Hvetjum ungt fólk til að ná sér í reynslu erlendis Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 11:00 Mig grunar að flestir Íslendingar telji að við búum í landi sem uppfyllir flestar okkar þarfir, hér er friður og farsæld og fjölbreytt mannlíf. Þó er okkur alltaf hollt að hleypa heimdraganum og kynnast nýjum tækifærum, sérstaklega ungu fólki. Við þekkjum öll að einstaklingur sem kemur heim eftir nám og störf í útlöndum kemur með ferskan blæ og nýjar hugmyndir, aðra sýn. Framþróun byggist á þekkingu, og þekkingu þarf að ná í. En hvers vegna er ég að rita þessar línur? Jú það er til þess að benda á að við höfum ekki geta boðið unga fólkinu okkar upp á viss tækifæri sem allar aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við telja sjálfsagðan hlut. Holiday Work Visa/Youth Mobility Scheme Það sem um ræðir er tímabundin vegabréfsáritun með atvinnuleyfi fyrir ungt fólk, betur þekkt sem „Holiday Work Visa/Youth Mobility Scheme“ Þessar vegabréfsáritanir eru oftast fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára en stundum 18-35 ára. Atvinnuleyfið sem fæst með þessum áritunum er vissum takmörkunum háð. Sem dæmi þá er sjaldnast hægt að vinna hjá sama atvinnuveitandanum lengur en 6 mánuði. En í grunninn þá gefur þessi vegabréfsáritun ungu fólki tækifæri á að ferðast til framandi landa og vinna sér inn pening á meðan ferðalaginu stendur. Slíkar vegabréfs heimildir reynast oft atvinnugreinum vel þar sem mikið er um árstíðabundnar sveiflur, svo sem ferðaþjónusta og landbúnaður. En hvers vegna höfum við ekki boðið okkar unga fólki upp á slík tækifæri? Svarið við því er að hluta til vegna mistaka við lagasetningu árið 2008. Fyrir þann tíma var einfaldlega ekki heimild í lögum að gera slíka samninga. Þegar þessir samningar voru fyrst gerðir milli landa var venjan að miða við 18-27 ára aldur og að aðeins mætti veita þessa heimild einu sinni í hverju landi. En eftir aldamót fóru þjóðir að tala um að það væri of lágt viðmið og færðu aldursbilið í 18-30 ár eða 18-35 ár. Að auki var jafnframt heimilað að veita þessar áritanir hverjum einstaklingi tvisvar eða þrisvar. Þegar heimildin kom inn í íslensk lög árið 2008 var notast við þá þegar úrelt viðmið um 18-27 ára aldur og að aðeins mætti veita áritun einu sinni. Þessi mistök hafa haft letjandi áhrif á samninga við aðrar þjóðir, svo sem við Ástralíu. Eftir að lögin voru sett árið 2008 tók það 10 ár að gera fyrsta samninginn, þá við Japan á 27 ára reglunni. Nýlega varð til slíkur samningur sem hluti af Brexit samkomulagi Íslands og Bretlands. Það furðulega við þann samning er að þrítugir Íslendingar geta farið til Bretlands en Bretarnir mega að hámarki vera 27 ára. Veitum sömu tækifæri Undirrituð telur mikilvægt að breytingar verði gerðar á lögunum ásamt því að gerðir verði samningar við aðrar þjóðir um vegabréfsáritanir, þannig að ungir Íslendingar hafi sömu tækifæri og jafnaldrar þeirra í öllum okkar helstu viðmiðunarlöndum. Eðlilegast væri að heimildir í lögum væru í takt við ýtrustu heimildir annara landa, þ.e. 18-35 ár líkt og í Kanada og Ástralíu. Það að geta starfað í öðrum löndum, kynnst menningu og þjóð, getur verið ómetanleg lífsreynsla. Í einhverjum tilvikum getur af slíkri reynslu sprottið nýsköpun með virðisauka fyrir land og þjóð. Höfundur er þingmaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Hagsmunir stúdenta Alþingi Íslendingar erlendis Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Mig grunar að flestir Íslendingar telji að við búum í landi sem uppfyllir flestar okkar þarfir, hér er friður og farsæld og fjölbreytt mannlíf. Þó er okkur alltaf hollt að hleypa heimdraganum og kynnast nýjum tækifærum, sérstaklega ungu fólki. Við þekkjum öll að einstaklingur sem kemur heim eftir nám og störf í útlöndum kemur með ferskan blæ og nýjar hugmyndir, aðra sýn. Framþróun byggist á þekkingu, og þekkingu þarf að ná í. En hvers vegna er ég að rita þessar línur? Jú það er til þess að benda á að við höfum ekki geta boðið unga fólkinu okkar upp á viss tækifæri sem allar aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við telja sjálfsagðan hlut. Holiday Work Visa/Youth Mobility Scheme Það sem um ræðir er tímabundin vegabréfsáritun með atvinnuleyfi fyrir ungt fólk, betur þekkt sem „Holiday Work Visa/Youth Mobility Scheme“ Þessar vegabréfsáritanir eru oftast fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára en stundum 18-35 ára. Atvinnuleyfið sem fæst með þessum áritunum er vissum takmörkunum háð. Sem dæmi þá er sjaldnast hægt að vinna hjá sama atvinnuveitandanum lengur en 6 mánuði. En í grunninn þá gefur þessi vegabréfsáritun ungu fólki tækifæri á að ferðast til framandi landa og vinna sér inn pening á meðan ferðalaginu stendur. Slíkar vegabréfs heimildir reynast oft atvinnugreinum vel þar sem mikið er um árstíðabundnar sveiflur, svo sem ferðaþjónusta og landbúnaður. En hvers vegna höfum við ekki boðið okkar unga fólki upp á slík tækifæri? Svarið við því er að hluta til vegna mistaka við lagasetningu árið 2008. Fyrir þann tíma var einfaldlega ekki heimild í lögum að gera slíka samninga. Þegar þessir samningar voru fyrst gerðir milli landa var venjan að miða við 18-27 ára aldur og að aðeins mætti veita þessa heimild einu sinni í hverju landi. En eftir aldamót fóru þjóðir að tala um að það væri of lágt viðmið og færðu aldursbilið í 18-30 ár eða 18-35 ár. Að auki var jafnframt heimilað að veita þessar áritanir hverjum einstaklingi tvisvar eða þrisvar. Þegar heimildin kom inn í íslensk lög árið 2008 var notast við þá þegar úrelt viðmið um 18-27 ára aldur og að aðeins mætti veita áritun einu sinni. Þessi mistök hafa haft letjandi áhrif á samninga við aðrar þjóðir, svo sem við Ástralíu. Eftir að lögin voru sett árið 2008 tók það 10 ár að gera fyrsta samninginn, þá við Japan á 27 ára reglunni. Nýlega varð til slíkur samningur sem hluti af Brexit samkomulagi Íslands og Bretlands. Það furðulega við þann samning er að þrítugir Íslendingar geta farið til Bretlands en Bretarnir mega að hámarki vera 27 ára. Veitum sömu tækifæri Undirrituð telur mikilvægt að breytingar verði gerðar á lögunum ásamt því að gerðir verði samningar við aðrar þjóðir um vegabréfsáritanir, þannig að ungir Íslendingar hafi sömu tækifæri og jafnaldrar þeirra í öllum okkar helstu viðmiðunarlöndum. Eðlilegast væri að heimildir í lögum væru í takt við ýtrustu heimildir annara landa, þ.e. 18-35 ár líkt og í Kanada og Ástralíu. Það að geta starfað í öðrum löndum, kynnst menningu og þjóð, getur verið ómetanleg lífsreynsla. Í einhverjum tilvikum getur af slíkri reynslu sprottið nýsköpun með virðisauka fyrir land og þjóð. Höfundur er þingmaður Framsóknar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun