Áfall fyrir topplið NBA: Chris Paul frá í sex til átta vikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 11:30 Chris Paul á ferðinni með boltann í leik með Phoenix Suns liðinu í vetur. AP/John Bazemore Chris Paul tók pínulítinn þátt í Stjörnuleik NBA deildarinnar í nótt en eftir hann bárust nánari fréttir af meiðslum kappans. Paul er brotinn á hægri þumalputta og má ekki spila næstu sex til átta vikurnar. Hann var með í Stjörnuleiknum en kom bara inn í tvær mínútur og menn tóku eftir umbúðum á hægri þumli hans. Suns guard Chris Paul will be out for the next six to eight weeks due to an avulsion fracture in his right thumb, a source confirmed to ESPN.The news was first reported by TNT. pic.twitter.com/Ec6Zmmelfw— ESPN (@espn) February 21, 2022 Paul hefur verið frábær í vetur og hefur stýrt Phoenix Suns til langbesta árangursins í NBA-deildinni. Hann mun missa af stærstu hluta þess sem er eftir af deildarkeppninni. Deildarkeppnin endar 10. apríl eða eftir tæpar átta vikur. Úrslitakeppnin hefst síðan 16. apríl. Paul er með 14,9 stig og 10,7 stoðsendingar að meðaltali í leik en enginn leikmaður í deildinni hefur gefið fleiri stoðsendingar í leik í vetur. Hann meiddist á þumalputtanum í þriðja leikhlutanum í sigri á Houston Rockets á miðvikudeginum í síðustu viku. Hann var reyndar rekinn út úr húsi eftir að hafa fengið tvær tæknivillur strax eftir atvikið þar sem hann meiddi sig. Suns liðið hefur unnið 48 leiki og aðeins tapað tíu leikjum. Liðið er með 6,5 sigurleikja forskot á næsta lið sem er Golden State Warriors. Flestir voru búnir að gefa sér að Suns myndi enda með besta árangurinn í deildinni en þessi meiðsli leikstjórnandans og hins mikla leiðtoga liðsins gæti boðið upp á erfiðan lokakafla hjá Phoenix liðinu. Chris Paul var heiðraður fyrir leikinn í gær þegar hann fékk fyrstur allra Kobe og Gigi Bryant verðlaunin sem WNBA deildin gefur leikmanni í NBA fyrir frábært framlag sitt til að efla stelpu- og kvennakörfu. Chris Paul has been named the first ever recipient of the Kobe and Gigi Bryant WNBA Advocacy Award, given for a player's contributions to the advancement of girls' and women's basketball.Vanessa Bryant and the WNBA will present the award to Paul tonight. pic.twitter.com/HHOwFfriRE— The Athletic (@TheAthletic) February 20, 2022 NBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Paul er brotinn á hægri þumalputta og má ekki spila næstu sex til átta vikurnar. Hann var með í Stjörnuleiknum en kom bara inn í tvær mínútur og menn tóku eftir umbúðum á hægri þumli hans. Suns guard Chris Paul will be out for the next six to eight weeks due to an avulsion fracture in his right thumb, a source confirmed to ESPN.The news was first reported by TNT. pic.twitter.com/Ec6Zmmelfw— ESPN (@espn) February 21, 2022 Paul hefur verið frábær í vetur og hefur stýrt Phoenix Suns til langbesta árangursins í NBA-deildinni. Hann mun missa af stærstu hluta þess sem er eftir af deildarkeppninni. Deildarkeppnin endar 10. apríl eða eftir tæpar átta vikur. Úrslitakeppnin hefst síðan 16. apríl. Paul er með 14,9 stig og 10,7 stoðsendingar að meðaltali í leik en enginn leikmaður í deildinni hefur gefið fleiri stoðsendingar í leik í vetur. Hann meiddist á þumalputtanum í þriðja leikhlutanum í sigri á Houston Rockets á miðvikudeginum í síðustu viku. Hann var reyndar rekinn út úr húsi eftir að hafa fengið tvær tæknivillur strax eftir atvikið þar sem hann meiddi sig. Suns liðið hefur unnið 48 leiki og aðeins tapað tíu leikjum. Liðið er með 6,5 sigurleikja forskot á næsta lið sem er Golden State Warriors. Flestir voru búnir að gefa sér að Suns myndi enda með besta árangurinn í deildinni en þessi meiðsli leikstjórnandans og hins mikla leiðtoga liðsins gæti boðið upp á erfiðan lokakafla hjá Phoenix liðinu. Chris Paul var heiðraður fyrir leikinn í gær þegar hann fékk fyrstur allra Kobe og Gigi Bryant verðlaunin sem WNBA deildin gefur leikmanni í NBA fyrir frábært framlag sitt til að efla stelpu- og kvennakörfu. Chris Paul has been named the first ever recipient of the Kobe and Gigi Bryant WNBA Advocacy Award, given for a player's contributions to the advancement of girls' and women's basketball.Vanessa Bryant and the WNBA will present the award to Paul tonight. pic.twitter.com/HHOwFfriRE— The Athletic (@TheAthletic) February 20, 2022
NBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira