Bjargaði konu í blindbyl í gær og stráknum í sprungunni í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2022 16:39 Það má með sanni segja að Hreinn Heiðar Jóhannsson hafi verið réttur maður á réttum stað. Vísir Hreinn Heiðar Jóhannsson, gröfumaður og björgunarsveitarmaður, brást skjótt við þegar hann heyrði konu á Þingvöllum kalla eftir hjálp. Strákur á leikskólaldri hafði fallið ofan í sprungu. Það var á öðrum tímanum í dag sem boð bárust viðbragðsaðilum. Slysið varð rétt við Hakið, þjónustumiðstöðin á Þingvöllum, en nokkuð var um ferðamenn á svæðinu jafnvel þótt Mosfellsheiðin hefði verið lokuð þangað til upp úr klukkan eitt. „Ég var að moka planið hjá Hakinu. Svo kemur bara einhver kona hlaupandi að mér og gargar að það hafi orðið eitthvað slys,“ segir Hreinn Heiðar í samtali við Vísi. Hann segist ekki hafa áttað sig fyrst á því hvað hefði gerst en um leið og hann sá vettvanginn þekkti hann sprunguna. Rætt var við Hrein Heiðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sjá má viðtalið í fullri lengd neðst í fréttinni. Festi sig í gröfuna og lét sig síga niður „Ég náði í gröfuna, setti festur í hana og lét mig síga niður,“ segir Hreinn Hreiðar eins og ekkert sé eðlilegra. Ekki ónýtt að hafa vanan björgunarsveitarmann á svæðinu en Hreinn Hreiðar hefur verið virkur í starfi björgunarsveita frá því á unglingsaldri. Sjálfur var hann með keðju og félagi hans með spotta. Þeir hafi tengt allt saman til að geta græjað sig. Hreinn hafði reynt að ná sambandi við strákinn en ekki náð sambandi við hann. Þegar hann var búinn að láta sig síga um hálfa leið niður heyrðist í þeim litla. „Hann var bara hræddur greyið,“ segir Hreinn sem kom sér fyrir hjá þeim unga. „Hann var svo skelkaður. Þegar ég hafði róað hann þá gat ég skoðað hvort hann væri slasaður.“ Útsýnispallurinn við Hakið. Hreinn Heiðar telur líklegt að sá litli hafi ætlað að hlaupa út á útsýnispallinn til móður sinnar þegar hann féll ofan í sprunguna.Vísir/Vilhelm Beið með stráknum eftir frekari aðstoð Þrátt fyrir að sprungan væri líklega sjö til átta metra djúp virtist strákurinn hafa sloppið vel. Munaði þar miklu að hann hafði lent á nokkrum mjúkum snjóstöllum á leiðinni. Hreinn segist hafa metið stöðuna þannig að halda kyrru fyrir með strákunum á meðan slökkvilið og björgunaraðilar kæmu á svæðið. Þá var lína látin síga niður og drengurinn kominn aftur í faðm fjölskyldunnar. Um var að ræða fjögurra manna fjölskyldu frá Norðurlöndunum að sögn Hreins. Þegar Vísir náði tali af Hreini um fjögurleytið var hann kominn aftur í vinnuna, byrjaður að moka og átti von á því að vera áfram á svæðinu fram eftir degi. „Það er bara að fylla gröfuna af olíu og halda áfram,“ segir Hreinn en dregur svo aðeins úr. Ekki sé um hefðbundinn dag að ræða, og þó. Það kemur nefnilega upp úr krafsinu að Hreinn er meðlimur í björgunarsveitinni Ingunni á Laugarvatni, sem sinnti verkefni í fyrrinótt þar sem konu var bjargað þar sem hún hafði villst af leið á Lyngdalsheiði um miðja nótt. „Ég var reyndar fyrstur á vettvang þar líka,“ segir Hreinn Hreiðar sem var á leiðinni í vinnuna á sjötta tímanum þann morgunin. Þar var á ferðinni námshópur úr Háskóla Íslands sem var í för með kennara í þeim tilgangi að gista í snjóhúsi. Konunni varð svo kalt um nóttina að hún ætlaði að hörfa í bíl sinn í um kílómetra fjarlægð en villtist af leið. „Já, það er búið að vera nóg að gera,“ viðurkennir Hreinn Heiðar að lokum. Horfa má á viðtalið við Hrein Heiðar í fullri lengd í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bjargaði strák úr sprungu í dag og konu í blindbyl í gær Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Þingvellir Tengdar fréttir Barnið komið upp úr sprungunni og aðgerðir afturkallaðar Betur fór en á horfðist þegar barn féll í sprungu nærri Hakinu, þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum, á öðrum tímanum í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks var kallað út og þyrla Gæslunnar ræst út. 15. febrúar 2022 13:58 Fannst eftir tveggja tíma næturgöngu í blindbyl á Lyngdalsheiði Björgunarsveitunum Ingunni á Laugarvatni og Tintron í Grímsnesi barst útkall kl 5:22 í morgun. Þá hafði kona nokkur óskað eftir aðstoð. Hún var á göngu í blindbyl og týnd. 14. febrúar 2022 12:47 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Það var á öðrum tímanum í dag sem boð bárust viðbragðsaðilum. Slysið varð rétt við Hakið, þjónustumiðstöðin á Þingvöllum, en nokkuð var um ferðamenn á svæðinu jafnvel þótt Mosfellsheiðin hefði verið lokuð þangað til upp úr klukkan eitt. „Ég var að moka planið hjá Hakinu. Svo kemur bara einhver kona hlaupandi að mér og gargar að það hafi orðið eitthvað slys,“ segir Hreinn Heiðar í samtali við Vísi. Hann segist ekki hafa áttað sig fyrst á því hvað hefði gerst en um leið og hann sá vettvanginn þekkti hann sprunguna. Rætt var við Hrein Heiðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sjá má viðtalið í fullri lengd neðst í fréttinni. Festi sig í gröfuna og lét sig síga niður „Ég náði í gröfuna, setti festur í hana og lét mig síga niður,“ segir Hreinn Hreiðar eins og ekkert sé eðlilegra. Ekki ónýtt að hafa vanan björgunarsveitarmann á svæðinu en Hreinn Hreiðar hefur verið virkur í starfi björgunarsveita frá því á unglingsaldri. Sjálfur var hann með keðju og félagi hans með spotta. Þeir hafi tengt allt saman til að geta græjað sig. Hreinn hafði reynt að ná sambandi við strákinn en ekki náð sambandi við hann. Þegar hann var búinn að láta sig síga um hálfa leið niður heyrðist í þeim litla. „Hann var bara hræddur greyið,“ segir Hreinn sem kom sér fyrir hjá þeim unga. „Hann var svo skelkaður. Þegar ég hafði róað hann þá gat ég skoðað hvort hann væri slasaður.“ Útsýnispallurinn við Hakið. Hreinn Heiðar telur líklegt að sá litli hafi ætlað að hlaupa út á útsýnispallinn til móður sinnar þegar hann féll ofan í sprunguna.Vísir/Vilhelm Beið með stráknum eftir frekari aðstoð Þrátt fyrir að sprungan væri líklega sjö til átta metra djúp virtist strákurinn hafa sloppið vel. Munaði þar miklu að hann hafði lent á nokkrum mjúkum snjóstöllum á leiðinni. Hreinn segist hafa metið stöðuna þannig að halda kyrru fyrir með strákunum á meðan slökkvilið og björgunaraðilar kæmu á svæðið. Þá var lína látin síga niður og drengurinn kominn aftur í faðm fjölskyldunnar. Um var að ræða fjögurra manna fjölskyldu frá Norðurlöndunum að sögn Hreins. Þegar Vísir náði tali af Hreini um fjögurleytið var hann kominn aftur í vinnuna, byrjaður að moka og átti von á því að vera áfram á svæðinu fram eftir degi. „Það er bara að fylla gröfuna af olíu og halda áfram,“ segir Hreinn en dregur svo aðeins úr. Ekki sé um hefðbundinn dag að ræða, og þó. Það kemur nefnilega upp úr krafsinu að Hreinn er meðlimur í björgunarsveitinni Ingunni á Laugarvatni, sem sinnti verkefni í fyrrinótt þar sem konu var bjargað þar sem hún hafði villst af leið á Lyngdalsheiði um miðja nótt. „Ég var reyndar fyrstur á vettvang þar líka,“ segir Hreinn Hreiðar sem var á leiðinni í vinnuna á sjötta tímanum þann morgunin. Þar var á ferðinni námshópur úr Háskóla Íslands sem var í för með kennara í þeim tilgangi að gista í snjóhúsi. Konunni varð svo kalt um nóttina að hún ætlaði að hörfa í bíl sinn í um kílómetra fjarlægð en villtist af leið. „Já, það er búið að vera nóg að gera,“ viðurkennir Hreinn Heiðar að lokum. Horfa má á viðtalið við Hrein Heiðar í fullri lengd í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bjargaði strák úr sprungu í dag og konu í blindbyl í gær Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Þingvellir Tengdar fréttir Barnið komið upp úr sprungunni og aðgerðir afturkallaðar Betur fór en á horfðist þegar barn féll í sprungu nærri Hakinu, þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum, á öðrum tímanum í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks var kallað út og þyrla Gæslunnar ræst út. 15. febrúar 2022 13:58 Fannst eftir tveggja tíma næturgöngu í blindbyl á Lyngdalsheiði Björgunarsveitunum Ingunni á Laugarvatni og Tintron í Grímsnesi barst útkall kl 5:22 í morgun. Þá hafði kona nokkur óskað eftir aðstoð. Hún var á göngu í blindbyl og týnd. 14. febrúar 2022 12:47 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Barnið komið upp úr sprungunni og aðgerðir afturkallaðar Betur fór en á horfðist þegar barn féll í sprungu nærri Hakinu, þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum, á öðrum tímanum í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks var kallað út og þyrla Gæslunnar ræst út. 15. febrúar 2022 13:58
Fannst eftir tveggja tíma næturgöngu í blindbyl á Lyngdalsheiði Björgunarsveitunum Ingunni á Laugarvatni og Tintron í Grímsnesi barst útkall kl 5:22 í morgun. Þá hafði kona nokkur óskað eftir aðstoð. Hún var á göngu í blindbyl og týnd. 14. febrúar 2022 12:47