Rekinn úr húsi fyrir að labba á dómarann Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2022 07:27 Chris Paul gengur af velli í leiknum við Houston Rockets í Phoenix í nótt. AP/Matt York Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í nótt þar sem flautuþristur tryggði Denver Nuggets sigur á Golden State Warriors, LeBron James leiddi LA Lakers í sterkum sigri á Utah Jazz, og Phoenix Suns héldu áfram að vinna þrátt fyrir að Chris Paul væri rekinn úr húsi. Phoenix vann sinn sjöunda leik í röð í nótt og er með langbesta sigurhlutfallið í deildinni, eða 48 sigra og aðeins 10 töp. Liðið vann Portland Trail Blazers í spennuleik, 124-121, þrátt fyrir að missa Paul af velli. Phoenix var undir, 71-65, þegar Paul missti stjórn á skapi sínu í þriðja leikhluta. Hann fékk fyrst tæknivillu fyrir kjaftbrúk og var greinilega enn óánægður því hann labbaði utan í dómarann J. T. Orr nokkrum sekúndum síðar, fékk þá aðra tæknivillu og hafði þar með lokið leik. The full sequence of Chris Paul's ejection pic.twitter.com/jv5jc8kyCV— Bally Sports Arizona (@BALLYSPORTSAZ) February 17, 2022 Paul hafði fengið högg á höndina og hélt um hana en ekki er talið að meiðslin séu alvarleg. LeBron James skoraði 15 af 33 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar LA Lakers unnu sterkan sigur á Utah Jazz, 106-101, þrátt fyrir meiðsli Anthony Davis. Lakers voru 92-80 undir um miðjan fjórða leikhluta en James fór á kostum og skoraði síðustu tíu stigin í 19-4 áhlaupi heimamanna sem þar með unnu liðið í 4. sæti vesturdeildarinnar. Lakers eru í 9. sæti. LeBron spins and finishes for his 25th point of the night on ESPNHe has now scored 25 PTS in 23 straight games pic.twitter.com/tAW9FjwyaQ— NBA (@NBA) February 17, 2022 Stjarna næturinnar var aftur á móti Monte Morris sem setti niður flautuþrist, yfir Stephen Curry, og tryggði Denver Nuggets 117-116 sigur á Golden State Warriors. MONTE MORRIS KNOCKS DOWN THE #TissotBuzzerBeater, WINNING IT FOR THE @nuggets! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/oYHsygvuUK— NBA (@NBA) February 17, 2022 Curry var nýbúinn að skora yfir Morris þegar aðeins 5,9 sekúndur voru eftir af leiknum, og endaði með 25 stig. Nikola Jokic skoraði 35 stig og tók 17 fráköst fyrir Denver sem vann sinn fimmta sigur í síðustu sex leikjum og er í 6. sæti vesturdeildarinnar en Golden State er í 2. sæti. Úrslitin í nótt: Orlando 109-130 Atlanta Boston 111-112 Detroit Indiana 113-108 Washington New York 106-111 Brooklyn Chicago 125-118 Sacramento Memphis 119-123 Portland Minnesota 91-103 Toronto Oklahoma 106-114 San Antonio Phoenix 124-121 Houston Golden State 116-117 Denver LA Lakers 106-101 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Lögmál leiksins Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
Phoenix vann sinn sjöunda leik í röð í nótt og er með langbesta sigurhlutfallið í deildinni, eða 48 sigra og aðeins 10 töp. Liðið vann Portland Trail Blazers í spennuleik, 124-121, þrátt fyrir að missa Paul af velli. Phoenix var undir, 71-65, þegar Paul missti stjórn á skapi sínu í þriðja leikhluta. Hann fékk fyrst tæknivillu fyrir kjaftbrúk og var greinilega enn óánægður því hann labbaði utan í dómarann J. T. Orr nokkrum sekúndum síðar, fékk þá aðra tæknivillu og hafði þar með lokið leik. The full sequence of Chris Paul's ejection pic.twitter.com/jv5jc8kyCV— Bally Sports Arizona (@BALLYSPORTSAZ) February 17, 2022 Paul hafði fengið högg á höndina og hélt um hana en ekki er talið að meiðslin séu alvarleg. LeBron James skoraði 15 af 33 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar LA Lakers unnu sterkan sigur á Utah Jazz, 106-101, þrátt fyrir meiðsli Anthony Davis. Lakers voru 92-80 undir um miðjan fjórða leikhluta en James fór á kostum og skoraði síðustu tíu stigin í 19-4 áhlaupi heimamanna sem þar með unnu liðið í 4. sæti vesturdeildarinnar. Lakers eru í 9. sæti. LeBron spins and finishes for his 25th point of the night on ESPNHe has now scored 25 PTS in 23 straight games pic.twitter.com/tAW9FjwyaQ— NBA (@NBA) February 17, 2022 Stjarna næturinnar var aftur á móti Monte Morris sem setti niður flautuþrist, yfir Stephen Curry, og tryggði Denver Nuggets 117-116 sigur á Golden State Warriors. MONTE MORRIS KNOCKS DOWN THE #TissotBuzzerBeater, WINNING IT FOR THE @nuggets! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/oYHsygvuUK— NBA (@NBA) February 17, 2022 Curry var nýbúinn að skora yfir Morris þegar aðeins 5,9 sekúndur voru eftir af leiknum, og endaði með 25 stig. Nikola Jokic skoraði 35 stig og tók 17 fráköst fyrir Denver sem vann sinn fimmta sigur í síðustu sex leikjum og er í 6. sæti vesturdeildarinnar en Golden State er í 2. sæti. Úrslitin í nótt: Orlando 109-130 Atlanta Boston 111-112 Detroit Indiana 113-108 Washington New York 106-111 Brooklyn Chicago 125-118 Sacramento Memphis 119-123 Portland Minnesota 91-103 Toronto Oklahoma 106-114 San Antonio Phoenix 124-121 Houston Golden State 116-117 Denver LA Lakers 106-101 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Orlando 109-130 Atlanta Boston 111-112 Detroit Indiana 113-108 Washington New York 106-111 Brooklyn Chicago 125-118 Sacramento Memphis 119-123 Portland Minnesota 91-103 Toronto Oklahoma 106-114 San Antonio Phoenix 124-121 Houston Golden State 116-117 Denver LA Lakers 106-101 Utah
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira