Komst á Verðlaunapall á ÓL eftir hafa slitið krossband fjórum sinnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2022 11:30 Maria Therese Tviberg og Thea Louise Stjernesund fagna hér sigri norska liðsins í keppni um bronsverðlaunin en þau bandarísku fylgjast vonsvikin með. EPA-EFE/JEAN-CHRISTOPHE BOTT Norska skíðakonan Maria Therese Tviberg hefur sýnt mikla þrautseigju á ferlinum sem hefur einkennst af endalausum meiðslum. Á nýloknum Vetrarólympíuleikunum vann hún ekki gull en samt mjög stóran og táknrænan sigur. Tviberg var í norska liðinu sem vann bronsverðlaun í liðakeppni alpagreinanna á lokadegi leikanna. Norska liðið hafði betur á móti Mikaela Shiffrin og félögum í bandaríska liðinu í keppninni um bronsið. Tviberg fra fire korsbåndskader til OL-medalje: Ikke mange som ville fortsatt https://t.co/lNZ9my9ARO— VG Sporten (@vgsporten) February 22, 2022 Það er í raun ótrúlegt að Tviberg sé enn að keppa á hæsta stigi en hún hefur glímt við yfir tíu alvarleg meiðsli á ferlinum þar af hefur hún slitið krossband fjórum sinnum. Tviberg er nú 27 ára gömul en hún sló fyrst í gegn fyrir átta árum þegar hún vann silfur á heimsmeistaramóti unglinga. Það var því strax vitað að hún væri hæfileikarík en meiðslin hafa verið í aðalhlutverki hingað til. „Þetta var stórt. Thea (Louise Stjernesund) og Fabian (Wilkens Solheim) gerðu frábærlega fyrir liðið en þetta var liðssigur. Það er Ólympíuverðlaun í húsi og það er eitthvað sem mig hefur dreymt um síðan ég var mjög lítil,“ sagði Maria Therese Tviberg við VG. „Ég tel að þessi verðlaun verði mjög góð fyrir sjálfstraustið. Þetta hefur verið upp og niður hjá mér í ár. Þetta er svo svalt og frábært að vera með þetta á ferilskránni,“ sagði Tviberg. Tviberg fra fire korsbåndskader til OL-medalje: Ikke mange som ville fortsatt https://t.co/W9bugAzNoW— VG (@vgnett) February 22, 2022 Fyrir þrettán árum þá flutti fjölskyldan til Geilo til að vera nær skíðabrekkunni. Hún þurfti ekki lengur að ferðast í marga klukkutíma í bil heldur var nokkrar mínútur út í brekku. Hún sleit hins vegar krossband aðeins sextán ára gömul og skemmdi líka mikið í hnénu. „Hún er þrjósk þegar hún setur sér markmið. Margir gefast upp eftir fyrsta krossbandsslitið og eftir tvö þá verður þetta mjög erfitt. Hún hefur slitið krossband fjórum sinnum. Það eru ekki margir sem væri enn á ferðinni. Það eru einhverjir en ekki margir,“ sagði Torgeir Tviberg, faðir hennar í viðtali við Vedens Gang. „Ég held að ég hafi reiknað það út að hún sé búin að missa úr sex ár vegna meiðsla. Þannig að ef við tökum mið að því þá er hún bara 21 árs gömul hvað varðar ferilinn. Kannski er það ástæðan fyrir því að hún heldur áfram. Hún er ekki búin að fá nóg af alpagreinunum ennþá,“ sagði Torgeir. Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira
Tviberg var í norska liðinu sem vann bronsverðlaun í liðakeppni alpagreinanna á lokadegi leikanna. Norska liðið hafði betur á móti Mikaela Shiffrin og félögum í bandaríska liðinu í keppninni um bronsið. Tviberg fra fire korsbåndskader til OL-medalje: Ikke mange som ville fortsatt https://t.co/lNZ9my9ARO— VG Sporten (@vgsporten) February 22, 2022 Það er í raun ótrúlegt að Tviberg sé enn að keppa á hæsta stigi en hún hefur glímt við yfir tíu alvarleg meiðsli á ferlinum þar af hefur hún slitið krossband fjórum sinnum. Tviberg er nú 27 ára gömul en hún sló fyrst í gegn fyrir átta árum þegar hún vann silfur á heimsmeistaramóti unglinga. Það var því strax vitað að hún væri hæfileikarík en meiðslin hafa verið í aðalhlutverki hingað til. „Þetta var stórt. Thea (Louise Stjernesund) og Fabian (Wilkens Solheim) gerðu frábærlega fyrir liðið en þetta var liðssigur. Það er Ólympíuverðlaun í húsi og það er eitthvað sem mig hefur dreymt um síðan ég var mjög lítil,“ sagði Maria Therese Tviberg við VG. „Ég tel að þessi verðlaun verði mjög góð fyrir sjálfstraustið. Þetta hefur verið upp og niður hjá mér í ár. Þetta er svo svalt og frábært að vera með þetta á ferilskránni,“ sagði Tviberg. Tviberg fra fire korsbåndskader til OL-medalje: Ikke mange som ville fortsatt https://t.co/W9bugAzNoW— VG (@vgnett) February 22, 2022 Fyrir þrettán árum þá flutti fjölskyldan til Geilo til að vera nær skíðabrekkunni. Hún þurfti ekki lengur að ferðast í marga klukkutíma í bil heldur var nokkrar mínútur út í brekku. Hún sleit hins vegar krossband aðeins sextán ára gömul og skemmdi líka mikið í hnénu. „Hún er þrjósk þegar hún setur sér markmið. Margir gefast upp eftir fyrsta krossbandsslitið og eftir tvö þá verður þetta mjög erfitt. Hún hefur slitið krossband fjórum sinnum. Það eru ekki margir sem væri enn á ferðinni. Það eru einhverjir en ekki margir,“ sagði Torgeir Tviberg, faðir hennar í viðtali við Vedens Gang. „Ég held að ég hafi reiknað það út að hún sé búin að missa úr sex ár vegna meiðsla. Þannig að ef við tökum mið að því þá er hún bara 21 árs gömul hvað varðar ferilinn. Kannski er það ástæðan fyrir því að hún heldur áfram. Hún er ekki búin að fá nóg af alpagreinunum ennþá,“ sagði Torgeir.
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira