Neyðarsöfnun vegna vopnaðra átaka í Úkraínu Heimsljós 24. febrúar 2022 12:25 Rauði krossinn Rauði krossinn hefur hafið neyðarsöfnun vegna vopnaðra átaka í Úkraínu sem hófust í morgun. Alþjóða Rauði krossinn er þegar með umfangsmikla mannúðaraðstoð í landinu vegna ástandsins sem hefur varað í austur Úkraínu undanfarin átta ár og vinnur hönd í hönd með Rauða krossinum í Úkraínu við að mæta þörfum almennra borgara og lina þjáningar vegna vopnaðra átaka. Rauði krossinn á Íslandi segir í frétt að fyrirséð sé að neyð almennra borgara aukist aukist dag frá degi haldi átökin áfram og óttast sé að bæði skortur á vatni og matvælum aukist. „Mannúðaraðstoð Rauða krossins leitast fyrst og fremst við að vernda óbreytta borgara, minna deiluaðila á skyldur sínar í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög stuðla að því að nauðsynlegir innviðir á borð við vatns- og rafmagnsveitur verði ekki gerðir að skotmörkum,“ segir í fréttinni. „Við hvetjum alla stríðandi aðila til að virða alþjóðleg mannúðarlög í hvívetna,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins sem minnir á að samkvæmt þeim njóti almennir borgarar griða og einnig borgaralegir innviðir á borð við vatns- og rafmagnsveitur sem ekki tengjast hernaði á nokkurn hátt. Stríðandi fylkingum sé skylt að gæta meðalhófs í hernaðaraðgerðum sínum. „Við vitum ekki hvort eða hvernig átökin munu vinda upp á sig,“ segir Kristín en bendir á að ljóst sé að mannúðarvandi almennra borgara í Úkraínu muni aukast og hún kveðst einnig óttast að talsverður fjöldi neyðist til að flýja land vegna átakanna. „Flestir munu líklega leita til nágrannaríkja þar sem Rauði krossinn hefur þegar hafið undirbúning á móttöku fólks en það er einnig viðbúið að hingað muni einhverjir leita skjóls,“ segir hún. Allt fjármagn sem safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins verður nýtt til að mæta þörfum íbúa Úkraínu og veita neyðarþjónustu eins og tryggja aðgengi að mat, vatni, heilbrigðisþjónustu, húsaskjóli og veita sálrænan stuðning. Hægt er að veita nauðsynlega mannúðaraðstoð til íbúa í Úkraínu með eftirtöldum leiðum: SMS: Senda HJALP í símanúmerið 1900 (2.900 kr.) Aur: @raudikrossinn eða 1235704000 Kass: raudikrossinn eða 7783609 Söfnunarreikningur Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649 Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent
Rauði krossinn á Íslandi segir í frétt að fyrirséð sé að neyð almennra borgara aukist aukist dag frá degi haldi átökin áfram og óttast sé að bæði skortur á vatni og matvælum aukist. „Mannúðaraðstoð Rauða krossins leitast fyrst og fremst við að vernda óbreytta borgara, minna deiluaðila á skyldur sínar í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög stuðla að því að nauðsynlegir innviðir á borð við vatns- og rafmagnsveitur verði ekki gerðir að skotmörkum,“ segir í fréttinni. „Við hvetjum alla stríðandi aðila til að virða alþjóðleg mannúðarlög í hvívetna,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins sem minnir á að samkvæmt þeim njóti almennir borgarar griða og einnig borgaralegir innviðir á borð við vatns- og rafmagnsveitur sem ekki tengjast hernaði á nokkurn hátt. Stríðandi fylkingum sé skylt að gæta meðalhófs í hernaðaraðgerðum sínum. „Við vitum ekki hvort eða hvernig átökin munu vinda upp á sig,“ segir Kristín en bendir á að ljóst sé að mannúðarvandi almennra borgara í Úkraínu muni aukast og hún kveðst einnig óttast að talsverður fjöldi neyðist til að flýja land vegna átakanna. „Flestir munu líklega leita til nágrannaríkja þar sem Rauði krossinn hefur þegar hafið undirbúning á móttöku fólks en það er einnig viðbúið að hingað muni einhverjir leita skjóls,“ segir hún. Allt fjármagn sem safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins verður nýtt til að mæta þörfum íbúa Úkraínu og veita neyðarþjónustu eins og tryggja aðgengi að mat, vatni, heilbrigðisþjónustu, húsaskjóli og veita sálrænan stuðning. Hægt er að veita nauðsynlega mannúðaraðstoð til íbúa í Úkraínu með eftirtöldum leiðum: SMS: Senda HJALP í símanúmerið 1900 (2.900 kr.) Aur: @raudikrossinn eða 1235704000 Kass: raudikrossinn eða 7783609 Söfnunarreikningur Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649 Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent