Ég mun hafa heilsu sjúklinga minna að leiðarljósi framar öllu öðru Steinunn Þórðardóttir og Hjördís Ásta Guðmundsdóttir skrifa 18. febrúar 2022 12:31 Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd) eru nú í vinnslu í dómsmálaráðuneytinu. Fjölmargar umsagnir bárust um frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda. Læknafélag Íslands (LÍ) og Félag læknanema (FL) hafa í umsögn til dómsmálaráðuneytis (sjá: https://www.lis.is/is/um-li/frettakerfi/umsogn-li-og-fl-um-drog-ad-frumvarpi-til-laga-um-utlendingalog) gert alvarlegar athugasemdir við 19. gr. frumvarpsins, sem bætir nýrri 114. gr. a við lögin. Lagt er til að hin nýju 114. gr. a, sem ber yfirheitið heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn, verði svohljóðandi: Lögreglu er heimilt að skylda útlending til að gangast undir heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn ef nauðsynlegt þykir til að tryggja framkvæmd þegar tekin hefur verið ákvörðun um að hann skuli yfirgefa landið. Með heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn er átt við mat á einstaklingi sem viðurkenndur heilbrigðisstarfsmaður framkvæmir eða annar aðili sem er til þess bær að ákvarða heilbrigðisástand viðkomandi, m.a. til að meta hvort hann sé nægilega hraustur til að geta ferðast eða skapi hugsanlega hættu fyrir heilbrigði annars fólks. Skoðunin getur náð yfir athugun heilbrigðisskjala sem og líkamsskoðun eftir því sem réttlætanlegt er miðað við aðstæður í hverju tilviki, s.s. með töku blóð- og þvagsýna og önnur lífsýni úr viðkomandi og rannsaka þau, svo og að framkvæma á honum aðra þá líkamsrannsókn sem þörf er á til að tryggja framkvæmd ákvörðunar og gerð verður honum að meinalausu. Neiti útlendingur að undirgangast heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn er lögreglu heimilt að bera kröfu um skylduna fyrir dómara. Um slíka meðferð máls vísast til XV. kafla laga um meðferð sakamála. Dómara er heimilt að ákveða að fyrirmæli skv. 1. mgr. gildi þar til ákvörðun hefur verið framkvæmd en þó ekki lengur en í fjórar vikur. Úrskurðir héraðsdóms sæta kæru til Landsréttar. Um málskotið fer samkvæmt almennum reglum um meðferð sakamála. Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar. Með öðrum orðum þá felst í hinu nýja ákvæði, verði það að lögum, heimild til lögreglu til að skylda útlendinga til að gangast undir heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn. Ef útlendingur neitar getur lögregla borið kröfu um skylduna fyrir dómara. LÍ og FL lýsa þungum áhyggjum af því að lögreglu verði gefin heimild til að skylda þessa einstaklinga, sem oftast eru í gríðarlega viðkvæmri og flókinni stöðu til að undirgangast heilbrigðisskoðun, afhenda sjúkraskrárgögn og gangast undir sýnatökur gegn vilja sínum. Slík framkvæmd brýtur að mati félaganna í bága við Alþjóðasiðareglur lækna. Genfaryfirlýsing Alþjóðasamtaka lækna bindur lækninn með orðunum: „Ég mun hafa heilsu sjúklinga minna að leiðarljósi framar öllu öðru“. Þar er því einnig lýst yfir að „Læknir skal aðeins gera það sem er sjúklingnum fyrir bestu, þegar hann veitir læknisþjónustu“. Eins velta félögin fyrir sér hvað átt er við með „öðrum aðila sem er til þess bær“ í 1. málslið 2. mgr. 19. gr. frumvarpsins. Hér er gefið til kynna að heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn megi framkvæma af öðrum en lækni eða öðrum viðurkenndum heilbrigðisstarfsmanni. LÍ og FL vilja undirstrika að starfsheitið læknir er lögverndað og enginn annar en læknir getur framkvæmt læknisrannsókn. Heilbrigðisrannsókn geta mögulega aðrar löggiltar heilbrigðisstéttir framkvæmt en fráleitt er að það sé á færi einhverra annarra, sem enga slíka löggildingu hafa. Verði umrædd drög að lagafrumvarpi lögð fram óbreytt fyrir Alþingi og samþykkt í fyrirliggjandi mynd mun það setja lækna landsins í þá óþolandi stöðu að þurfa að velja milli þess að fylgja Alþjóðasiðareglum lækna eða lögum landsins, þar sem lögreglu yrði heimilt að skylda fólk í líkamsskoðun og ýmis inngrip sem læknum er svo ætlað að framkvæma, að undangegnum dómsúrskurði, neiti viðkomandi að samþykkja inngripin. LÍ og FL hvetja dómsmálaráðherra til að endurskoða fyrirliggjandi frumvarpsdrög og sjá til þess að læknum verði gert kleift að tryggja áfram óspillt trúnaðarsamband sitt við skjólstæðinga sína. Höfundar eru formenn Læknafélags Íslands og Félags læknanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þórðardóttir Heilbrigðismál Innflytjendamál Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd) eru nú í vinnslu í dómsmálaráðuneytinu. Fjölmargar umsagnir bárust um frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda. Læknafélag Íslands (LÍ) og Félag læknanema (FL) hafa í umsögn til dómsmálaráðuneytis (sjá: https://www.lis.is/is/um-li/frettakerfi/umsogn-li-og-fl-um-drog-ad-frumvarpi-til-laga-um-utlendingalog) gert alvarlegar athugasemdir við 19. gr. frumvarpsins, sem bætir nýrri 114. gr. a við lögin. Lagt er til að hin nýju 114. gr. a, sem ber yfirheitið heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn, verði svohljóðandi: Lögreglu er heimilt að skylda útlending til að gangast undir heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn ef nauðsynlegt þykir til að tryggja framkvæmd þegar tekin hefur verið ákvörðun um að hann skuli yfirgefa landið. Með heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn er átt við mat á einstaklingi sem viðurkenndur heilbrigðisstarfsmaður framkvæmir eða annar aðili sem er til þess bær að ákvarða heilbrigðisástand viðkomandi, m.a. til að meta hvort hann sé nægilega hraustur til að geta ferðast eða skapi hugsanlega hættu fyrir heilbrigði annars fólks. Skoðunin getur náð yfir athugun heilbrigðisskjala sem og líkamsskoðun eftir því sem réttlætanlegt er miðað við aðstæður í hverju tilviki, s.s. með töku blóð- og þvagsýna og önnur lífsýni úr viðkomandi og rannsaka þau, svo og að framkvæma á honum aðra þá líkamsrannsókn sem þörf er á til að tryggja framkvæmd ákvörðunar og gerð verður honum að meinalausu. Neiti útlendingur að undirgangast heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn er lögreglu heimilt að bera kröfu um skylduna fyrir dómara. Um slíka meðferð máls vísast til XV. kafla laga um meðferð sakamála. Dómara er heimilt að ákveða að fyrirmæli skv. 1. mgr. gildi þar til ákvörðun hefur verið framkvæmd en þó ekki lengur en í fjórar vikur. Úrskurðir héraðsdóms sæta kæru til Landsréttar. Um málskotið fer samkvæmt almennum reglum um meðferð sakamála. Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar. Með öðrum orðum þá felst í hinu nýja ákvæði, verði það að lögum, heimild til lögreglu til að skylda útlendinga til að gangast undir heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn. Ef útlendingur neitar getur lögregla borið kröfu um skylduna fyrir dómara. LÍ og FL lýsa þungum áhyggjum af því að lögreglu verði gefin heimild til að skylda þessa einstaklinga, sem oftast eru í gríðarlega viðkvæmri og flókinni stöðu til að undirgangast heilbrigðisskoðun, afhenda sjúkraskrárgögn og gangast undir sýnatökur gegn vilja sínum. Slík framkvæmd brýtur að mati félaganna í bága við Alþjóðasiðareglur lækna. Genfaryfirlýsing Alþjóðasamtaka lækna bindur lækninn með orðunum: „Ég mun hafa heilsu sjúklinga minna að leiðarljósi framar öllu öðru“. Þar er því einnig lýst yfir að „Læknir skal aðeins gera það sem er sjúklingnum fyrir bestu, þegar hann veitir læknisþjónustu“. Eins velta félögin fyrir sér hvað átt er við með „öðrum aðila sem er til þess bær“ í 1. málslið 2. mgr. 19. gr. frumvarpsins. Hér er gefið til kynna að heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn megi framkvæma af öðrum en lækni eða öðrum viðurkenndum heilbrigðisstarfsmanni. LÍ og FL vilja undirstrika að starfsheitið læknir er lögverndað og enginn annar en læknir getur framkvæmt læknisrannsókn. Heilbrigðisrannsókn geta mögulega aðrar löggiltar heilbrigðisstéttir framkvæmt en fráleitt er að það sé á færi einhverra annarra, sem enga slíka löggildingu hafa. Verði umrædd drög að lagafrumvarpi lögð fram óbreytt fyrir Alþingi og samþykkt í fyrirliggjandi mynd mun það setja lækna landsins í þá óþolandi stöðu að þurfa að velja milli þess að fylgja Alþjóðasiðareglum lækna eða lögum landsins, þar sem lögreglu yrði heimilt að skylda fólk í líkamsskoðun og ýmis inngrip sem læknum er svo ætlað að framkvæma, að undangegnum dómsúrskurði, neiti viðkomandi að samþykkja inngripin. LÍ og FL hvetja dómsmálaráðherra til að endurskoða fyrirliggjandi frumvarpsdrög og sjá til þess að læknum verði gert kleift að tryggja áfram óspillt trúnaðarsamband sitt við skjólstæðinga sína. Höfundar eru formenn Læknafélags Íslands og Félags læknanema.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun