Framfarir í Garðabær byggja á nýsköpun Stella Stefánsdóttir skrifar 14. febrúar 2022 11:00 Ég hef skýra framtíðarsýn fyrir Garðabæ. Hún byggir á traustum fjárhag og nýsköpun í þjónustu og rekstri – sem kristallast í framsækinni þjónustu, velsæld íbúa á öllum aldri og fjölbreyttum lífsgæðum í nærumhverfinu. Mikilvægi nýsköpunar er óumdeilt og þarf að gera hátt undir höfði. Sveitarfélög þurfa líkt og aðrir að huga að nýsköpun í rekstri og þjónustu. Ég tel að nýsköpun ásamt traustum fjárhag séu lykilforsendur framfara í Garðabæ. Sveitarfélagið Garðabær hefur verið framsækið og leiðandi á ýmsum sviðum, en það er alltaf hægt að gera betur. Það þarf að hvetja til og styðja nýsköpun í rekstri og þjónustu á vegum sveitarfélagsins. Ekki aðeins í átaksverkefnum heldur þarf að skapa nýsköpunarmenningu og hvatningu í stjórnsýslunni. Nýsköpun getur ýtt undir framsækna þjónustu, aukið skilvirkni og bætt lausnir í stjórnsýslu, stutt við betri nýtingu skattfjár, velsæld íbúa og lífsgæði í nærumhverfinu. Samstarf um nýsköpun skilar oft hraðari ávinningi og skoða þarf tækifæri um samstarf með opnum huga. Skýrt dæmi um samstarf um nýsköpun er t.d. samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaga um starfræna umbreytingu sveitarfélaga sem er komin vel á veg. Það eru fjölmörg ónýtt tækifæri til að beita hugmyndafræði nýsköpunar hjá sveitarfélaginu, Garðabæ. Nýsköpun er mikilvæg til að leita nýrra leiða í velferðaþjónustu sem leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir sem auka vitund fólks um ábyrgð á eigin heilsu og umgjörð sem veitir öryggi í eigin búsetu. Nýsköpun getur stutt við framsækna þjónustu sveitarfélagsins með stuttum og skilvirkum boðleiðum í samskiptum og samtali. Nýsköpun getur ýtt undir framfarir í skólastarfi. Bæði til hagræðingar og umbóta í skólastarfi til að mæta þörfum framtíðarinnar og með innleiðingu nýsköpunar í námsefnið. Samstarf um nýsköpun gæti einnig stutt við framfarir í skipulagsmálum og við hönnun skóla, íþróttamannvirkja og opinna svæða. Þá getur nýsköpun stutt við þróun grænna lausna. Ýmsar áskoranir felast í ört vaxandi sveitarfélagi. Tryggja þarf framsýni og fyrirsjáanleika við uppbyggingu og aðlögun grunnþjónustu í nýjum og vaxandi hverfum. Skýrir nýsköpunarferlar geta stytt viðbragðstíma þegar bregðast þarf við breyttum aðstæðum. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stella Stefánsdóttir Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Ég hef skýra framtíðarsýn fyrir Garðabæ. Hún byggir á traustum fjárhag og nýsköpun í þjónustu og rekstri – sem kristallast í framsækinni þjónustu, velsæld íbúa á öllum aldri og fjölbreyttum lífsgæðum í nærumhverfinu. Mikilvægi nýsköpunar er óumdeilt og þarf að gera hátt undir höfði. Sveitarfélög þurfa líkt og aðrir að huga að nýsköpun í rekstri og þjónustu. Ég tel að nýsköpun ásamt traustum fjárhag séu lykilforsendur framfara í Garðabæ. Sveitarfélagið Garðabær hefur verið framsækið og leiðandi á ýmsum sviðum, en það er alltaf hægt að gera betur. Það þarf að hvetja til og styðja nýsköpun í rekstri og þjónustu á vegum sveitarfélagsins. Ekki aðeins í átaksverkefnum heldur þarf að skapa nýsköpunarmenningu og hvatningu í stjórnsýslunni. Nýsköpun getur ýtt undir framsækna þjónustu, aukið skilvirkni og bætt lausnir í stjórnsýslu, stutt við betri nýtingu skattfjár, velsæld íbúa og lífsgæði í nærumhverfinu. Samstarf um nýsköpun skilar oft hraðari ávinningi og skoða þarf tækifæri um samstarf með opnum huga. Skýrt dæmi um samstarf um nýsköpun er t.d. samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaga um starfræna umbreytingu sveitarfélaga sem er komin vel á veg. Það eru fjölmörg ónýtt tækifæri til að beita hugmyndafræði nýsköpunar hjá sveitarfélaginu, Garðabæ. Nýsköpun er mikilvæg til að leita nýrra leiða í velferðaþjónustu sem leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir sem auka vitund fólks um ábyrgð á eigin heilsu og umgjörð sem veitir öryggi í eigin búsetu. Nýsköpun getur stutt við framsækna þjónustu sveitarfélagsins með stuttum og skilvirkum boðleiðum í samskiptum og samtali. Nýsköpun getur ýtt undir framfarir í skólastarfi. Bæði til hagræðingar og umbóta í skólastarfi til að mæta þörfum framtíðarinnar og með innleiðingu nýsköpunar í námsefnið. Samstarf um nýsköpun gæti einnig stutt við framfarir í skipulagsmálum og við hönnun skóla, íþróttamannvirkja og opinna svæða. Þá getur nýsköpun stutt við þróun grænna lausna. Ýmsar áskoranir felast í ört vaxandi sveitarfélagi. Tryggja þarf framsýni og fyrirsjáanleika við uppbyggingu og aðlögun grunnþjónustu í nýjum og vaxandi hverfum. Skýrir nýsköpunarferlar geta stytt viðbragðstíma þegar bregðast þarf við breyttum aðstæðum. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun