Þvertaka fyrir að sérsveitin hafi miðað byssu á íbúa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2022 16:06 Sigurður Kristján Grímlaugsson tjáði fréttastofu í gær að atvikið hefði verið gríðarlega óþægilegt. Vísir/Vilhelm/Aðsend Samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra þvertekur fyrir að sérsveitarmaður hafi beint vopni að húsráðanda við húsleit í Kórahverfinu í Kópavogi aðfaranótt fimmtudagsins 10. febrúar. Íbúi fullyrti í viðtali á Vísi í gær að sérsveitarmaður hefði miðað á hann vopni. Um var að ræða aðgerðir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem leitað var að skotmanni sem skaut og særði par í Grafarholtinu í Reykjavík. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til að aðstoða við leitina að skotmanninum. Leitin fór meðal annars fram í Kórahverfinu. Sigurður Kristján Grímlaugsson, íbúi í fjölbýlishúsi í Kórahverfinu, lýsti því í viðtali við Vísi í gær þegar hann var vakinn á sjötta tímanum af þremur sérsveitarmönnum. Hann hafi verið heima ásamt konu sinni og tveimur ungum strákum. Öll hafi verið sofandi en eiginkona hans vaknaði við símhringingu frá lögreglu. Sigurður Kristján lýsti atburðarásinni í viðtalinu í gær og þar kom meðal annars fram að einn sérsveitarmaður hafi miðað á hann byssu. Þeir hafi ítrekað spurt hann út í byssumanninn. Samræðurnar hafi farið fram og til baka en hann hafi á endanum orðið pirraður. „Svo ætla ég bara að standa upp og er kominn með nóg og þá er ég sleginn með skildinum í bringuna þannig að ég dett aftur í rúmið.“ Sigurður segir að sérsveitarmennirnir hafi haldið því fram að meintur byssumaður væri með skráða búsetu í íbúð þeirra. Þegar hann grennslaðist fyrir daginn eftir kannaðist Þjóðskrá ekki við málið og í ljós hafi komið að engin gögn væru til um búsetu meinta byssumannsins í íbúðinni. Í tilkynningu frá lögreglu segir hins vegar að meintur skotmaður hafi verið skráður til heimilis í húsinu í kerfum lögreglu. „Lögreglan hafði símasamband við húsráðanda í þessari íbúð og honum var tjáð að lögreglan væri að leita að meintum skotmanni sem væri skráður þarna til heimilis. Sérveitarmenn voru meðvitaðir um að börn væru inni í íbúðinni og fóru því með séstakri aðgát. Húsráðandi hitti fjóra sérsveitarmenn á stigagangi hússins og tjáði þeim að grunaður skotmaður væri ekki inni í íbúðinni og hleypti þeim inn í íbúðina til þess að staðfesta það,“ segir í tilkynningunni. Þrír sérsveitarmenn hafi farið inn í íbúðina til þess að staðfesta að karlmaður, sem var þar inni, væri ekki meintur skotmaður. Að því loknu hafi sérsveitin yfirgefið vettvang en lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu verið áfram á svæðinu. „Þeir sérsveitarmenn sem fóru inn í íbúðina beindu aldrei vopni að neinum sem var þar inni. Það er hins vegar vel skiljanlegt að sá sem vaknar upp af svefni og sér sérsveitarmenn í fullum aðgerðargalla inni hjá sé brugðið. Fulltrúar embættis ríkislögreglustjóra leggja sig fram við að koma fram af virðingu við samborgara sína í öllum verkefnum lögreglunnar og það á sannarlega líka við í aðgerðum sem þessum sem krefjast aukins viðbúnaðar.“ Karlmaðurinn var handtekinn í húsi við Miklubraut síðar um daginn. Skotárás í Grafarholti Kópavogur Lögreglan Skotvopn Tengdar fréttir Vaknaði við þungvopnaða sérsveitarmenn: „Sá þriðji stóð þarna og miðaði á mig með byssu“ Sigurður Kristján Grímlaugsson, íbúi í Kópavogi, var vakinn laust eftir klukkan hálf sex um nótt af þremur vopnuðum sérsveitarmönnum aðfararnótt fimmtudags í síðustu viku. Sérsveitarmennirnir leituðu árásarmannsins úr skotárásinni í Grafarholti sem hafði átt sér stað um klukkustund áður en Sigurður kveðst enga tengingu hafa við málið. 16. febrúar 2022 18:43 Tveir nú í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar í Grafarholti Tveir karlar á þrítugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsókar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás í Grafarholti í Reykjavík í fyrrinótt. 11. febrúar 2022 13:11 Byssumaðurinn er góðkunningi lögreglunnar Karlmaðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um að hafa skotið á karl og konu í Grafarholtinu í nótt hefur þrátt fyrir ungan aldur endurtekið komið við sögu lögreglu og hlotið dóma fyrir vopnaburð án tilskilinna leyfa. 10. febrúar 2022 13:54 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Um var að ræða aðgerðir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem leitað var að skotmanni sem skaut og særði par í Grafarholtinu í Reykjavík. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til að aðstoða við leitina að skotmanninum. Leitin fór meðal annars fram í Kórahverfinu. Sigurður Kristján Grímlaugsson, íbúi í fjölbýlishúsi í Kórahverfinu, lýsti því í viðtali við Vísi í gær þegar hann var vakinn á sjötta tímanum af þremur sérsveitarmönnum. Hann hafi verið heima ásamt konu sinni og tveimur ungum strákum. Öll hafi verið sofandi en eiginkona hans vaknaði við símhringingu frá lögreglu. Sigurður Kristján lýsti atburðarásinni í viðtalinu í gær og þar kom meðal annars fram að einn sérsveitarmaður hafi miðað á hann byssu. Þeir hafi ítrekað spurt hann út í byssumanninn. Samræðurnar hafi farið fram og til baka en hann hafi á endanum orðið pirraður. „Svo ætla ég bara að standa upp og er kominn með nóg og þá er ég sleginn með skildinum í bringuna þannig að ég dett aftur í rúmið.“ Sigurður segir að sérsveitarmennirnir hafi haldið því fram að meintur byssumaður væri með skráða búsetu í íbúð þeirra. Þegar hann grennslaðist fyrir daginn eftir kannaðist Þjóðskrá ekki við málið og í ljós hafi komið að engin gögn væru til um búsetu meinta byssumannsins í íbúðinni. Í tilkynningu frá lögreglu segir hins vegar að meintur skotmaður hafi verið skráður til heimilis í húsinu í kerfum lögreglu. „Lögreglan hafði símasamband við húsráðanda í þessari íbúð og honum var tjáð að lögreglan væri að leita að meintum skotmanni sem væri skráður þarna til heimilis. Sérveitarmenn voru meðvitaðir um að börn væru inni í íbúðinni og fóru því með séstakri aðgát. Húsráðandi hitti fjóra sérsveitarmenn á stigagangi hússins og tjáði þeim að grunaður skotmaður væri ekki inni í íbúðinni og hleypti þeim inn í íbúðina til þess að staðfesta það,“ segir í tilkynningunni. Þrír sérsveitarmenn hafi farið inn í íbúðina til þess að staðfesta að karlmaður, sem var þar inni, væri ekki meintur skotmaður. Að því loknu hafi sérsveitin yfirgefið vettvang en lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu verið áfram á svæðinu. „Þeir sérsveitarmenn sem fóru inn í íbúðina beindu aldrei vopni að neinum sem var þar inni. Það er hins vegar vel skiljanlegt að sá sem vaknar upp af svefni og sér sérsveitarmenn í fullum aðgerðargalla inni hjá sé brugðið. Fulltrúar embættis ríkislögreglustjóra leggja sig fram við að koma fram af virðingu við samborgara sína í öllum verkefnum lögreglunnar og það á sannarlega líka við í aðgerðum sem þessum sem krefjast aukins viðbúnaðar.“ Karlmaðurinn var handtekinn í húsi við Miklubraut síðar um daginn.
Skotárás í Grafarholti Kópavogur Lögreglan Skotvopn Tengdar fréttir Vaknaði við þungvopnaða sérsveitarmenn: „Sá þriðji stóð þarna og miðaði á mig með byssu“ Sigurður Kristján Grímlaugsson, íbúi í Kópavogi, var vakinn laust eftir klukkan hálf sex um nótt af þremur vopnuðum sérsveitarmönnum aðfararnótt fimmtudags í síðustu viku. Sérsveitarmennirnir leituðu árásarmannsins úr skotárásinni í Grafarholti sem hafði átt sér stað um klukkustund áður en Sigurður kveðst enga tengingu hafa við málið. 16. febrúar 2022 18:43 Tveir nú í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar í Grafarholti Tveir karlar á þrítugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsókar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás í Grafarholti í Reykjavík í fyrrinótt. 11. febrúar 2022 13:11 Byssumaðurinn er góðkunningi lögreglunnar Karlmaðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um að hafa skotið á karl og konu í Grafarholtinu í nótt hefur þrátt fyrir ungan aldur endurtekið komið við sögu lögreglu og hlotið dóma fyrir vopnaburð án tilskilinna leyfa. 10. febrúar 2022 13:54 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Vaknaði við þungvopnaða sérsveitarmenn: „Sá þriðji stóð þarna og miðaði á mig með byssu“ Sigurður Kristján Grímlaugsson, íbúi í Kópavogi, var vakinn laust eftir klukkan hálf sex um nótt af þremur vopnuðum sérsveitarmönnum aðfararnótt fimmtudags í síðustu viku. Sérsveitarmennirnir leituðu árásarmannsins úr skotárásinni í Grafarholti sem hafði átt sér stað um klukkustund áður en Sigurður kveðst enga tengingu hafa við málið. 16. febrúar 2022 18:43
Tveir nú í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar í Grafarholti Tveir karlar á þrítugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsókar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás í Grafarholti í Reykjavík í fyrrinótt. 11. febrúar 2022 13:11
Byssumaðurinn er góðkunningi lögreglunnar Karlmaðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um að hafa skotið á karl og konu í Grafarholtinu í nótt hefur þrátt fyrir ungan aldur endurtekið komið við sögu lögreglu og hlotið dóma fyrir vopnaburð án tilskilinna leyfa. 10. febrúar 2022 13:54
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?