Runólfur tekinn til starfa sem forstjóri Landspítala Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. mars 2022 10:24 Runólfur Pálsson hóf störf í dag sem forstjóri Landspítala. Vísir/Vilhelm Runólfur Pálsson hefur hafið störf sem forstjóri Landspítala. Í ávarpi sínu á vef Landspítala segist Runólfur taka við starfinu af stolti og auðmýkt. Hann segir árangur spítalans á ýmsum sviðum hafa vakið eftirtekt og að sá árangur sé starfsfólki spítalans að þakka en lýsir þó yfir áhyggjum eftir kórónuveirufaraldurinn. Þrátt fyrir að farsóttin verði vonandi fljótlega að baki eru áskoranir fram undan. Ég hef sérstakar áhyggjur af viðvarandi skorti á starfsfólki og legurýmum. Þessi skortur skapar óviðunandi vinnuumhverfi og óhóflegt álag á starfsfólk. Þennan vítahring verðum við að rjúfa,“ segir Runólfur. Landspítali var færður yfir á neyðarstig síðastliðinn föstudag eftir að öllum Covid takmörkunum var aflétt en forsvarsmenn Landspítala hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum yfir stöðunni á spítalanum. Að sögn Runólfs munu megináherslurnar næstu mánuðina snúa að því að styrkja mönnun og vinna að verkefni spítalans séu við hæfi. Horfa þurfi sérstaklega til sérhæfðrar þjónustu spítalans auk þess sem nauðsynlegt er að skilgreina hvaða verkefni eiga heima hvar. „Í þeirri vinnu sem fram undan er tel ég mikilvægt að við byggjum á styrkleikum okkar þótt samtímis þurfi að berja í helstu bresti. Þetta verður yfirgripsmikið og krefjandi verkefni sem við þurfum öll að vinna saman. Raddir ykkar, starfsfólksins, eru sem aldrei fyrr mikilvægar í þessari vegferð og ég mun sérstaklega leggja mig fram um að hlusta eftir þeim,“ segir Runólfur. Læknir að mennt og prófessor Runólfur var skipaður í embættið til fimm ára af Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra þann 1. febrúar síðastliðinn en hann var metinn hæfastur í starfið að mati lögskipaðrar hæfnisnefndar. Hann tekur við starfinu af Páli Matthíassyni sem lét af störfum í október en Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir hefur verið settur forstjóri spítalans frá þeim tíma. Runólfur er læknir að mennt með sérfræðiréttindi í lyflækningum og nýrnalækningum. Þá er hann prófessor við Háskóla Íslands og varaforseti læknadeildar þar. Hann var á tíma kennslustjóri lyflækningasviðs og staðgengill framhaldsmenntunarstjóra lyflækningasviðs Landspítala auk þess sem hann var einn af yfirlæknum Covid-göngudeildarinnar. Þá hefur hann komið að fjölda nefnda og annarra stefnumótandi starfa í tengslum við kennslu- og þjálfunarhlutverk spítalans. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skilur pressuna á afléttingar en hvetur fólk til að fara áfram varlega Forstjóri Landspítalans telur að það megi spyrja sig hvort saman fari hljóð og mynd varðandi allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana hér á landi. Landspítalinn er sem stendur á neyðarstigi, hæsta mögulega viðbúnaðarstigi, vegna mikils álags. 25. febrúar 2022 22:07 Engar takmarkanir lengur í gildi vegna Covid Öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins hefur nú verið aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Þá hefur krafa um einangrun þeirra sem greinast smitaðir verið felld niður. Þetta er í annað sinn sem samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt en nú hefur skrefið verið tekið að fullu, og vonandi í síðasta sinn. 25. febrúar 2022 00:00 Landspítali færður á neyðarstig Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Farsóttarnefnd tók þessa ákvörðun og tók nýtt ástand gildi klukkan 14 í dag. 25. febrúar 2022 14:50 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Þrátt fyrir að farsóttin verði vonandi fljótlega að baki eru áskoranir fram undan. Ég hef sérstakar áhyggjur af viðvarandi skorti á starfsfólki og legurýmum. Þessi skortur skapar óviðunandi vinnuumhverfi og óhóflegt álag á starfsfólk. Þennan vítahring verðum við að rjúfa,“ segir Runólfur. Landspítali var færður yfir á neyðarstig síðastliðinn föstudag eftir að öllum Covid takmörkunum var aflétt en forsvarsmenn Landspítala hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum yfir stöðunni á spítalanum. Að sögn Runólfs munu megináherslurnar næstu mánuðina snúa að því að styrkja mönnun og vinna að verkefni spítalans séu við hæfi. Horfa þurfi sérstaklega til sérhæfðrar þjónustu spítalans auk þess sem nauðsynlegt er að skilgreina hvaða verkefni eiga heima hvar. „Í þeirri vinnu sem fram undan er tel ég mikilvægt að við byggjum á styrkleikum okkar þótt samtímis þurfi að berja í helstu bresti. Þetta verður yfirgripsmikið og krefjandi verkefni sem við þurfum öll að vinna saman. Raddir ykkar, starfsfólksins, eru sem aldrei fyrr mikilvægar í þessari vegferð og ég mun sérstaklega leggja mig fram um að hlusta eftir þeim,“ segir Runólfur. Læknir að mennt og prófessor Runólfur var skipaður í embættið til fimm ára af Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra þann 1. febrúar síðastliðinn en hann var metinn hæfastur í starfið að mati lögskipaðrar hæfnisnefndar. Hann tekur við starfinu af Páli Matthíassyni sem lét af störfum í október en Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir hefur verið settur forstjóri spítalans frá þeim tíma. Runólfur er læknir að mennt með sérfræðiréttindi í lyflækningum og nýrnalækningum. Þá er hann prófessor við Háskóla Íslands og varaforseti læknadeildar þar. Hann var á tíma kennslustjóri lyflækningasviðs og staðgengill framhaldsmenntunarstjóra lyflækningasviðs Landspítala auk þess sem hann var einn af yfirlæknum Covid-göngudeildarinnar. Þá hefur hann komið að fjölda nefnda og annarra stefnumótandi starfa í tengslum við kennslu- og þjálfunarhlutverk spítalans.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skilur pressuna á afléttingar en hvetur fólk til að fara áfram varlega Forstjóri Landspítalans telur að það megi spyrja sig hvort saman fari hljóð og mynd varðandi allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana hér á landi. Landspítalinn er sem stendur á neyðarstigi, hæsta mögulega viðbúnaðarstigi, vegna mikils álags. 25. febrúar 2022 22:07 Engar takmarkanir lengur í gildi vegna Covid Öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins hefur nú verið aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Þá hefur krafa um einangrun þeirra sem greinast smitaðir verið felld niður. Þetta er í annað sinn sem samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt en nú hefur skrefið verið tekið að fullu, og vonandi í síðasta sinn. 25. febrúar 2022 00:00 Landspítali færður á neyðarstig Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Farsóttarnefnd tók þessa ákvörðun og tók nýtt ástand gildi klukkan 14 í dag. 25. febrúar 2022 14:50 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Skilur pressuna á afléttingar en hvetur fólk til að fara áfram varlega Forstjóri Landspítalans telur að það megi spyrja sig hvort saman fari hljóð og mynd varðandi allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana hér á landi. Landspítalinn er sem stendur á neyðarstigi, hæsta mögulega viðbúnaðarstigi, vegna mikils álags. 25. febrúar 2022 22:07
Engar takmarkanir lengur í gildi vegna Covid Öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins hefur nú verið aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Þá hefur krafa um einangrun þeirra sem greinast smitaðir verið felld niður. Þetta er í annað sinn sem samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt en nú hefur skrefið verið tekið að fullu, og vonandi í síðasta sinn. 25. febrúar 2022 00:00
Landspítali færður á neyðarstig Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Farsóttarnefnd tók þessa ákvörðun og tók nýtt ástand gildi klukkan 14 í dag. 25. febrúar 2022 14:50