Sagan endalausa í Norðvestur Indriði Ingi Stefánsson skrifar 24. febrúar 2022 07:30 Fyrir fólk á mínum aldri fylgir nokkur sælutilfinning að rifja upp ævintýrið Söguna endalausu sem fjallar samhliða um raunir Bastian, hinn hugrakka Atreyu, óskadrekann Falkor og fleiri verur Fantasíu í baráttunni við Ekkertið. Það er hins vegar óhætt að segja að það fylgi því engin sælutilfinning þegar hremmingarnar við talningu í Norðvesturkjördæmi séu rifjaðar upp, hremmingar sem enn hefur ekki verið leyst úr. Kæra til lögreglu Meðal annars þess vegna tók ég þá ákvörðun að senda til lögreglunnar á Vesturlandi kæru þar sem ég óska eftir að fjallað verði um meðferð atkvæða eftir að oddviti Yfirkjörstjórnar Norðvestur kemur aftur á talningarstað, um brot á því að auglýsa talningu tímanlega, um að kjósendur hafi ekki getað verið viðstaddir talningu, að umboðsmenn lista hafi ekki verið kvaddir til og talningu haldið áfram þrátt fyrir óskir umboðsmanna lista um annað. Aðeins einn hluti þess sem fram fór í Borgarnesi var talin refsiverður af lögreglu en það var að atkvæði hafi ekki verið innsigluð. Af því má ráða að aðrir hlutir framkvæmdarinnar hafi staðist skoðun, við það er erfitt að una. Það skiptir máli hverjir telja Jósef Stalín á að hafa sagt að það skipti meira máli hverjir telja en hverjir kjósa. Það kann að vera fjarri þeim veruleika sem við teljum okkur búa við. Lítum samt til þess fordæmis sem var sett í Borgarnesi síðasta haust. Þar eru kjósendur útilokaðir frá eftirliti, þar eru umboðsmenn lista útilokaðir frá eftirliti. Hafi verið rangt flokkað eða talið í Norðvestur gátu umboðsmenn lista með engu móti gaumgætt það, hafi hreinlega verið haft rangt við í Norðvestur gerðu aðgerðir Yfirkjörstjórnar Norðvestur það að verkum að umboðsmenn lista gátu ekki skorið úr um það heldur, því er enginn annar valkostur fær en að kæra til lögreglu. Það er heldur ekki alveg hægt að horfa fram hjá þessum furðulega skýrslutökum Lögreglunnar á Norðausturlandi á blaðamönnum fyrir það að vinna vinnuna sína. Á sama tíma og brot sem vel má færa rök fyrir að hafi eyðilagt heilar kosningar eru látin óátalin. Það er sótt að lýðræðinu í landinu úr tveimur áttum, annars vegar að frelsi fjölmiðla til að fjalla um óþægileg mál og síðan möguleika almennings og framboða til að tryggja að rétt sé að talningu staðið. Hafandi verið umboðsmaður lista í síðustu Alþingiskosningum þá blasir við mér að núverandi fyrirkomulag kosninga eftirlits stenst enga skoðun og sérstaklega ekki ef framkvæmdin í Borgarnesi verður að einhverju leiti fordæmisgefandi. Hvað er í húfi? Sem betur fer er minna undir hjá okkur en hjá Atreyu og félögum því ólíkt því sem var um Fantasiu mun landið okkar ekki bókstaflega hverfa frekar en við flest, hins vegar stöndum við nú á krossgötum og hver ásýnd landsins okkar og lífsgæði verða í framtíðinni, sérstaklega með tilliti til komandi kynslóða, mun ráðast af því sem við gerum nú. Því þarf að vera algerlega hafið yfir allan vafa að rétt sé að kosningum staðið og við verðum nú sem aldrei fyrr að standa vörð um lýðræðið í landinu. Því eins og í sögunni endalausu geta allir haft áhrif og það skulum við að nýta okkur. Höfundur er varaþingmaður Pírata og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Píratar Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fólk á mínum aldri fylgir nokkur sælutilfinning að rifja upp ævintýrið Söguna endalausu sem fjallar samhliða um raunir Bastian, hinn hugrakka Atreyu, óskadrekann Falkor og fleiri verur Fantasíu í baráttunni við Ekkertið. Það er hins vegar óhætt að segja að það fylgi því engin sælutilfinning þegar hremmingarnar við talningu í Norðvesturkjördæmi séu rifjaðar upp, hremmingar sem enn hefur ekki verið leyst úr. Kæra til lögreglu Meðal annars þess vegna tók ég þá ákvörðun að senda til lögreglunnar á Vesturlandi kæru þar sem ég óska eftir að fjallað verði um meðferð atkvæða eftir að oddviti Yfirkjörstjórnar Norðvestur kemur aftur á talningarstað, um brot á því að auglýsa talningu tímanlega, um að kjósendur hafi ekki getað verið viðstaddir talningu, að umboðsmenn lista hafi ekki verið kvaddir til og talningu haldið áfram þrátt fyrir óskir umboðsmanna lista um annað. Aðeins einn hluti þess sem fram fór í Borgarnesi var talin refsiverður af lögreglu en það var að atkvæði hafi ekki verið innsigluð. Af því má ráða að aðrir hlutir framkvæmdarinnar hafi staðist skoðun, við það er erfitt að una. Það skiptir máli hverjir telja Jósef Stalín á að hafa sagt að það skipti meira máli hverjir telja en hverjir kjósa. Það kann að vera fjarri þeim veruleika sem við teljum okkur búa við. Lítum samt til þess fordæmis sem var sett í Borgarnesi síðasta haust. Þar eru kjósendur útilokaðir frá eftirliti, þar eru umboðsmenn lista útilokaðir frá eftirliti. Hafi verið rangt flokkað eða talið í Norðvestur gátu umboðsmenn lista með engu móti gaumgætt það, hafi hreinlega verið haft rangt við í Norðvestur gerðu aðgerðir Yfirkjörstjórnar Norðvestur það að verkum að umboðsmenn lista gátu ekki skorið úr um það heldur, því er enginn annar valkostur fær en að kæra til lögreglu. Það er heldur ekki alveg hægt að horfa fram hjá þessum furðulega skýrslutökum Lögreglunnar á Norðausturlandi á blaðamönnum fyrir það að vinna vinnuna sína. Á sama tíma og brot sem vel má færa rök fyrir að hafi eyðilagt heilar kosningar eru látin óátalin. Það er sótt að lýðræðinu í landinu úr tveimur áttum, annars vegar að frelsi fjölmiðla til að fjalla um óþægileg mál og síðan möguleika almennings og framboða til að tryggja að rétt sé að talningu staðið. Hafandi verið umboðsmaður lista í síðustu Alþingiskosningum þá blasir við mér að núverandi fyrirkomulag kosninga eftirlits stenst enga skoðun og sérstaklega ekki ef framkvæmdin í Borgarnesi verður að einhverju leiti fordæmisgefandi. Hvað er í húfi? Sem betur fer er minna undir hjá okkur en hjá Atreyu og félögum því ólíkt því sem var um Fantasiu mun landið okkar ekki bókstaflega hverfa frekar en við flest, hins vegar stöndum við nú á krossgötum og hver ásýnd landsins okkar og lífsgæði verða í framtíðinni, sérstaklega með tilliti til komandi kynslóða, mun ráðast af því sem við gerum nú. Því þarf að vera algerlega hafið yfir allan vafa að rétt sé að kosningum staðið og við verðum nú sem aldrei fyrr að standa vörð um lýðræðið í landinu. Því eins og í sögunni endalausu geta allir haft áhrif og það skulum við að nýta okkur. Höfundur er varaþingmaður Pírata og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Kópavogi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun