Fjögurra daga vinnuvika: Tilraunaverkefni nær til Íslands Guðmundur D. Haraldsson skrifar 1. mars 2022 07:00 Við á Íslandi höfum á undanförnum árum stytt vinnuvikuna víða um samfélagið með ágætum árangri eins og vel er þekkt. Við höfum verið nokkuð á undan hinum enskumælandi heimi í þessari umræðu og sömuleiðis í að innleiða styttinguna. Umræðan erlendis er nú farin að aukast mjög, og er nú svo komið að í hinum enskumælandi fer nú fram mikil umræða um fjögurradaga vinnuviku — margir horfa til 32 stunda vinnuviku í því sambandi. Erlendis, einkum í Bretlandi, hefur umræðan um fjögurra daga vinnuviku staðið í nokkur ár og hefur mjög magnast allt frá árinu 2019. Ástæðurnar má rekja til aukinnar sjálfvirkni, til aukinnar umhverfisvitundar, til stafrænnar þróunar og stjórnmálalegra breytinga, auk hugarfarsbreytinga sem komu til vegna heimsfaraldursins. Segja má að faraldurinn hafi opnað augu fólks fyrir því að annað lífsmynstur sé raunverulega mögulegt, í margs konar skilningi. Fræðast má frekar um þessa þróun hér. Umræðan erlendis er nú orðin það þroskuð að fólk og fyrirtæki eru tilbúin til að hrinda af stað tilraunaverkefnum. Um þessar mundir fara af stað tilraunaverkefni í nokkrum löndum undir formerkjum fjögurra daga vinnuviku, meðal annars í Írlandi, Bandaríkjunum, Skotlandi og á Spáni. Og íslenskum fyrirtækjum býðst nú að vera með í enn öðru tilraunaverkefni, sem rekið er í Bretlandi. Breska hugveitan Autonomy stendur að tilraunaverkefninu þar í landi í samstarfi við tvenn félagasamtök – 4 Day Week UK og 4 Day Week Global – ásamt rannsakendum við þrjá heimsþekkta háskóla: Oxford háskóla, Cambridge háskóla og Boston háskóla. Sérsvið Autonomy er vinnumarkaður og framtíð hans. Samstarf Öldu, félags um sjálfbærni og lýðræði, og Autonomy undanfarin ár opnar á þátttöku íslenskra fyrirtækja. Tilraunaverkefni Autonomy, sem áætlað er að standi yfir í hálft ár, felur í sér vinnustofur þar sem fulltrúar fyrirtækja sem hafa innleitt fjögurra daga vinnuviku aðstoða þátttakendur, auk þess sem þátttakendur hafa aðgang að eigin ráðgjafa og stuðningsneti. Fræðimennirnir úr háskólunum munu aðstoða við að mæla framleiðni og meta framganginn. Það verður því nægur stuðningur í boði úr ólíkum áttum. Yfir 30 fyrirtæki hafa þegar skráð sig í tilraunaverkefnið. Tilraunaverkefni Autonomy er kjörið tækifæri fyrir íslensk einkafyrirtæki til að sýna framsækni í verki og taka þátt í að móta vinnumarkað framtíðarinnar. Áhugasömum fyrirtækjum stendur til boða að hafa samband beint við Autonomy og óska eftir þátttöku. Frestur til skráningar rennur út í lok mars. Kynningarfundur verður haldinn þann 10. mars. Ég hvet alla, jafnt vinnandi fólk sem stjórnendur og eigendur fyrirtækja, til að ígrunda þetta tækifæri í samráði við aðra á vinnustaðnum. Ef fólki líst vel á er um að gera að hafa samband við Autonomy eins fljótt og auðið er. Framtíðin er núna. Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Við á Íslandi höfum á undanförnum árum stytt vinnuvikuna víða um samfélagið með ágætum árangri eins og vel er þekkt. Við höfum verið nokkuð á undan hinum enskumælandi heimi í þessari umræðu og sömuleiðis í að innleiða styttinguna. Umræðan erlendis er nú farin að aukast mjög, og er nú svo komið að í hinum enskumælandi fer nú fram mikil umræða um fjögurradaga vinnuviku — margir horfa til 32 stunda vinnuviku í því sambandi. Erlendis, einkum í Bretlandi, hefur umræðan um fjögurra daga vinnuviku staðið í nokkur ár og hefur mjög magnast allt frá árinu 2019. Ástæðurnar má rekja til aukinnar sjálfvirkni, til aukinnar umhverfisvitundar, til stafrænnar þróunar og stjórnmálalegra breytinga, auk hugarfarsbreytinga sem komu til vegna heimsfaraldursins. Segja má að faraldurinn hafi opnað augu fólks fyrir því að annað lífsmynstur sé raunverulega mögulegt, í margs konar skilningi. Fræðast má frekar um þessa þróun hér. Umræðan erlendis er nú orðin það þroskuð að fólk og fyrirtæki eru tilbúin til að hrinda af stað tilraunaverkefnum. Um þessar mundir fara af stað tilraunaverkefni í nokkrum löndum undir formerkjum fjögurra daga vinnuviku, meðal annars í Írlandi, Bandaríkjunum, Skotlandi og á Spáni. Og íslenskum fyrirtækjum býðst nú að vera með í enn öðru tilraunaverkefni, sem rekið er í Bretlandi. Breska hugveitan Autonomy stendur að tilraunaverkefninu þar í landi í samstarfi við tvenn félagasamtök – 4 Day Week UK og 4 Day Week Global – ásamt rannsakendum við þrjá heimsþekkta háskóla: Oxford háskóla, Cambridge háskóla og Boston háskóla. Sérsvið Autonomy er vinnumarkaður og framtíð hans. Samstarf Öldu, félags um sjálfbærni og lýðræði, og Autonomy undanfarin ár opnar á þátttöku íslenskra fyrirtækja. Tilraunaverkefni Autonomy, sem áætlað er að standi yfir í hálft ár, felur í sér vinnustofur þar sem fulltrúar fyrirtækja sem hafa innleitt fjögurra daga vinnuviku aðstoða þátttakendur, auk þess sem þátttakendur hafa aðgang að eigin ráðgjafa og stuðningsneti. Fræðimennirnir úr háskólunum munu aðstoða við að mæla framleiðni og meta framganginn. Það verður því nægur stuðningur í boði úr ólíkum áttum. Yfir 30 fyrirtæki hafa þegar skráð sig í tilraunaverkefnið. Tilraunaverkefni Autonomy er kjörið tækifæri fyrir íslensk einkafyrirtæki til að sýna framsækni í verki og taka þátt í að móta vinnumarkað framtíðarinnar. Áhugasömum fyrirtækjum stendur til boða að hafa samband beint við Autonomy og óska eftir þátttöku. Frestur til skráningar rennur út í lok mars. Kynningarfundur verður haldinn þann 10. mars. Ég hvet alla, jafnt vinnandi fólk sem stjórnendur og eigendur fyrirtækja, til að ígrunda þetta tækifæri í samráði við aðra á vinnustaðnum. Ef fólki líst vel á er um að gera að hafa samband við Autonomy eins fljótt og auðið er. Framtíðin er núna. Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar