Vinnum að velferð barna Almar Guðmundsson skrifar 25. febrúar 2022 14:31 Öll börnin okkar Guðrúnar hafa notið framúrskarandi þjónustu á sinni lífsins leið í gegnum skólakerfið hér í Garðabæ. Áður fyrr naut ég þess sjálfur. Bærinn okkar hefur nefnilega á löngum tíma markað sér orðspor fyrir að vera barnvænt samfélag. Við getum öll verið stolt af því og þurfum að viðhalda þeirri stöðu. Fyrsta flokks þjónusta er stanslaust verkefni Það er ánægjulegt að ár eftir ár mælist ánægja með þjónustu við barnafjölskyldur í Garðabæ mjög mikil í samanburði við önnur sveitarfélög. Hið sama á við um þjónustu bæði grunnskóla og leikskóla. Lykillinn að góðri stöðu Garðabæjar er að mínu mati ákveðin auðmýkt gagnvart verkefninu og stöðugar umbætur. Það að þjóna vel þörfum barna og barnafjölskyldna krefst þess að margir leggi hönd á plóg og starfi vel saman. Farsælt skólastarf felst í fólkinu Farsæl og góð þjónusta væri ómöguleg ef ekki væri fyrir fólkið sem starfar í þágu barna í Garðabæ. Það krefst næmni og færni að leiða stóran hóp ólíkra einstaklinga í samstilltu skólastarfi en þurfa um leið að geta mæta hverju barni þar sem það er. Starfsumhverfi skólastarfs á öllum stigum er í stanslausri þróun. Þær væntingar sem gerðar eru til starfsfólks hafa tekið miklum breytingum, ekki síst síðastliðin tvö ár þar sem unnið hefur verið þrekvirki við að laga starfið að mjög breyttum aðstæðum. Það er til mikils að vinna að þær breytingar sem hafa orðið á lífi barnanna okkar hafi ekki neikvæð áhrif á framtíð þeirra. Viðbragðið við aðstæðum undanfarinna missera sýnir ótvírætt getu fagfólksins okkar og vilja þeirra til að viðhalda öflugri þjónustu og hugsa í lausnum. Við þurfum áfram að hlúa að börnunum og við þurfum líka að skapa fagfólkinu okkar góðar starfsaðstæður. Grípum snemma inn í vanda barna Hvort sem um er að ræða almenna þjónustu eða sértækar þjónustuþarfir, þá er mikilvægt að búa börnum öruggt og eflandi umhverfi þar sem þau fá tækifæri til að vaxa og dafna. Jafnt í skólaþjónustu sem í barnavernd höfum við lagt áherslu á að grípa eins snemma og hægt er inn í vanda barna. Með innleiðingu farsældarfrumvarpsins svokallaða standa vonir til þess að þjónusta gagnvart börnum, hvort sem hún er á vegum sveitarfélags eða ríkis, verði samræmdari en áður þannig að öll úrlausn verði markvissari og hraðari. Það er mikilvægt verkefni að vinna á þessum forsendum. Hluti af áskorun okkar í Garðabæ er að við höfum ávallt sett markið hátt í málefnum barnafjölskyldna og það stendur ekki annað til en að halda því áfram. Væntingar til okkar sem erum í forsvari í bænum eru því miklar, sem er gott. Stærsta verkefnið í samfélaginu okkar er að vinna að velferð barna. Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Öll börnin okkar Guðrúnar hafa notið framúrskarandi þjónustu á sinni lífsins leið í gegnum skólakerfið hér í Garðabæ. Áður fyrr naut ég þess sjálfur. Bærinn okkar hefur nefnilega á löngum tíma markað sér orðspor fyrir að vera barnvænt samfélag. Við getum öll verið stolt af því og þurfum að viðhalda þeirri stöðu. Fyrsta flokks þjónusta er stanslaust verkefni Það er ánægjulegt að ár eftir ár mælist ánægja með þjónustu við barnafjölskyldur í Garðabæ mjög mikil í samanburði við önnur sveitarfélög. Hið sama á við um þjónustu bæði grunnskóla og leikskóla. Lykillinn að góðri stöðu Garðabæjar er að mínu mati ákveðin auðmýkt gagnvart verkefninu og stöðugar umbætur. Það að þjóna vel þörfum barna og barnafjölskyldna krefst þess að margir leggi hönd á plóg og starfi vel saman. Farsælt skólastarf felst í fólkinu Farsæl og góð þjónusta væri ómöguleg ef ekki væri fyrir fólkið sem starfar í þágu barna í Garðabæ. Það krefst næmni og færni að leiða stóran hóp ólíkra einstaklinga í samstilltu skólastarfi en þurfa um leið að geta mæta hverju barni þar sem það er. Starfsumhverfi skólastarfs á öllum stigum er í stanslausri þróun. Þær væntingar sem gerðar eru til starfsfólks hafa tekið miklum breytingum, ekki síst síðastliðin tvö ár þar sem unnið hefur verið þrekvirki við að laga starfið að mjög breyttum aðstæðum. Það er til mikils að vinna að þær breytingar sem hafa orðið á lífi barnanna okkar hafi ekki neikvæð áhrif á framtíð þeirra. Viðbragðið við aðstæðum undanfarinna missera sýnir ótvírætt getu fagfólksins okkar og vilja þeirra til að viðhalda öflugri þjónustu og hugsa í lausnum. Við þurfum áfram að hlúa að börnunum og við þurfum líka að skapa fagfólkinu okkar góðar starfsaðstæður. Grípum snemma inn í vanda barna Hvort sem um er að ræða almenna þjónustu eða sértækar þjónustuþarfir, þá er mikilvægt að búa börnum öruggt og eflandi umhverfi þar sem þau fá tækifæri til að vaxa og dafna. Jafnt í skólaþjónustu sem í barnavernd höfum við lagt áherslu á að grípa eins snemma og hægt er inn í vanda barna. Með innleiðingu farsældarfrumvarpsins svokallaða standa vonir til þess að þjónusta gagnvart börnum, hvort sem hún er á vegum sveitarfélags eða ríkis, verði samræmdari en áður þannig að öll úrlausn verði markvissari og hraðari. Það er mikilvægt verkefni að vinna á þessum forsendum. Hluti af áskorun okkar í Garðabæ er að við höfum ávallt sett markið hátt í málefnum barnafjölskyldna og það stendur ekki annað til en að halda því áfram. Væntingar til okkar sem erum í forsvari í bænum eru því miklar, sem er gott. Stærsta verkefnið í samfélaginu okkar er að vinna að velferð barna. Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun