Clippers unnu baráttuna um borg englana Atli Arason skrifar 26. febrúar 2022 09:30 Los Angeles Clippers þurftu hvorki á Paul George né Kawhi Leonard að halda í sigri á Lakers. Báðir eru þeir enn þá á meiðlalista Clippers. (Keith Birmingham/The Orange County Register via AP) Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Tveir þeirra fóru alla leið í framlengingu en LeBron James og félögum tókst ekki að knýja fram framlegingu í Los Angeles. LA Lakers 102-105 LA Clippers LA Clippers vann sinn sjötta leik í röð á LA Lakers í nótt. LeBron James var stigahæsti leikmaður vallarins með 21 stig og 11 fráköst en Terance Mann var stigahæstur hjá Clippers með 19 stig, ásamt því að taka 10 fráköst. Clippers styrka stöðuna sína í áttunda sæti vestur deildarinnar með sigrinum en Lakers er áfram í níunda sæti, tveimur sigrum á undan Portland Trail Blazers. Phoenix Suns 102-117 New Orleans Pelicans Eftir átta sigurleiki í röð töpuðu Suns nokkuð óvænt gegn Pelicans á heimavelli með 15 stiga mun. CJ McCollum, sem skipti yfir til Pelicans fyrr í þessum mánuði var stigahæsti leikmaður vallarins með 32 stig. Devin Booker gerði 30 stig fyrir Suns. Suns eru áfram á toppi vestur deildarinnar á meðan Pelicans eru í 12. sæti. Utah Jazz 114-109 Dallas Mavericks Tvöföld tvenna Luka Dončić dugði Mavericks ekki til sigurs á Utah Jazz. Dončić var með 23 stig, 11 stoðsendingar og 7 fráköst í fimm stiga tapi. Donovan Michell var stigahæsti leikmaður vallarins með 33 stig fyrir Jazz. Jazz styrkti stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum en Mavericks eru áfram í fimmta sæti. Minnesota Timberwolves 102-133 Philadelphia 76ers 76ers gjörsigraði Timberwolves með 31 stigi en 76ers unnu alla leikhlutana og sigur þeirra var aldrei í hættu. Hjá 76ers var Joel Embiid stigahæstur með 34 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar. James Harden var með 27 stig, 8 fráköst og 12 stoðsendingar í sínum fyrsta leik fyrir 76ers. Karl-Anthony Towns gerði 25 stig fyrir Timerwolves. 76ers fara upp í þriðja sæti austur deildarinnar með sigrinum en Timberwolves eru áfram í sjöunda sæti vestur deildar. New York Knicks 100-115 Miami Heat Stórleikur RJ Barrett dugði Knicks ekki til sigurs á Heat en Barrett var með 46 stig og 9 fráköst. Heat vann með 15 stigum en Tyler Herro var stigahæstur hjá gestunum með 25 stig. Heat deilir toppsæti austurdeildar með Bulls á meðan Knicks eru í 12 sæti. Washington Wizards 153-157 San Antonio Spurs Mest spennandi leikur gærkvöldsins var leikur Wizards og Spurs sem var tvíframlengdur. Kyle Kuzma var stigahæstur leikmaður vallarins með 36 stig fyrir Wizards. Keldon Johnson gerði 32 stig fyrir Spurs. Spurs eru í 11 sæti vesturdeildar á meðan Wizards eru í 11 sæti austurdeildar. Charlotte Hornets 125 – 93 Toronto Raptors Hornets unnu þægilegan 32 stiga sigur á Raptors Terry Rozier og Kelly Oubre voru báðir með 23 stig fyrir Hornets á meðan Scottie Barnes sá nánast einn um stigaskorun Raptors með 28 stig. Hornets eru í níunda sæti austurdeildar, tveimur sigrum á eftir Raptors sem eru í sjöunda sæti. Orlando Magic 119-111 Houston Rockets Magic vann slag neðstu liða deildanna með átta stigum. Chuma Okeke var stigahæsti leikmaður vallarins með 26 stig ásamt því að taka 9 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Wendell Carter var með tvöfalda tvennu hjá Magic með 24 stig og 12 fráköst. Jalen Green var stigahæstur hjá Rockets með 23 stig. Rockets er áfram á botni vesturdeildar eftir áttunda tapleikinn í röð á meðan Magic er áfram í neðsta sæti austurdeildarinnar með þó jafn marga sigra og Detroit Pistons. Indiana Pacers 125- 129 Oklahoma City Thunder Thunder vann 4 stiga sigur á Pacers eftir framlengdan leik þökk sé 36 stigum frá Shai Gilgeour-Alexander. Buddy Hield dróg vagninn hjá Pacers með 29 stig. OKC er áfram í 14 sæti vesturdeildar eftir sigurinn á meðan Pacers er í 13 sæti austurdeildar. NBA Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Sjá meira
LA Lakers 102-105 LA Clippers LA Clippers vann sinn sjötta leik í röð á LA Lakers í nótt. LeBron James var stigahæsti leikmaður vallarins með 21 stig og 11 fráköst en Terance Mann var stigahæstur hjá Clippers með 19 stig, ásamt því að taka 10 fráköst. Clippers styrka stöðuna sína í áttunda sæti vestur deildarinnar með sigrinum en Lakers er áfram í níunda sæti, tveimur sigrum á undan Portland Trail Blazers. Phoenix Suns 102-117 New Orleans Pelicans Eftir átta sigurleiki í röð töpuðu Suns nokkuð óvænt gegn Pelicans á heimavelli með 15 stiga mun. CJ McCollum, sem skipti yfir til Pelicans fyrr í þessum mánuði var stigahæsti leikmaður vallarins með 32 stig. Devin Booker gerði 30 stig fyrir Suns. Suns eru áfram á toppi vestur deildarinnar á meðan Pelicans eru í 12. sæti. Utah Jazz 114-109 Dallas Mavericks Tvöföld tvenna Luka Dončić dugði Mavericks ekki til sigurs á Utah Jazz. Dončić var með 23 stig, 11 stoðsendingar og 7 fráköst í fimm stiga tapi. Donovan Michell var stigahæsti leikmaður vallarins með 33 stig fyrir Jazz. Jazz styrkti stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum en Mavericks eru áfram í fimmta sæti. Minnesota Timberwolves 102-133 Philadelphia 76ers 76ers gjörsigraði Timberwolves með 31 stigi en 76ers unnu alla leikhlutana og sigur þeirra var aldrei í hættu. Hjá 76ers var Joel Embiid stigahæstur með 34 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar. James Harden var með 27 stig, 8 fráköst og 12 stoðsendingar í sínum fyrsta leik fyrir 76ers. Karl-Anthony Towns gerði 25 stig fyrir Timerwolves. 76ers fara upp í þriðja sæti austur deildarinnar með sigrinum en Timberwolves eru áfram í sjöunda sæti vestur deildar. New York Knicks 100-115 Miami Heat Stórleikur RJ Barrett dugði Knicks ekki til sigurs á Heat en Barrett var með 46 stig og 9 fráköst. Heat vann með 15 stigum en Tyler Herro var stigahæstur hjá gestunum með 25 stig. Heat deilir toppsæti austurdeildar með Bulls á meðan Knicks eru í 12 sæti. Washington Wizards 153-157 San Antonio Spurs Mest spennandi leikur gærkvöldsins var leikur Wizards og Spurs sem var tvíframlengdur. Kyle Kuzma var stigahæstur leikmaður vallarins með 36 stig fyrir Wizards. Keldon Johnson gerði 32 stig fyrir Spurs. Spurs eru í 11 sæti vesturdeildar á meðan Wizards eru í 11 sæti austurdeildar. Charlotte Hornets 125 – 93 Toronto Raptors Hornets unnu þægilegan 32 stiga sigur á Raptors Terry Rozier og Kelly Oubre voru báðir með 23 stig fyrir Hornets á meðan Scottie Barnes sá nánast einn um stigaskorun Raptors með 28 stig. Hornets eru í níunda sæti austurdeildar, tveimur sigrum á eftir Raptors sem eru í sjöunda sæti. Orlando Magic 119-111 Houston Rockets Magic vann slag neðstu liða deildanna með átta stigum. Chuma Okeke var stigahæsti leikmaður vallarins með 26 stig ásamt því að taka 9 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Wendell Carter var með tvöfalda tvennu hjá Magic með 24 stig og 12 fráköst. Jalen Green var stigahæstur hjá Rockets með 23 stig. Rockets er áfram á botni vesturdeildar eftir áttunda tapleikinn í röð á meðan Magic er áfram í neðsta sæti austurdeildarinnar með þó jafn marga sigra og Detroit Pistons. Indiana Pacers 125- 129 Oklahoma City Thunder Thunder vann 4 stiga sigur á Pacers eftir framlengdan leik þökk sé 36 stigum frá Shai Gilgeour-Alexander. Buddy Hield dróg vagninn hjá Pacers með 29 stig. OKC er áfram í 14 sæti vesturdeildar eftir sigurinn á meðan Pacers er í 13 sæti austurdeildar.
NBA Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Sjá meira