Íþróttaheimurinn bregst við innrás Rússa Atli Arason skrifar 27. febrúar 2022 13:00 Leikmenn Manchester United og Watford (Getty Images) Viðbrögð við innrás Rússa í Úkraínu hafa ekki látið á sér standa. Þjóðir, einstaklingar, fyrirtæki og fleiri hafa keppst um að sýna samstöðu með Úkraínu en Íþróttahreyfingin út um allan heim hefur einnig brugðist harkalega við, hér að neðan má sjá samantekt af viðbrögðum félaga, sambanda og leikmanna hingað til. Lið í ensku úrvalsdeildinni hefur einnig sýnt samstöðu með Úkraínu en leikmenn Manchester United og Watford sameinuðust í myndatöku fyrir leik þeirra í gær og héldu uppi skilti með orðinu „friður“ ritað á sex mismunandi tungumálum. Leikmenn Manchester City komu klæddir bolum með úkraínska fánanum og áletruninni „ekkert stríð“ (e. No war) til leiks gegn Everton í gær á meðan leikmenn Everton voru allir með úkraínska fánan á herðum sér. Bæði lið eru með úkraínska leikmenn í leikmannahópum sínum, Oleksandr Zinchenko hjá Manchester City og Vitaliy Mykolenko hjá Everton. Roman Abramovich, rússneskur auðkýfingur og persónulegur vinur Vladimir Putin neyddist í gær til að stíga til hliðar í daglegum störfum sínum fyrir Chelsea svo að félagið gæti fengið að starfa í friði án hans afskipta. Fótboltafélög víða um Evrópu hafa sagt upp styrktarsamningum sínum við rússnesk fyrirtæki, þar á meðal Schalke 04, Manchester United, Austria Wien og UEFA, knattspyrnusamband Evrópu. Hollendingar hafa neitað að spila gegn Rússum í undankeppni HM í körfubolta en Bretar hafa einnig gert slíkt hið sama varðandi leik sinn gegn Hvít-Rússum í sömu undankeppni. Óljóst er hvort að Rússar haldi þátttökurétt sínum í undankeppninni en mögulegt er að Rússar og Úkraína muni mætast innbyrðis á næsta stigi undankeppninnar, komist bæði lið upp úr sínum riðlum. Kallað hefur verið eftir því að Rússar verði útilokaðir frá mótinu. Formúlu 1 kappakstrinum í Rússlandi, sem átti að fara fram í september á þessu ári hefur verið aflýst vegna innrásar Rússa. Pólland, Svíþjóð og Tékkland hafa öll neitað því að leika við Rússland í umspili um laust sæti á HM 2022 í Katar og ljóst að Rússar munu ekki taka þátt á HM í fótbolta nema að FIFA muni á einhvern hátt veita þeim hjálparhönd. Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Sjá meira
Lið í ensku úrvalsdeildinni hefur einnig sýnt samstöðu með Úkraínu en leikmenn Manchester United og Watford sameinuðust í myndatöku fyrir leik þeirra í gær og héldu uppi skilti með orðinu „friður“ ritað á sex mismunandi tungumálum. Leikmenn Manchester City komu klæddir bolum með úkraínska fánanum og áletruninni „ekkert stríð“ (e. No war) til leiks gegn Everton í gær á meðan leikmenn Everton voru allir með úkraínska fánan á herðum sér. Bæði lið eru með úkraínska leikmenn í leikmannahópum sínum, Oleksandr Zinchenko hjá Manchester City og Vitaliy Mykolenko hjá Everton. Roman Abramovich, rússneskur auðkýfingur og persónulegur vinur Vladimir Putin neyddist í gær til að stíga til hliðar í daglegum störfum sínum fyrir Chelsea svo að félagið gæti fengið að starfa í friði án hans afskipta. Fótboltafélög víða um Evrópu hafa sagt upp styrktarsamningum sínum við rússnesk fyrirtæki, þar á meðal Schalke 04, Manchester United, Austria Wien og UEFA, knattspyrnusamband Evrópu. Hollendingar hafa neitað að spila gegn Rússum í undankeppni HM í körfubolta en Bretar hafa einnig gert slíkt hið sama varðandi leik sinn gegn Hvít-Rússum í sömu undankeppni. Óljóst er hvort að Rússar haldi þátttökurétt sínum í undankeppninni en mögulegt er að Rússar og Úkraína muni mætast innbyrðis á næsta stigi undankeppninnar, komist bæði lið upp úr sínum riðlum. Kallað hefur verið eftir því að Rússar verði útilokaðir frá mótinu. Formúlu 1 kappakstrinum í Rússlandi, sem átti að fara fram í september á þessu ári hefur verið aflýst vegna innrásar Rússa. Pólland, Svíþjóð og Tékkland hafa öll neitað því að leika við Rússland í umspili um laust sæti á HM 2022 í Katar og ljóst að Rússar munu ekki taka þátt á HM í fótbolta nema að FIFA muni á einhvern hátt veita þeim hjálparhönd.
Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Sjá meira