Allt klappað og klárt hjá blómabændum fyrir konudaginn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. febrúar 2022 14:01 Axel Sæland, garðyrkju og blómabóndi á Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð, ásamt konu sinni, Heiðu Pálrúnu Leifsdóttur en þau eiga stöðina saman. Heiða á von á risa blómvendi frá sínum manni á konudaginn. Ívar Sæland Blómabændur og starfsfólk þeirra hefur nánast unnið dag og nótt síðustu daga við að gera allt klárt fyrir konudaginn, sem er á morgun en það er langstærsti söludagur ársins á íslenskum blómum. Bleikur og lillatónar eru vinsælustu litir blóma morgundagsins. Konudagur er fyrsti dagur góu, sem er sunnudagurinn í 18. viku vetrar á milli 18. og 24. febrúar. Konudagur hefur alltaf verið mikill blómadagur því þá er vinsælt hjá karlmönnum að gefa konum sínum blóm. Íslenskir blómabændur hafa staðið í ströngu við að undirbúa konudaginn með ræktun á fjölbreyttum blómum, sem eru nú komin í verslanir. Blómin eru mjög fjölbreytt á litinn.Ívar Sæland Axel Sæland rekur garðyrkjustöðina Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð, þar sem mikið af blómum er í framleiðslu allt árið um kring og ekki síst fyrir konudaginn. „Skipulag fyrir svona dag byrjar í rauninni alveg ári áður en þá þurfum við að taka saman hvernig síðasti dagur fór og skipuleggja restina út frá honum, hvort við erum að fara að bæta í eða draga úr eða hvaða litaúrval við ætlum að veðja á næsta árið,“ segir Axel. Myndarlegur hópur starfsfólks Espiflatar í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð.Ívar Sæland Axel segir ekki möguleika fyrir þær átta garðyrkjustöðvar, sem eru í afskornum blómum að hafa nóg fyrir konudaginn og því þurfi að flytja inn töluvert af blómum til að anna eftirspurninni. „Já, já, það þarf að gera það.“ Hvað sýnist þér með litinn í ár, hvað verður vinsælasti liturinn á morgun? „Bleikur og lillatónar hafa verið að ryðja sér meira til rúms. Ég hef svolítið veðjað á það, við gerðum það líka síðasta og ákváðum að gera það aftur, þannig að ég veðja á hann,“ segir Axel. Það hefur verið allt á fullu síðustu vikur í Espiflöt að undirbúa konudaginn 2022.Ívar Sæland En hvað er þetta með konudaginn og blóm? „Já, það er góð spurning, þetta er eitthvað sem er orðið fast í þjóðarsálinni, sem við garðyrkjubændur erum gríðarlega ánægðir með. Þetta er tilefni og samfélagið leitar oft eftir tilefnum til að fara og lyfta sér upp og gera sér glaðan dag og blóm hafa náð ákveðinni festu í konudeginum.“ En hvað með blómabóndann Axel, gefur hann sinni konu blóm á konudaginn? „Já, að sjálfsögðu gef ég henni blóm en ég reyni að horfa á fleiri tilefni en bara konudaginn. Það er alltaf gaman þegar maður er að taka inn ný afbrigði inn í húsið, nýjar tegundir eða nýjar litapallíettur í blómunum, þá leyfir maður henni að njóta í fyrstu blómunum, sem koma í því,“ segir Axel, alsæll blómabóndi í Biskupstungum. Konudagurinn er langstærsti blómasöludagur ársins.Ívar Sæland Bláskógabyggð Blóm Konudagur Landbúnaður Garðyrkja Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Konudagur er fyrsti dagur góu, sem er sunnudagurinn í 18. viku vetrar á milli 18. og 24. febrúar. Konudagur hefur alltaf verið mikill blómadagur því þá er vinsælt hjá karlmönnum að gefa konum sínum blóm. Íslenskir blómabændur hafa staðið í ströngu við að undirbúa konudaginn með ræktun á fjölbreyttum blómum, sem eru nú komin í verslanir. Blómin eru mjög fjölbreytt á litinn.Ívar Sæland Axel Sæland rekur garðyrkjustöðina Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð, þar sem mikið af blómum er í framleiðslu allt árið um kring og ekki síst fyrir konudaginn. „Skipulag fyrir svona dag byrjar í rauninni alveg ári áður en þá þurfum við að taka saman hvernig síðasti dagur fór og skipuleggja restina út frá honum, hvort við erum að fara að bæta í eða draga úr eða hvaða litaúrval við ætlum að veðja á næsta árið,“ segir Axel. Myndarlegur hópur starfsfólks Espiflatar í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð.Ívar Sæland Axel segir ekki möguleika fyrir þær átta garðyrkjustöðvar, sem eru í afskornum blómum að hafa nóg fyrir konudaginn og því þurfi að flytja inn töluvert af blómum til að anna eftirspurninni. „Já, já, það þarf að gera það.“ Hvað sýnist þér með litinn í ár, hvað verður vinsælasti liturinn á morgun? „Bleikur og lillatónar hafa verið að ryðja sér meira til rúms. Ég hef svolítið veðjað á það, við gerðum það líka síðasta og ákváðum að gera það aftur, þannig að ég veðja á hann,“ segir Axel. Það hefur verið allt á fullu síðustu vikur í Espiflöt að undirbúa konudaginn 2022.Ívar Sæland En hvað er þetta með konudaginn og blóm? „Já, það er góð spurning, þetta er eitthvað sem er orðið fast í þjóðarsálinni, sem við garðyrkjubændur erum gríðarlega ánægðir með. Þetta er tilefni og samfélagið leitar oft eftir tilefnum til að fara og lyfta sér upp og gera sér glaðan dag og blóm hafa náð ákveðinni festu í konudeginum.“ En hvað með blómabóndann Axel, gefur hann sinni konu blóm á konudaginn? „Já, að sjálfsögðu gef ég henni blóm en ég reyni að horfa á fleiri tilefni en bara konudaginn. Það er alltaf gaman þegar maður er að taka inn ný afbrigði inn í húsið, nýjar tegundir eða nýjar litapallíettur í blómunum, þá leyfir maður henni að njóta í fyrstu blómunum, sem koma í því,“ segir Axel, alsæll blómabóndi í Biskupstungum. Konudagurinn er langstærsti blómasöludagur ársins.Ívar Sæland
Bláskógabyggð Blóm Konudagur Landbúnaður Garðyrkja Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira