Lánasjóðurinn besta getnaðarvörnin? Nanna Hermannsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 13:30 Á vormánuðum ár hvert eru úthlutunarreglur Menntasjóðs námsmanna endurskoðaðar. Þessar reglur ráða miklu um stöðu námsmanna sem reiða sig á stuðning sjóðsins við að framfleyta sér. Oft er erfitt að átta sig á því þegar þær eru settar að þar kunni að leynast ágallar sem síðan koma í ljós þegar farið er að lifa eftir þeim. Það þýðir að reynslusögur og álit notenda hljóta að vera gulls ígildi fyrir þau sem að endurskoðun reglnanna koma. Ég eignaðist dóttur síðastliðið sumar og fékk þannig inngöngu í margrómaðan hóp foreldra í námi. Síðan þá hef ég margoft fengið að heyra hvað ég sé dugleg að halda áfram að læra með nýfætt barnið, sem mér þykir vænt um að heyra þó það létti nú lítið undir fjárhag heimilisins. Það virðist nefnilega almennt vera samþykkt að foreldrar í námi séu mjög upptekið fólk. Þetta hefur auðvitað þau áhrif að erfitt getur verið fyrir þennan hóp að heyja réttindabaráttu og fylgja á eftir hagsmunum sínum gagnvart stjórnvöldum. Um það er lítið deilt enda augljóst að erfitt er að mynda vinnuhópa og hagsmunasamtök fólks sem rétt svo skrapar saman klukkutímum til að sofa og borða eftir að búið er að sinna umönnun barns og námi. Ég ætla þó að gera mitt besta til að benda á nokkra þætti sem betur mættu fara í námslánakerfinu okkar, án þess þó að minnast á algengustu og almennustu athugasemdirnar um fjárhæðir og skerðingarmörk lánanna. Undanþága frá námsframvindukröfum vegna barneigna Almennt þarf lántaki að ljúka 22 ECTS einingum á önn til að hljóta lán frá Menntasjóðnum og lán fæst í hlutfalli við loknar einingar. Til staðar er undanþága vegna barneigna sem veitir foreldrum barns rétt á 16 viðbótareiningum til að brúa bilið fram að 12 mánaða aldri barns. Þetta þýðir til dæmis að foreldrar geta tekið sitt hvora önnina í hálfu námi án þess að lánið falli niður (fá þau þá 73% af fullu láni hjá sjóðnum hvort um sig eða lán fyrir 22 af 30 einingum). Foreldrarnir velja hvort bæði minnka við sig fyrstu mánuðina eftir fæðingu barns, annað foreldri hægir á námi sínu í heilt ár eða hvort tímabilinu er skipt jafnt á námsferil beggja foreldra. Því má segja að hér sé um að ræða hliðstæðu fæðingarorlofs á almennum vinnumarkaði nema einungis er heimilt að fara niður í 50% starf í heilt ár eða 25% í hálft ár. Rétt er að hafa í huga að alveg er litið framhjá þeirri staðreynd að börn komast ekki inn á leikskóla eins árs og mörg eru oft veik heima fyrsta árið sem gerir það nánast ómögulegt að vera í fullu námi. Námsmenn með börn eiga ekki rétt á veikindadögum, hvorki fyrir sig né vegna barna, líkt og launafólk. Lánasjóðskerfið tekur því aðeins tillit til foreldra í námi fyrsta árið eftir fæðingu. Áhrif barneigna á námsstyrk við námslok Beinn námsstyrkur kom til sögunnar með nýju lánasjóðskerfi sem samþykkt var á vormánuðum 2020. Hann er þannig útfærður að ljúki lántaki námi innan tilskilins tíma er 30% af höfuðstól lánsins felldur niður. Í umræðum um málið var mikil áhersla lögð á að undanþágur frá námsframvindu framlengi þann tíma sem námsfólk hefur til að ljúka námi til að geta fengið hluta lánsins felldan niður og þannig komið til móts við fólk vegna t.d. barneigna eða veikinda. Í tilvikinu sem fjallað er um hér að framan myndi þannig ein önn bætast við þann tíma sem foreldrar hafa til að ljúka námi fyrir hverja önn sem undanþágan er nýtt. Framlenging fæst þó aðeins fyrir annir þar sem námsmenn taka námslán. Þannig framlengist svigrúmið ekki ef foreldrar taka hreint og klárt fæðingarorlof. Þannig hefur námsmaður í 120 ECTS meistaranámi 3 ár til þess að ljúka námi og fá niðurfellingu en foreldri sem kýs að taka sér orlof í 6 mánuði aðeins 2,5 ár. Alveg er litið framhjá því að nám er skipulagt í önnum (jafnvel árum) og sá tími sem orlofið varir er því háð því hvenær árs barnið fæðist. Ef barn fæðist t.d. í nóvember eru töluverðar líkur á að stúdentinn geti ekki lokið desemberprófum, þar með er haustönnin farin í vaskinn. Stúdentinn tekur 6 mánaða orlof, frá nóvember til apríl. Þá getur stúdentinn ekki stundað nám á vorönn. Þessi stúdent hefur því tekið tvær annir í námshlé, í skilningi laganna og er þ.a.l. búinn að missa allt svigrúm til seinkunar á námi til að hljóta námsstyrk. Líklegt er að þetta bitni sérstaklega á því foreldri sem fæddi barnið þar sem barnið er jafnan háðara þeim einstakling fyrstu mánuði ævi sinnar. Þessi regla eykur því enn pressuna á foreldrum í námi sem þurfa að tryggja að ljúka nægilega mörgum einingum til að eiga rétt á undanþágu en jafnvel á sama tíma tryggja að þau geti nýtt hana tvær annir í röð. Hér er um að ræða fjárhagslega pressu sem aftur er líkleg til að falla frekar á móður á allra fyrsta æviskeiði barns. Þannig verður framfærsla næsta hálfa árið ekki eina áhyggjuefni foreldra í námi heldur einnig möguleikinn á því að tapa 30% niðurfellingu láns og þar með að þurfa að greiða meira af láninu í mörg ár eftir að námi lýkur. Áhyggjur af þessu tagi hafa ekki eingöngu áhrif á námsárangur heldur geta þær einnig minnkað ánægju foreldra af því að sinna barni sínu. Þetta eru ekki hvatar sem lánasjóðskerfið ætti að ýta undir. Þetta eru hvatar sem ýta fólki út í það að taka að sér of mikla vinnu og minnka dýrmætan tengslatíma foreldra með nýfæddu barni sínu. Rétt eins og unnið hefur verið að umbótum á fæðingarorlofi fólks á vinnumarkaði þarf að gera foreldrum í námi kleift að sinna nýfæddu barni sínu. Tími með barni á ekki að ganga á það svigrúm sem námsmaður hefur til þess að ljúka námi og mögulega vera á kostnað námsstyrks. Nýja lánasjóðskerfið er tveggja ára gamalt og enn lítil reynsla af því. Ég geri því ráð fyrir hér sé um að ræða yfirsýn við gerð reglnanna. Hér er klárlega um að ræða reglur úr gamla kerfinu sem skipta um karakter við það að tekinn sé upp beinn námsstyrkur. Ég skora á stjórn Menntasjóðs námsmanna að leiðrétta þetta í nýjum úthlutunarreglum fyrir skólaárið 2022-23. Höfundur er foreldri í námi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Börn og uppeldi Námslán Nanna Hermannsdóttir Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Á vormánuðum ár hvert eru úthlutunarreglur Menntasjóðs námsmanna endurskoðaðar. Þessar reglur ráða miklu um stöðu námsmanna sem reiða sig á stuðning sjóðsins við að framfleyta sér. Oft er erfitt að átta sig á því þegar þær eru settar að þar kunni að leynast ágallar sem síðan koma í ljós þegar farið er að lifa eftir þeim. Það þýðir að reynslusögur og álit notenda hljóta að vera gulls ígildi fyrir þau sem að endurskoðun reglnanna koma. Ég eignaðist dóttur síðastliðið sumar og fékk þannig inngöngu í margrómaðan hóp foreldra í námi. Síðan þá hef ég margoft fengið að heyra hvað ég sé dugleg að halda áfram að læra með nýfætt barnið, sem mér þykir vænt um að heyra þó það létti nú lítið undir fjárhag heimilisins. Það virðist nefnilega almennt vera samþykkt að foreldrar í námi séu mjög upptekið fólk. Þetta hefur auðvitað þau áhrif að erfitt getur verið fyrir þennan hóp að heyja réttindabaráttu og fylgja á eftir hagsmunum sínum gagnvart stjórnvöldum. Um það er lítið deilt enda augljóst að erfitt er að mynda vinnuhópa og hagsmunasamtök fólks sem rétt svo skrapar saman klukkutímum til að sofa og borða eftir að búið er að sinna umönnun barns og námi. Ég ætla þó að gera mitt besta til að benda á nokkra þætti sem betur mættu fara í námslánakerfinu okkar, án þess þó að minnast á algengustu og almennustu athugasemdirnar um fjárhæðir og skerðingarmörk lánanna. Undanþága frá námsframvindukröfum vegna barneigna Almennt þarf lántaki að ljúka 22 ECTS einingum á önn til að hljóta lán frá Menntasjóðnum og lán fæst í hlutfalli við loknar einingar. Til staðar er undanþága vegna barneigna sem veitir foreldrum barns rétt á 16 viðbótareiningum til að brúa bilið fram að 12 mánaða aldri barns. Þetta þýðir til dæmis að foreldrar geta tekið sitt hvora önnina í hálfu námi án þess að lánið falli niður (fá þau þá 73% af fullu láni hjá sjóðnum hvort um sig eða lán fyrir 22 af 30 einingum). Foreldrarnir velja hvort bæði minnka við sig fyrstu mánuðina eftir fæðingu barns, annað foreldri hægir á námi sínu í heilt ár eða hvort tímabilinu er skipt jafnt á námsferil beggja foreldra. Því má segja að hér sé um að ræða hliðstæðu fæðingarorlofs á almennum vinnumarkaði nema einungis er heimilt að fara niður í 50% starf í heilt ár eða 25% í hálft ár. Rétt er að hafa í huga að alveg er litið framhjá þeirri staðreynd að börn komast ekki inn á leikskóla eins árs og mörg eru oft veik heima fyrsta árið sem gerir það nánast ómögulegt að vera í fullu námi. Námsmenn með börn eiga ekki rétt á veikindadögum, hvorki fyrir sig né vegna barna, líkt og launafólk. Lánasjóðskerfið tekur því aðeins tillit til foreldra í námi fyrsta árið eftir fæðingu. Áhrif barneigna á námsstyrk við námslok Beinn námsstyrkur kom til sögunnar með nýju lánasjóðskerfi sem samþykkt var á vormánuðum 2020. Hann er þannig útfærður að ljúki lántaki námi innan tilskilins tíma er 30% af höfuðstól lánsins felldur niður. Í umræðum um málið var mikil áhersla lögð á að undanþágur frá námsframvindu framlengi þann tíma sem námsfólk hefur til að ljúka námi til að geta fengið hluta lánsins felldan niður og þannig komið til móts við fólk vegna t.d. barneigna eða veikinda. Í tilvikinu sem fjallað er um hér að framan myndi þannig ein önn bætast við þann tíma sem foreldrar hafa til að ljúka námi fyrir hverja önn sem undanþágan er nýtt. Framlenging fæst þó aðeins fyrir annir þar sem námsmenn taka námslán. Þannig framlengist svigrúmið ekki ef foreldrar taka hreint og klárt fæðingarorlof. Þannig hefur námsmaður í 120 ECTS meistaranámi 3 ár til þess að ljúka námi og fá niðurfellingu en foreldri sem kýs að taka sér orlof í 6 mánuði aðeins 2,5 ár. Alveg er litið framhjá því að nám er skipulagt í önnum (jafnvel árum) og sá tími sem orlofið varir er því háð því hvenær árs barnið fæðist. Ef barn fæðist t.d. í nóvember eru töluverðar líkur á að stúdentinn geti ekki lokið desemberprófum, þar með er haustönnin farin í vaskinn. Stúdentinn tekur 6 mánaða orlof, frá nóvember til apríl. Þá getur stúdentinn ekki stundað nám á vorönn. Þessi stúdent hefur því tekið tvær annir í námshlé, í skilningi laganna og er þ.a.l. búinn að missa allt svigrúm til seinkunar á námi til að hljóta námsstyrk. Líklegt er að þetta bitni sérstaklega á því foreldri sem fæddi barnið þar sem barnið er jafnan háðara þeim einstakling fyrstu mánuði ævi sinnar. Þessi regla eykur því enn pressuna á foreldrum í námi sem þurfa að tryggja að ljúka nægilega mörgum einingum til að eiga rétt á undanþágu en jafnvel á sama tíma tryggja að þau geti nýtt hana tvær annir í röð. Hér er um að ræða fjárhagslega pressu sem aftur er líkleg til að falla frekar á móður á allra fyrsta æviskeiði barns. Þannig verður framfærsla næsta hálfa árið ekki eina áhyggjuefni foreldra í námi heldur einnig möguleikinn á því að tapa 30% niðurfellingu láns og þar með að þurfa að greiða meira af láninu í mörg ár eftir að námi lýkur. Áhyggjur af þessu tagi hafa ekki eingöngu áhrif á námsárangur heldur geta þær einnig minnkað ánægju foreldra af því að sinna barni sínu. Þetta eru ekki hvatar sem lánasjóðskerfið ætti að ýta undir. Þetta eru hvatar sem ýta fólki út í það að taka að sér of mikla vinnu og minnka dýrmætan tengslatíma foreldra með nýfæddu barni sínu. Rétt eins og unnið hefur verið að umbótum á fæðingarorlofi fólks á vinnumarkaði þarf að gera foreldrum í námi kleift að sinna nýfæddu barni sínu. Tími með barni á ekki að ganga á það svigrúm sem námsmaður hefur til þess að ljúka námi og mögulega vera á kostnað námsstyrks. Nýja lánasjóðskerfið er tveggja ára gamalt og enn lítil reynsla af því. Ég geri því ráð fyrir hér sé um að ræða yfirsýn við gerð reglnanna. Hér er klárlega um að ræða reglur úr gamla kerfinu sem skipta um karakter við það að tekinn sé upp beinn námsstyrkur. Ég skora á stjórn Menntasjóðs námsmanna að leiðrétta þetta í nýjum úthlutunarreglum fyrir skólaárið 2022-23. Höfundur er foreldri í námi.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar