Aðlaðandi bær fyrir unga sem aldna Bjarni Geir Lúðvíksson skrifar 1. mars 2022 21:30 Ég tel að bæjarstjórnin hafi staðið sig vel í bæjarmálum í Hafnarfirði á líðandi kjörtímabili, og má segja að mikill meðbyr sé með Sjálfstæðisflokknum. Nýlega var gerð árleg þjónustukönnun á vegum Gallup og samkvæmt niðurstöðum hennar eru um það bil 90% Hafnfirðinga ánægðir í sínum bæ. Maður heyrir það líka vel þegar maður spjallar við bæjarbúa að þeir séu ánægðir. Það eru þó nokkur atriði sem ég tel að bæjarstjórn þurfi að skoða, því það má alltaf gera betur. Hafnarfjörður á að vera aðlaðandi bær sem lokkar til sín ungar fjölskyldur meðal annars með framúrskarandi skólakerfi fyrir börn á öllum aldri. Staðreyndin er því miður sú að ekki er pláss fyrir öll tólf mánaða gömul börn á leikskólum í Hafnarfirði. Hafnarfjörður líkt og önnur sveitarfélög ber skylda til að sinna grunnþjónustu við íbúa. Við verðum að tryggja að öll börn komist að inn á leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Vinna þarf markvisst að því að tryggja gott skólaumhverfi fyrir bæði nemendur og kennara. Það þarf að hafa góða yfirsýn og við verðum að framkvæma þær aðgerðir sem til þarf til að tryggja að allar fjölskyldur í Hafnarfirði hafi trausta og áreiðanlega grunnþjónustu. Það er einnig mikilvægt að við fáum fleira fagmenntað fólk til starfa á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum bæjarins. Hafnarfjörður hefur tækifæri til að vera bær unga fólksins og vil ég að við skoðum úrræði sem geta hjálpað unga fólkinu með sín fyrstu íbúðarkaup. Því miður er staðan þannig að það er erfitt að vera ungur og kaupa fyrstu fasteign, með hækkandi verðbólgu og fáranlegri hækkun fasteignaverðs getur þetta reynst oft mjög erfitt. Það getur jafnvel verið ómögulegt fyrir suma að flytja úr foreldrahúsum, og þess vegna er mikilvægt fyrir sveitarfélögin að skoða alla möguleika til að auðvelda ferlið. Ánægja bæjarbúa á öllum aldri í Hafnarfirði skiptir máli. Það er að mínu mati einnig mikilvægt að við sköpum öflugt mannlíf og stemningu fyrir bæjarbúa á öllum aldri. Efla þarf til dæmis félagsstarf fyrir eldri borgara í bænum og vil ég að þjónustu við eldri íbúa sé einföld, aðgengileg og skilvirk. Við viljum öll að ástvinir okkar og fjölskylda sé í öruggum höndum og líði vel. Ég sé mikil tækifæri fyrir Hafnarfjörð á næstu árum til að verða leiðandi í fjölskyldu- og skólamálum og einnig lýðheilsumálum. Við eigum að nýta allar þær stoðir og styrkleika sem við höfum og byggja upp þannig samfélag að allir séu ánægðir. Nú er einmitt mikilvægt að halda vel utan um fólkið okkar, því eftir faraldur eins og Covid hafa margir einangrast. Það getur tekið fólk smá tíma að aðlagast aftur að eðlilegu samfélagi. Ég vill komast í bæjarstjórn í Hafnarfirði því ég tel það ekki bara mikilvægt heldur nauðsynlegt að við yngri kynslóðir tökum þátt í stjórnmálum. Það er aðdáandavert að fylgjast með yngri ráðherrum og þingmönnum, en drifkraftur og metnaður er áberandi hjá þeim. Ég vil taka þátt og þess vegna óska ég eftir stuðningi ykkar í 3-4 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins dagana 3-5. mars. Höfundur er frambjóðandi í 3-4 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég tel að bæjarstjórnin hafi staðið sig vel í bæjarmálum í Hafnarfirði á líðandi kjörtímabili, og má segja að mikill meðbyr sé með Sjálfstæðisflokknum. Nýlega var gerð árleg þjónustukönnun á vegum Gallup og samkvæmt niðurstöðum hennar eru um það bil 90% Hafnfirðinga ánægðir í sínum bæ. Maður heyrir það líka vel þegar maður spjallar við bæjarbúa að þeir séu ánægðir. Það eru þó nokkur atriði sem ég tel að bæjarstjórn þurfi að skoða, því það má alltaf gera betur. Hafnarfjörður á að vera aðlaðandi bær sem lokkar til sín ungar fjölskyldur meðal annars með framúrskarandi skólakerfi fyrir börn á öllum aldri. Staðreyndin er því miður sú að ekki er pláss fyrir öll tólf mánaða gömul börn á leikskólum í Hafnarfirði. Hafnarfjörður líkt og önnur sveitarfélög ber skylda til að sinna grunnþjónustu við íbúa. Við verðum að tryggja að öll börn komist að inn á leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Vinna þarf markvisst að því að tryggja gott skólaumhverfi fyrir bæði nemendur og kennara. Það þarf að hafa góða yfirsýn og við verðum að framkvæma þær aðgerðir sem til þarf til að tryggja að allar fjölskyldur í Hafnarfirði hafi trausta og áreiðanlega grunnþjónustu. Það er einnig mikilvægt að við fáum fleira fagmenntað fólk til starfa á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum bæjarins. Hafnarfjörður hefur tækifæri til að vera bær unga fólksins og vil ég að við skoðum úrræði sem geta hjálpað unga fólkinu með sín fyrstu íbúðarkaup. Því miður er staðan þannig að það er erfitt að vera ungur og kaupa fyrstu fasteign, með hækkandi verðbólgu og fáranlegri hækkun fasteignaverðs getur þetta reynst oft mjög erfitt. Það getur jafnvel verið ómögulegt fyrir suma að flytja úr foreldrahúsum, og þess vegna er mikilvægt fyrir sveitarfélögin að skoða alla möguleika til að auðvelda ferlið. Ánægja bæjarbúa á öllum aldri í Hafnarfirði skiptir máli. Það er að mínu mati einnig mikilvægt að við sköpum öflugt mannlíf og stemningu fyrir bæjarbúa á öllum aldri. Efla þarf til dæmis félagsstarf fyrir eldri borgara í bænum og vil ég að þjónustu við eldri íbúa sé einföld, aðgengileg og skilvirk. Við viljum öll að ástvinir okkar og fjölskylda sé í öruggum höndum og líði vel. Ég sé mikil tækifæri fyrir Hafnarfjörð á næstu árum til að verða leiðandi í fjölskyldu- og skólamálum og einnig lýðheilsumálum. Við eigum að nýta allar þær stoðir og styrkleika sem við höfum og byggja upp þannig samfélag að allir séu ánægðir. Nú er einmitt mikilvægt að halda vel utan um fólkið okkar, því eftir faraldur eins og Covid hafa margir einangrast. Það getur tekið fólk smá tíma að aðlagast aftur að eðlilegu samfélagi. Ég vill komast í bæjarstjórn í Hafnarfirði því ég tel það ekki bara mikilvægt heldur nauðsynlegt að við yngri kynslóðir tökum þátt í stjórnmálum. Það er aðdáandavert að fylgjast með yngri ráðherrum og þingmönnum, en drifkraftur og metnaður er áberandi hjá þeim. Ég vil taka þátt og þess vegna óska ég eftir stuðningi ykkar í 3-4 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins dagana 3-5. mars. Höfundur er frambjóðandi í 3-4 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun