að berjast fyrir lífi sínu“ sem birtist í 2. tölublaði Skinfaxa árið 1991. Kristrún var á þessum tíma ritari Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna sem stofnað var árið 1990. Verkefni þessara samtaka voru svo sannarlega stór. Eitt af fyrstu baráttumálum samtakanna var að endurvekja íslenska kvennalandsliðið sem hafði verið lagt niður, einungis nokkrum árum eftir stofnun þess í kringum 1980. Baráttumál samtakanna voru mörg og sum þeirra eiga sem betur fer ekki við í dag. Á þessum tíma var föstum deildarleikjum kvenna frestað skyndilega vegna óvæntra heimaleikja karlaliðs í bikarkeppni eða vegna þess að það gleymdist hreinlega að boða dómara á kvennaleiki. Svo þurfti einnig að berjast fyrir því að mega nota eins takkaskó og karlarnir þegar spilað var á grasi. Í dag eru 31 ár síðan greinin kom út og það er ljóst að margt hefur áunnist í málefnum kvennaknattspyrnunnar á Íslandi. Það veit ég af eigin raun þar sem ég hóf minn knattspyrnuferil ári eftir að samtökin voru stofnuð og ákveðið var að snúa vörn í sókn eins og Kristrún segir í greininni. Það var gaman að alast upp í kvennafótbolta þegar við vorum í sókn en stundum getur verið erfitt að vera alltaf í sókn, sérstaklega þegar andstæðingurinn er hæsta stig af karlrembu. Smám saman dró því úr starfsemi samtakanna sem hefur nú ekki verið starfandi seinustu áratugi. Kannski ekki hæsta stig af karlrembu í dag en er eitt stig af karlrembu í lagi?Það var sláandi að lesa greinina og átta sig á því að allt of mörg baráttumál samtakanna árið 1991 eru að einhverju leyti enn baráttumál í dag. Í greininni er fjallað um skort á konum í stjórnum og þjálfun, orðræðu í kringum knattspyrnuna, dómaramál, leik- og æfingatíma, fjölmiðla, virðingu og mismunandi mat á árangri karla og kvennaliða. Þó svo að margt hafi breyst í þessum málum þá er potturinn enn brotinn á mörgum stöðum. Reyndar er potturinn svo brotinn að ég þurfti ekki að lesa þessa grein til að komast að því að við þurfum að gera betur. Við vorum nú þegar nokkrar konur úr ólíkum áttum fótboltans búnar að hópa okkur saman og komast að því að það er kominn tími. Það er kominn tími til að endurvekja samtökin sem hófu baráttuna fyrir þremur áratugum. Ekki vegna þess að við séum í vörn í dag heldur vegna þess að nú er meðbyr í samfélaginu. Nú er meðbyr með jafnrétti, nú er tækifæri til að stíga næstu skref og fara í sókn með öllu fótboltasamfélaginu. Það er kominn tími til að endurvekja samtökin en nú með öllum þeim sem vilja stuðla að jafnrétti. Samtök þar sem núverandi og fyrrverandi knattspyrnukonur, foreldrar og annað áhugafólk um jafnrétti og knattspyrnu sameinast um að klára verkið sem knattspyrnukonurnar byrjuðu á fyrir 32 árum. Við þurfum hagsmunasamtök fyrir konur í knattspyrnu sem hafa það markmið að auka samstöðu, sýnileika, jafnrétti og virðingu kvenna innan íþróttarinnar. Samtök sem eru hugsuð sem sameiningarafl í jafnréttisbaráttunni, jafnt innan knattspyrnuliðanna sem og hreyfingarinnar. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna verða formlega endurvakinn í Iðnó 25. febrúar 2022. Áhugasamir geta leitað nánari upplýsinga á Facebook hópnum Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna Höfundur er fyrrverandi knattspyrnukona og jafnréttissinni.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun