Ekki í forgangi að fækka sjálfsvígum Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 22. febrúar 2022 21:31 Svar barst í dag við skriflegri fyrirspurn minni til heilbrigðisráðherra um aðgerðir til að fækka sjálfsvígum. Í aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum sem að lögð var fram árið 2018 eru tilgreind sex markmið og 54 aðgerðir. Það er skemmst frá því að segja að af 54 aðgerðum eru einungis fimm aðgerðir komnar til framkvæmda eða lokið. Fimm aðgerðir á fjórum árum og þá eru 49 aðgerðir eftir, 28 eru tilgreindar í vinnslu, 19 í bið og stöðu tveggja vantar. Það væri forvitnilegt að vita hvað er átt við með því að aðgerðir séu í vinnslu og hvenær mætti búast við framkvæmdum en þessi áætlun inniheldur metnaðarfull og mikilvæg markmið. https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=77110b10-4f85-11e8-942b-005056bc530c Það virðist ekki vera mjög brýnt að vinna að því fækka sjálfsvígum innan heilbrigðisráðuneytisins og með þessu áframhaldi klárast framkvæmdin eftir tæp 40 ár. Þrátt fyrir að sjálfsvíg sé algeng dánarorsök ungs fólks. Vonbrigði var það fyrsta sem að ég hugsaði þegar ég sá svarið. Tíminn skiptir máli Árið 2020 féllu að minnsta kosti 47 einstaklingar hér á landi fyrir eigin hendi flestir á aldursbilinu 18-29 ára en einnig þrjú börn. Í svari frá heilbrigðisráðherra, sem ég þakka fyrir, kom fram að árið 2018 fékk verkefnið 25 milljónir. Árið 2019 ekkert og árið 2020 var varið 5 milljónum í það. Árið 2021 fékk framkvæmdin 12 milljónir á meðan að milljörðum var varið í að berjast við heimsfaraldur. Það skiptir máli hvernig veikindin eru virðist vera. Það er þyngra en tárum taki að sjá að ekki sé verið að setja mun meira fjármagn í að framkvæma umrædda aðgerðaráætlun þrátt fyrir augljósa þörf í samfélaginu. Ég vona að heilbrigðisráðherra átti sig á að það verður að leggja mun meira fjármagn, kraft og metnað í þessa framkvæmd ef að markmiðið er í raun og veru að fækka sjálfsvígum. Hægt var að bjarga lífum vegna heimsfaraldurs og það er einnig hægt að bjarga lífum vegna vanlíðan og vonleysis. Höfundur er varaþingkona Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Geðheilbrigði Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Svar barst í dag við skriflegri fyrirspurn minni til heilbrigðisráðherra um aðgerðir til að fækka sjálfsvígum. Í aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum sem að lögð var fram árið 2018 eru tilgreind sex markmið og 54 aðgerðir. Það er skemmst frá því að segja að af 54 aðgerðum eru einungis fimm aðgerðir komnar til framkvæmda eða lokið. Fimm aðgerðir á fjórum árum og þá eru 49 aðgerðir eftir, 28 eru tilgreindar í vinnslu, 19 í bið og stöðu tveggja vantar. Það væri forvitnilegt að vita hvað er átt við með því að aðgerðir séu í vinnslu og hvenær mætti búast við framkvæmdum en þessi áætlun inniheldur metnaðarfull og mikilvæg markmið. https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=77110b10-4f85-11e8-942b-005056bc530c Það virðist ekki vera mjög brýnt að vinna að því fækka sjálfsvígum innan heilbrigðisráðuneytisins og með þessu áframhaldi klárast framkvæmdin eftir tæp 40 ár. Þrátt fyrir að sjálfsvíg sé algeng dánarorsök ungs fólks. Vonbrigði var það fyrsta sem að ég hugsaði þegar ég sá svarið. Tíminn skiptir máli Árið 2020 féllu að minnsta kosti 47 einstaklingar hér á landi fyrir eigin hendi flestir á aldursbilinu 18-29 ára en einnig þrjú börn. Í svari frá heilbrigðisráðherra, sem ég þakka fyrir, kom fram að árið 2018 fékk verkefnið 25 milljónir. Árið 2019 ekkert og árið 2020 var varið 5 milljónum í það. Árið 2021 fékk framkvæmdin 12 milljónir á meðan að milljörðum var varið í að berjast við heimsfaraldur. Það skiptir máli hvernig veikindin eru virðist vera. Það er þyngra en tárum taki að sjá að ekki sé verið að setja mun meira fjármagn í að framkvæma umrædda aðgerðaráætlun þrátt fyrir augljósa þörf í samfélaginu. Ég vona að heilbrigðisráðherra átti sig á að það verður að leggja mun meira fjármagn, kraft og metnað í þessa framkvæmd ef að markmiðið er í raun og veru að fækka sjálfsvígum. Hægt var að bjarga lífum vegna heimsfaraldurs og það er einnig hægt að bjarga lífum vegna vanlíðan og vonleysis. Höfundur er varaþingkona Pírata.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun