Hátt í hundrað verkefni vegna veðursins í dag Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 25. febrúar 2022 17:08 Björgunarsveitir hafa sinnt nokkrum fjölda fokverkefna í dag. vísir/vilhelm Veðrið gekk frekar hratt niður upp úr klukkan þrjú á Suðvesturhorninu og er því farið að róast hjá björgunarsveitum. Þó hefur áfram borið á verkefnum á Vestur- og Norðurlandi. Rétt fyrir fjögur höfðu björgunarsveitir farið í um hundrað verkefni um allt land. „Dagurinn byrjaði nokkuð rólega, svo kom nokkuð grimmur hvellur upp úr 12, þá snarjukust verkefnin hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Þar voru helst á ferðinni klassísk fokverkefni á borð við klæðingar, þakplötur og gróðurhús. Einnig hafi yfirbyggðar svalir á höfuðborgarsvæðinu sums staðar fokið upp og skemmst. Í kjölfarið fór að fjölga tilkynningum tengt vatnselg, stíflum og vatni sem var að leka inn í hús. Einnig hafi borist útköll borist vegna bíla í vanda. „Við höfum verið að biðla til fólks í föstudagsumferðinni að fara varlega á höfuðborgarsvæðinu. Það geta víða verið pollar sem smábílar og rafmagnsbílar eru kannski ekki sérstaklega góðir að ráða við ef þeir grimmt í polla,“ segir Davíð. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Vísir/Vilhelm Einnig hafi þurft að losa fasta bíla upp á Mosfellsheiði, í Borgarfirði og á Holtavörðuheiði. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir til þegar stálgrindarhús í Hafnarfirði sprakk í óveðrinu. Davíð segir að það hafi myndast töluverð hætta af braki sem fauk um hverfið á tímabili en lögregla tók ákvörðun um að loka fyrir umferð um Helluhverfi vegna þessa. „Við erum bara ánægð með daginn, það gekk allt vel og engar tilkynningar voru um slys á fólki eða neitt svoleiðis.“ Þó sé áfram erfitt veður fyrir norðan og björgunarsveitir á Norður- og Austurlandi muni fylgjast vel með sem fyrr. Veður Björgunarsveitir Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
„Dagurinn byrjaði nokkuð rólega, svo kom nokkuð grimmur hvellur upp úr 12, þá snarjukust verkefnin hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Þar voru helst á ferðinni klassísk fokverkefni á borð við klæðingar, þakplötur og gróðurhús. Einnig hafi yfirbyggðar svalir á höfuðborgarsvæðinu sums staðar fokið upp og skemmst. Í kjölfarið fór að fjölga tilkynningum tengt vatnselg, stíflum og vatni sem var að leka inn í hús. Einnig hafi borist útköll borist vegna bíla í vanda. „Við höfum verið að biðla til fólks í föstudagsumferðinni að fara varlega á höfuðborgarsvæðinu. Það geta víða verið pollar sem smábílar og rafmagnsbílar eru kannski ekki sérstaklega góðir að ráða við ef þeir grimmt í polla,“ segir Davíð. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Vísir/Vilhelm Einnig hafi þurft að losa fasta bíla upp á Mosfellsheiði, í Borgarfirði og á Holtavörðuheiði. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir til þegar stálgrindarhús í Hafnarfirði sprakk í óveðrinu. Davíð segir að það hafi myndast töluverð hætta af braki sem fauk um hverfið á tímabili en lögregla tók ákvörðun um að loka fyrir umferð um Helluhverfi vegna þessa. „Við erum bara ánægð með daginn, það gekk allt vel og engar tilkynningar voru um slys á fólki eða neitt svoleiðis.“ Þó sé áfram erfitt veður fyrir norðan og björgunarsveitir á Norður- og Austurlandi muni fylgjast vel með sem fyrr.
Veður Björgunarsveitir Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira