Kosið um sameiningu sex sveitarfélaga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. febrúar 2022 14:29 Íbúar Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps munu meðal annarra kjósa um sameiningu. Vísir/Vilhelm Kosið verður um sameiningu í sex sveitarfélögum í dag. Oddviti eins af smærri sveitarfélögunum segir það rökrétta þróun að lítil sveitarfélög sameinist þeim stærri um alla þjónustu við íbúa. Kjörstaðir hafa nú opnað í sex sveitarfélögum sem kjósa um þrjár mismunandi sameiningar. Það eru Blönduósbær og Húnavatnshreppur sem kjósa um að sameinast, Eyja- og Miklaholtshreppur kýs um sameiningu við Snæfellsbæ og loks eru það Akrahreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður sem gætu orðið sameinuð í eitt á næstunni ef íbúar kjósa með því í dag. Hrefna Jóhannesdóttir er oddviti í Akrahreppi þar sem búa um 200 manns. Hún segir það afar rökrétta þróun fyrir svo lítið sveitarfélag að sameinast stærri sveitarfélagi eins og Skagafirði þar sem búa um fjögur þúsund manns. „Vegna þess að hlutverk sveitarfélaga hefur náttúrulega breyst mjög mikið á undanförnum árum og áratug jafnvel. Það er búið að færa mjög mörg stór verkefni frá ríki til sveitarfélaga og þá er einfaldara og meira hagræði í því að vinna þetta bara saman, hreinlega,“ segir Hrefna. Hún er vongóð um að íbúar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki sameininguna í dag. „Hér vinnum við alveg þvers og kruss yfir landamærin, ef svo má segja, og öll menningarstarfsemi, kórastarf til dæmis og ýmiskonar félagastarfsemi hún er líka alveg þvers og kruss yfir vötnin,“ segir Hrefna. Íbúar beggja sveitarfélaga líti því einfaldlega á sig sem Skagfirðinga. „Við tölum líka alltaf um okkur sem Skagfirðinga. Ég kalla mig til að mynda ekki Akrahrepping. Ég er fyrst og fremst Skagfirðingur, þannig að ég held að þetta sé nú skref í rétta átt fyrir okkur. Að hætta bara að hugsa um okkur sem þið og við, heldur sem eina heild og vinna að okkar hagsmunum saman,“ segir Hrefna Jóhannesdóttir oddviti í Akrahreppi. Niðurstaða úr kosningum allra sveitarfélaganna má vænta seint í kvöld, líklega ekki fyrr en nokkuð eftir 10. Sveitarstjórnarmál Blönduós Húnavatnshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Snæfellsbær Akrahreppur Skagafjörður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
Kjörstaðir hafa nú opnað í sex sveitarfélögum sem kjósa um þrjár mismunandi sameiningar. Það eru Blönduósbær og Húnavatnshreppur sem kjósa um að sameinast, Eyja- og Miklaholtshreppur kýs um sameiningu við Snæfellsbæ og loks eru það Akrahreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður sem gætu orðið sameinuð í eitt á næstunni ef íbúar kjósa með því í dag. Hrefna Jóhannesdóttir er oddviti í Akrahreppi þar sem búa um 200 manns. Hún segir það afar rökrétta þróun fyrir svo lítið sveitarfélag að sameinast stærri sveitarfélagi eins og Skagafirði þar sem búa um fjögur þúsund manns. „Vegna þess að hlutverk sveitarfélaga hefur náttúrulega breyst mjög mikið á undanförnum árum og áratug jafnvel. Það er búið að færa mjög mörg stór verkefni frá ríki til sveitarfélaga og þá er einfaldara og meira hagræði í því að vinna þetta bara saman, hreinlega,“ segir Hrefna. Hún er vongóð um að íbúar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki sameininguna í dag. „Hér vinnum við alveg þvers og kruss yfir landamærin, ef svo má segja, og öll menningarstarfsemi, kórastarf til dæmis og ýmiskonar félagastarfsemi hún er líka alveg þvers og kruss yfir vötnin,“ segir Hrefna. Íbúar beggja sveitarfélaga líti því einfaldlega á sig sem Skagfirðinga. „Við tölum líka alltaf um okkur sem Skagfirðinga. Ég kalla mig til að mynda ekki Akrahrepping. Ég er fyrst og fremst Skagfirðingur, þannig að ég held að þetta sé nú skref í rétta átt fyrir okkur. Að hætta bara að hugsa um okkur sem þið og við, heldur sem eina heild og vinna að okkar hagsmunum saman,“ segir Hrefna Jóhannesdóttir oddviti í Akrahreppi. Niðurstaða úr kosningum allra sveitarfélaganna má vænta seint í kvöld, líklega ekki fyrr en nokkuð eftir 10.
Sveitarstjórnarmál Blönduós Húnavatnshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Snæfellsbær Akrahreppur Skagafjörður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira