Uppbygging nýrra hverfa - Urriðaholt Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 23:01 Uppbyggingu fylgja fjárfestingar og vöxtur kallar á uppbyggingu innviða. Félagslegir innviðir eru jafnmikilvægir og götur og brýr – og við getum gert betur. Gæðin sem felast í því að geta sótt leik- og grunnskóla sem næst heimili barnsins eru mikil, það einfaldar líf okkar, er umhverfisvænna og tengir saman börn og fjölskyldur sem búa í sama hverfi. Ákjósanlegt er að systkini geti verið í sama skóla ef það hentar fjölskyldunni. Leikskóli í nálægð við lítil börn er lykilatriði í sterku samfélagi. Við þurfum að huga betur að uppbyggingu skóla samhliða uppbyggingu nýrra hverfa. Leik- og grunnskólar eru líka skipulagsmál. Félagslegir innviðir – gerum betur Í Garðabæ höfum við þegar hafið undirbúning að öðrum áfanga Urriðaholtsskóla og útboð fyrir þriðja áfanga er í undirbúningi. Áætluð verklok eru haustið 2023. Á næsta ári verður nýr leikskóli við Holtsveg tekinn í notkun. Haldin var samkeppni um hönnun leikskólans og teikningar liggja nú fyrir. Útboð á byggingu skólans verður svo á næstu vikum. Starfsemi er hafin á Mánahvoli við Vífilsstaði og í undirbúningi er að bjóða leikskólapláss við Kauptún en starfsemi getur hafist þar í haust. Á Urriðaholti mun rísa íþróttahús og sundlaug. Endanleg hönnun liggur ekki fyrir en hefja þarf undirbúning sem fyrst. Gott samtal og samráð við íbúa Urriðaholts er mikilvægt. Þar geta verið spennandi tækifæri til að auka þjónustu við íbúa með aðgengi að heitum pottum og gufu. Flýtum framkvæmdum og uppbyggingu Leik- og grunnskólar ásamt íþrótta- og sundaðstöðu eru mikilvægir hlekkir í öflugum félagslegum innviðum og þeir skipta máli þegar bjóða á góða þjónustu. Mikil fylgni er á milli góðrar þjónustu og ánægju íbúa. Flýta þarf framkvæmdum og uppbyggingu þannig að við getum boðið fyrsta flokks þjónustu í Urriðaholti. Við þurfum einnig að bæta þjónustu fyrir eldri bæjarbúa í Urriðaholti. Huga þarf að uppbyggingu og félagsstarfi því nauðsynlegt er að íbúar á öllum aldri hafi aðgengi að góðri þjónustu í nærumhverfi sínu. Tengjum Garðabæ og aukum öryggi Gott skipulag hefur ekki aðeins áhrif á það að við komumst örugglega á milli staða heldur hefur það líka áhrif á líðan okkar. Góð tenging á milli hverfa er jafn mikilvæg og tenging við ósnortna náttúru. Bætum tengingar milli bæjarhluta, í miðbæinn og við skóla- og íþróttasvæði. Tengjum Urriðaholtið betur við Vífilsstaðahraun, Heiðmörk og Urriðavöll með göngu- og hjólastígum. Með betra stígakerfi og bættum samgöngum aukum við öryggi íbúa, jafnt barna sem fullorðinna. Urriðaholtið er lifandi og skemmtilegt hverfi, meirihluti íbúanna er undir fertugu og hlutfall barna er hátt. Þetta er fagnaðarefni. Unnið er að uppbyggingu á opnum leiksvæðum og er leiksvæðið Miðgarður einstaklega spennandi. Veitinga- og kaffihús rísa ásamt fjölbreyttri verslun og þjónustu. Þetta er mikilvægt enda viljum við öfluga hverfiskjarna sem nýtast íbúum og auka lífsgæði. Góð þjónusta, hvort sem hún er á vegum sveitarfélagsins eða annarra, gerir líf okkar betra. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skipulag Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Uppbyggingu fylgja fjárfestingar og vöxtur kallar á uppbyggingu innviða. Félagslegir innviðir eru jafnmikilvægir og götur og brýr – og við getum gert betur. Gæðin sem felast í því að geta sótt leik- og grunnskóla sem næst heimili barnsins eru mikil, það einfaldar líf okkar, er umhverfisvænna og tengir saman börn og fjölskyldur sem búa í sama hverfi. Ákjósanlegt er að systkini geti verið í sama skóla ef það hentar fjölskyldunni. Leikskóli í nálægð við lítil börn er lykilatriði í sterku samfélagi. Við þurfum að huga betur að uppbyggingu skóla samhliða uppbyggingu nýrra hverfa. Leik- og grunnskólar eru líka skipulagsmál. Félagslegir innviðir – gerum betur Í Garðabæ höfum við þegar hafið undirbúning að öðrum áfanga Urriðaholtsskóla og útboð fyrir þriðja áfanga er í undirbúningi. Áætluð verklok eru haustið 2023. Á næsta ári verður nýr leikskóli við Holtsveg tekinn í notkun. Haldin var samkeppni um hönnun leikskólans og teikningar liggja nú fyrir. Útboð á byggingu skólans verður svo á næstu vikum. Starfsemi er hafin á Mánahvoli við Vífilsstaði og í undirbúningi er að bjóða leikskólapláss við Kauptún en starfsemi getur hafist þar í haust. Á Urriðaholti mun rísa íþróttahús og sundlaug. Endanleg hönnun liggur ekki fyrir en hefja þarf undirbúning sem fyrst. Gott samtal og samráð við íbúa Urriðaholts er mikilvægt. Þar geta verið spennandi tækifæri til að auka þjónustu við íbúa með aðgengi að heitum pottum og gufu. Flýtum framkvæmdum og uppbyggingu Leik- og grunnskólar ásamt íþrótta- og sundaðstöðu eru mikilvægir hlekkir í öflugum félagslegum innviðum og þeir skipta máli þegar bjóða á góða þjónustu. Mikil fylgni er á milli góðrar þjónustu og ánægju íbúa. Flýta þarf framkvæmdum og uppbyggingu þannig að við getum boðið fyrsta flokks þjónustu í Urriðaholti. Við þurfum einnig að bæta þjónustu fyrir eldri bæjarbúa í Urriðaholti. Huga þarf að uppbyggingu og félagsstarfi því nauðsynlegt er að íbúar á öllum aldri hafi aðgengi að góðri þjónustu í nærumhverfi sínu. Tengjum Garðabæ og aukum öryggi Gott skipulag hefur ekki aðeins áhrif á það að við komumst örugglega á milli staða heldur hefur það líka áhrif á líðan okkar. Góð tenging á milli hverfa er jafn mikilvæg og tenging við ósnortna náttúru. Bætum tengingar milli bæjarhluta, í miðbæinn og við skóla- og íþróttasvæði. Tengjum Urriðaholtið betur við Vífilsstaðahraun, Heiðmörk og Urriðavöll með göngu- og hjólastígum. Með betra stígakerfi og bættum samgöngum aukum við öryggi íbúa, jafnt barna sem fullorðinna. Urriðaholtið er lifandi og skemmtilegt hverfi, meirihluti íbúanna er undir fertugu og hlutfall barna er hátt. Þetta er fagnaðarefni. Unnið er að uppbyggingu á opnum leiksvæðum og er leiksvæðið Miðgarður einstaklega spennandi. Veitinga- og kaffihús rísa ásamt fjölbreyttri verslun og þjónustu. Þetta er mikilvægt enda viljum við öfluga hverfiskjarna sem nýtast íbúum og auka lífsgæði. Góð þjónusta, hvort sem hún er á vegum sveitarfélagsins eða annarra, gerir líf okkar betra. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar