Blóðpeningar Ólafur Róbert Rafnsson skrifar 16. febrúar 2022 11:00 Töluvert hefur verið til umfjöllunar sú iðja að taka blóð úr fylfullum merum í þeim tilgangi að búa til hormón sem m.a. notað er til að auka frjósemi gylta. Í heimildaþætti sem sýndur var í Þýskalandi var farið ítarlega yfir þetta mál þar í landi. Hormón sem er búið til á Íslandi úr blóði fylfullra hryssa er einmitt notað í svínarækt á meginlandinu. Sú dökka mynd sem þar er dregin fram af gyltum sem liggja á hliðinni allt sitt lífskeið, með fleiri grísi en þær hafa spena og gjóta þrisvar sinnum á ári. Gylturnar eru notaðar í ca. þrjú ár og svo tekur næsta við og svo koll af kolli. Þetta mál og tengingin við Ísland kemur í kjölfarið á heimildamynd frá alþjóðlegum dýraverndunarsamtökum um blóðmerabúskap sem hefur verið stundaður á Íslandi í rúmlega fjóra áratugi. Hvað er hver hryssa að skila í krónum til framleiðanda? Í grein sem birtist í Dagblaðinu þann 10. desember 1979 var fjallað um nýja útflutningsgrein með yfirskriftinni „Hrossabændur þinga um nýja útflutningsgrein“ Þar var þetta mál rætt í framhaldi af tilraunum með blóðsöfnun úr fylfullum hryssum á vegum fyrirtækisins G. Ólafsson hf. Kaupandi var danskt lyfjafyrirtæki í þá tíma sem vann hormónið úr blóðinu til að nýta til lyfjaframleiðslu. Samkvæmt þessari grein var talið að hægt væri að taka allt að 5 lítra af blóði í senn, 5 sinnum á hverju tímabili og að hver hryssa myndi skila um 38þ ísk. Samkvæmt greininni er ekki talið að þetta skaði hryssurnar en áréttað að viðhafa þurfi strangt eftirlit með því að reglum dýralæknis og lyfjafyrirtækisins sé framfylgt. Nú eru hámarksviðmið 8 skipti en ekki 5 þannig að magnsöfnun hefur á einhverjum tíma verið breytt, skiptum fjölgað og þar með heildarumfangi sem safnað er úr hverri hryssu frá 25 lítrum í 40. Gera má ráð fyrir því að heildarblóðmagn hryssunnar er 35-37 lítrar. Þetta þýðir að þær þurfa að endurnýja allt blóðmagn og gott betur (8-15 lítrum meira) innan tveggja mánaðar tímabils! Hvenær var því breytt að auka magn blóðs? Þetta er veruleg aukning og hefur mér ekki tekist að afla gagna um hvenær og hvar sú ákvörðun var tekin. Í dag eru blóðbændur að fá nánast sama verð nú og fyrir um 40 árum síðan og hefur Samkeppniseftirlitið fengið formlega kvörtun vegna samninga við vinnsluaðila blóðsins. Í ár fengu bændur 9.329 kr. fyrir einingu í flokki F5, 11.196 kr. fyrir flokk H og 12.311 kr. fyrir flokk H2.* Verðlag reiknað miðað við reiknivél Hagstofunnar frá 1997 til 2022 Vert er að hafa í huga að það er ekki uppgefið hvort þessar tölur séu með eða án virðisaukaskatts. Ef hver bóndi er að fá sama verð í 40 ár fyrir þessa afurð hlítur maður að spyrja sig að því hvort og hversu arðbær þessi grein sé fyrir bændur. Hvað kostar að framleiða blóðið og koma því í verð? Hvað kostar að halda einni meri á lífi á ári? Samkvæmt RML þá voru forsendur þær að markaðsverð á hestaheyi haustið 2007 hafi verið 3.500 kr. fyrir eina rúllu og einn hestur borðar 2/3 sem gera þá 2.500 kr. Sé bætt við kostnaði við vélavinnu og eftirliti með einum hesti er það á þessum tíma áætlað 3.500 kr. einnig á mánuði. Þessir útreikningar sýna fram á að það kosti 7.000 kr. að fóðra einn hest á mánuði yfir vetrartíma. Áætlaður kostnaður við sumarbeit var 1.000 kr. per. hest. Árlegur kostnaður við fóðrun og hagagöngu samkvæmt Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins er á bilinu 40-60 þúsund krónur samkvæmt útreikningum sem gerðir voru árið 2008. Þá á eftir að gera ráð fyrir kostnaði við sjálfa blóðtökuna, laun þeirra sem vinna við smölun, rekstur ökutækja og vinnu við framkvæmd blóðtökunnar sem og dýralæknakostnað. Gera má ráð fyrir því að framleiðslukostnaður hafi hækkað töluvert frá árinu 2008. Í dag mætti áætla að ein rúlla kosti á bilinu frá 6-8 þúsund kr. og líklegt má telja að kostnaður muni aukast verulega komandi ár vegna hækkunar aðfanga eins og áburðar og olíu. Sé reiknað með 30% verðhækkun rekstrarkostnaðar sem RML gerði ráð fyrir árið 2008 að yrði hækkun næsta árs. s.s. 2009, mætti áætla að árlegur kostnaður fyrir einn hest væri um 80.000 og er frekar líklegt að þessi kostnaður sé meiri nú en 2009. *Allar þessar tölur hér að ofan eru án virðisaukaskatts. Hver er þá raunveruleg framlegð við þessa iðju? Ef reiknað er meðalverð sem fæst fyrir blóð úr einni hryssu 87.500 kr. og það kostar um 80.000 kr. að halda henni á lífi þá er framlegð fyrir eina meri einungis 7.500 kr. Í þessum útreikningum er ekki er gert ráð fyrir kostnaði og vinnu við ormalyfsgjöf, hófhirðu dýralæknakostað eða kostnað vegna vinnu og aðbúnað vegna blóðtöku. Þá er ótalinn kostnaður eins og að viðhalda stofni blóðmera, því kaupa þarf hryssur eða nota þær sem fæðast en ekki má byrja að fylja þær fyrr en á fjórða vetri o.m.fl. Þessar tölur miða ekki við núverandi verðlag eða verðlagshækkanir frá 2009 til dagsins í dag eða komandi ára og má telja að þessi kostnaður sé töluvert meiri og því má ætla að framlegð sé í mínus. Niðurstaðan mín er miðað við þessar forsendur sú að ég get ekki með nokkru móti séð að þessi blóðmerabúskapur standi undir sér og sorglegt að verða vitni af því að þetta sé yfir höfuð stundað hér á landi. Höfundur er hestamaður og starfar sem ráðgjafi í áhættustjórnun og upplýsingaöryggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Blóðmerahald Dýraheilbrigði Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Töluvert hefur verið til umfjöllunar sú iðja að taka blóð úr fylfullum merum í þeim tilgangi að búa til hormón sem m.a. notað er til að auka frjósemi gylta. Í heimildaþætti sem sýndur var í Þýskalandi var farið ítarlega yfir þetta mál þar í landi. Hormón sem er búið til á Íslandi úr blóði fylfullra hryssa er einmitt notað í svínarækt á meginlandinu. Sú dökka mynd sem þar er dregin fram af gyltum sem liggja á hliðinni allt sitt lífskeið, með fleiri grísi en þær hafa spena og gjóta þrisvar sinnum á ári. Gylturnar eru notaðar í ca. þrjú ár og svo tekur næsta við og svo koll af kolli. Þetta mál og tengingin við Ísland kemur í kjölfarið á heimildamynd frá alþjóðlegum dýraverndunarsamtökum um blóðmerabúskap sem hefur verið stundaður á Íslandi í rúmlega fjóra áratugi. Hvað er hver hryssa að skila í krónum til framleiðanda? Í grein sem birtist í Dagblaðinu þann 10. desember 1979 var fjallað um nýja útflutningsgrein með yfirskriftinni „Hrossabændur þinga um nýja útflutningsgrein“ Þar var þetta mál rætt í framhaldi af tilraunum með blóðsöfnun úr fylfullum hryssum á vegum fyrirtækisins G. Ólafsson hf. Kaupandi var danskt lyfjafyrirtæki í þá tíma sem vann hormónið úr blóðinu til að nýta til lyfjaframleiðslu. Samkvæmt þessari grein var talið að hægt væri að taka allt að 5 lítra af blóði í senn, 5 sinnum á hverju tímabili og að hver hryssa myndi skila um 38þ ísk. Samkvæmt greininni er ekki talið að þetta skaði hryssurnar en áréttað að viðhafa þurfi strangt eftirlit með því að reglum dýralæknis og lyfjafyrirtækisins sé framfylgt. Nú eru hámarksviðmið 8 skipti en ekki 5 þannig að magnsöfnun hefur á einhverjum tíma verið breytt, skiptum fjölgað og þar með heildarumfangi sem safnað er úr hverri hryssu frá 25 lítrum í 40. Gera má ráð fyrir því að heildarblóðmagn hryssunnar er 35-37 lítrar. Þetta þýðir að þær þurfa að endurnýja allt blóðmagn og gott betur (8-15 lítrum meira) innan tveggja mánaðar tímabils! Hvenær var því breytt að auka magn blóðs? Þetta er veruleg aukning og hefur mér ekki tekist að afla gagna um hvenær og hvar sú ákvörðun var tekin. Í dag eru blóðbændur að fá nánast sama verð nú og fyrir um 40 árum síðan og hefur Samkeppniseftirlitið fengið formlega kvörtun vegna samninga við vinnsluaðila blóðsins. Í ár fengu bændur 9.329 kr. fyrir einingu í flokki F5, 11.196 kr. fyrir flokk H og 12.311 kr. fyrir flokk H2.* Verðlag reiknað miðað við reiknivél Hagstofunnar frá 1997 til 2022 Vert er að hafa í huga að það er ekki uppgefið hvort þessar tölur séu með eða án virðisaukaskatts. Ef hver bóndi er að fá sama verð í 40 ár fyrir þessa afurð hlítur maður að spyrja sig að því hvort og hversu arðbær þessi grein sé fyrir bændur. Hvað kostar að framleiða blóðið og koma því í verð? Hvað kostar að halda einni meri á lífi á ári? Samkvæmt RML þá voru forsendur þær að markaðsverð á hestaheyi haustið 2007 hafi verið 3.500 kr. fyrir eina rúllu og einn hestur borðar 2/3 sem gera þá 2.500 kr. Sé bætt við kostnaði við vélavinnu og eftirliti með einum hesti er það á þessum tíma áætlað 3.500 kr. einnig á mánuði. Þessir útreikningar sýna fram á að það kosti 7.000 kr. að fóðra einn hest á mánuði yfir vetrartíma. Áætlaður kostnaður við sumarbeit var 1.000 kr. per. hest. Árlegur kostnaður við fóðrun og hagagöngu samkvæmt Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins er á bilinu 40-60 þúsund krónur samkvæmt útreikningum sem gerðir voru árið 2008. Þá á eftir að gera ráð fyrir kostnaði við sjálfa blóðtökuna, laun þeirra sem vinna við smölun, rekstur ökutækja og vinnu við framkvæmd blóðtökunnar sem og dýralæknakostnað. Gera má ráð fyrir því að framleiðslukostnaður hafi hækkað töluvert frá árinu 2008. Í dag mætti áætla að ein rúlla kosti á bilinu frá 6-8 þúsund kr. og líklegt má telja að kostnaður muni aukast verulega komandi ár vegna hækkunar aðfanga eins og áburðar og olíu. Sé reiknað með 30% verðhækkun rekstrarkostnaðar sem RML gerði ráð fyrir árið 2008 að yrði hækkun næsta árs. s.s. 2009, mætti áætla að árlegur kostnaður fyrir einn hest væri um 80.000 og er frekar líklegt að þessi kostnaður sé meiri nú en 2009. *Allar þessar tölur hér að ofan eru án virðisaukaskatts. Hver er þá raunveruleg framlegð við þessa iðju? Ef reiknað er meðalverð sem fæst fyrir blóð úr einni hryssu 87.500 kr. og það kostar um 80.000 kr. að halda henni á lífi þá er framlegð fyrir eina meri einungis 7.500 kr. Í þessum útreikningum er ekki er gert ráð fyrir kostnaði og vinnu við ormalyfsgjöf, hófhirðu dýralæknakostað eða kostnað vegna vinnu og aðbúnað vegna blóðtöku. Þá er ótalinn kostnaður eins og að viðhalda stofni blóðmera, því kaupa þarf hryssur eða nota þær sem fæðast en ekki má byrja að fylja þær fyrr en á fjórða vetri o.m.fl. Þessar tölur miða ekki við núverandi verðlag eða verðlagshækkanir frá 2009 til dagsins í dag eða komandi ára og má telja að þessi kostnaður sé töluvert meiri og því má ætla að framlegð sé í mínus. Niðurstaðan mín er miðað við þessar forsendur sú að ég get ekki með nokkru móti séð að þessi blóðmerabúskapur standi undir sér og sorglegt að verða vitni af því að þetta sé yfir höfuð stundað hér á landi. Höfundur er hestamaður og starfar sem ráðgjafi í áhættustjórnun og upplýsingaöryggi.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun