Katrín gagnrýnir KSÍ: „Viss um að fólk vill gera vel en þetta eru skekkjur sem fólk er orðið blint fyrir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2022 22:30 Katrín Ómarsdóttir varð tvívegis Englandsmeistari með Liverpool á ferli sínum. Vísir/Getty Landsliðs- og atvinnukonan fyrrverandi Katrín Ómarsdóttir gagnrýndi KSÍ í nýjasta þætti Heimavallarins. Þar rifjaði hún upp karllægan talanda kennara á námskeiði sem hún sótti á vegum sambandsins. Katrín var gestur Heimavallarins á dögunum ásamt Ingunni Haraldsdóttur. Hin 34 ára gamla Katrín lék á sínum 69 A-landsleiki fyrir Íslands hönd ásamt því að leika sem atvinnukona í Bandaríkjunum, Svíþjóð og Englandi. Í þættinum fer Katrín meðal annars yfir upplifun sína af þjálfaranámskeiði Knattspyrnusambands Íslands á sínum tíma. Fyrst var greint frá þessu á Fótbolti.net. „ Við sitjum þar þrjár konur í salnum. Flestir fyrirlesararnir voru karlkyns, flestir af þeim - og meira að segja konurnar líka, við erum nefnilega svo blind á þetta - sögðu „þið strákarnir“ þegar talað var til hópsins. Ég hugsaði með mér hvort þau sæju mig eða hinar stelpurnar í salnum. Það kippti sér engin upp við þetta, þetta var stórfurðulegt.“ Hrósaði Srdjan Tufegdzic í hástert Túfa fékk mikið hrós.vísir/daníel þór „Svo kemur Túfa (Srdjan Tufegdzic). Hann var eini fyrirlesarinn sem notaði rétt persónufornöfn þegar hann var að tala. Bæði í verklegu æfingunum og þegar hann var að tala við mig og okkur. Flestir aðrir töluðu eingöngu í karlkyni.“ „Tungumálið í fótbolta er karllægt, það er eitthvað sem við viljum skoða og laga af því við erum konur og við viljum að það sé talað við okkur í kvenkyni." „Það er sagt að konur séu líka menn en eru menn konur? Við verðum menn þegar menn verða konur, punktur.“ Lét KSÍ vita af upplifun sinni Að lokum sagði Katrín frá því þegar það kom fyrirlesari til að fjalla um jafnrétti. „Mér finnst þetta stórmerkilegt. Í stað þess að það kæmi fyrirlesari til að fjalla um ójafnrétti í garð kvenna innan íþróttarinnar þá kom fyrirlesari til að tala um jafnrétti innan íþróttarinnar. Núna er samkynhneigð mjög viðurkennd í kvenkynsfótbolta og ég veit ekki um neina fordóma þar. Ég hef hins vegar heyrt af því að karlamegin.“ „Þarna var kominn fyrirlesari sem var að fjalla um hómófóbíu karlamegin en ekki ójafnrétti í garð kvenna sem er miklu stærra vandamál. Ég hugsaði bara að þetta námskeið væri ekkert fyrir konur heldur bara fyrir karla. Ég er viss um að fólk vill gera vel en þetta eru skekkjur sem fólk er orðið blint fyrir,“ sagði Katrín að endingu. Í þættinum var einnig farið yfir Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna sem verða formlega endurvakin í Iðnó á föstudaginn kemur, 25. febrúar. Ástæðan er sú að þrátt fyrir mikinn uppgang í kvennaknattspyrnu hér á landi þá hallar enn á konur í knattspyrnu hér á landi og enn er til staðar ójöfnuður sem aftrar frekari framþróun íþróttarinnar hér á landi. Þátt Heimavallarins má hlusta í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Katrín var gestur Heimavallarins á dögunum ásamt Ingunni Haraldsdóttur. Hin 34 ára gamla Katrín lék á sínum 69 A-landsleiki fyrir Íslands hönd ásamt því að leika sem atvinnukona í Bandaríkjunum, Svíþjóð og Englandi. Í þættinum fer Katrín meðal annars yfir upplifun sína af þjálfaranámskeiði Knattspyrnusambands Íslands á sínum tíma. Fyrst var greint frá þessu á Fótbolti.net. „ Við sitjum þar þrjár konur í salnum. Flestir fyrirlesararnir voru karlkyns, flestir af þeim - og meira að segja konurnar líka, við erum nefnilega svo blind á þetta - sögðu „þið strákarnir“ þegar talað var til hópsins. Ég hugsaði með mér hvort þau sæju mig eða hinar stelpurnar í salnum. Það kippti sér engin upp við þetta, þetta var stórfurðulegt.“ Hrósaði Srdjan Tufegdzic í hástert Túfa fékk mikið hrós.vísir/daníel þór „Svo kemur Túfa (Srdjan Tufegdzic). Hann var eini fyrirlesarinn sem notaði rétt persónufornöfn þegar hann var að tala. Bæði í verklegu æfingunum og þegar hann var að tala við mig og okkur. Flestir aðrir töluðu eingöngu í karlkyni.“ „Tungumálið í fótbolta er karllægt, það er eitthvað sem við viljum skoða og laga af því við erum konur og við viljum að það sé talað við okkur í kvenkyni." „Það er sagt að konur séu líka menn en eru menn konur? Við verðum menn þegar menn verða konur, punktur.“ Lét KSÍ vita af upplifun sinni Að lokum sagði Katrín frá því þegar það kom fyrirlesari til að fjalla um jafnrétti. „Mér finnst þetta stórmerkilegt. Í stað þess að það kæmi fyrirlesari til að fjalla um ójafnrétti í garð kvenna innan íþróttarinnar þá kom fyrirlesari til að tala um jafnrétti innan íþróttarinnar. Núna er samkynhneigð mjög viðurkennd í kvenkynsfótbolta og ég veit ekki um neina fordóma þar. Ég hef hins vegar heyrt af því að karlamegin.“ „Þarna var kominn fyrirlesari sem var að fjalla um hómófóbíu karlamegin en ekki ójafnrétti í garð kvenna sem er miklu stærra vandamál. Ég hugsaði bara að þetta námskeið væri ekkert fyrir konur heldur bara fyrir karla. Ég er viss um að fólk vill gera vel en þetta eru skekkjur sem fólk er orðið blint fyrir,“ sagði Katrín að endingu. Í þættinum var einnig farið yfir Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna sem verða formlega endurvakin í Iðnó á föstudaginn kemur, 25. febrúar. Ástæðan er sú að þrátt fyrir mikinn uppgang í kvennaknattspyrnu hér á landi þá hallar enn á konur í knattspyrnu hér á landi og enn er til staðar ójöfnuður sem aftrar frekari framþróun íþróttarinnar hér á landi. Þátt Heimavallarins má hlusta í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Jafnréttismál Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira