„Krefjandi aðstæður og mikil læti“ Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2022 13:00 Arnar Pétursson í höllinni í Kastamonu þar sem íslenska landsliðið freistar þess að taka skref í viðbót í átt að EM sem fram fer í desember. Skjáskot Búist er við 2-3.000 öflugum, tyrkneskum stuðningsmönnum á leik Tyrklands og Íslands í Kastamonu í dag, í undankeppni EM kvenna í handbolta. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari fagnar því. „Okkur líst bara vel á það. Þetta verða klárlega krefjandi aðstæður og mikil læti og stemning en við ætlum að reyna að njóta þess. Það er langt síðan að við höfum spilað fyrir framan svona mikið af fólki, og í svo langan tíma hefur það bara verið fyrir framan örfáar hræður út af þessu Covid-veseni. En við finnum bara tilhlökkun. Við ætlum að njóta þess og hafa gaman af því,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar landsliðsþjálfari um leikinn við Tyrki í dag Ísland á möguleika á því að komast á EM eftir að hafa unnið Serbíu í október. Til að komast á EM er hins vegar ljóst að Ísland má illa við því að vinna ekki báða leikina við Tyrki, í dag og á sunnudaginn, þar sem Tyrkir eru lægst skrifaða liðið í riðlinum. Arnar vill þó ekki meina að um skyldusigra sé að ræða: „Alls ekki. Þetta tyrkneska lið er hættulegur andstæðingur. Þær hafa verið og eru í mikilli sókn í evrópskum handbolta. Þær spiluðu hörkuleiki við bæði Svía og Serba. Svíarnir lentu í hörkubasli með þær tyrknesku hérna þrátt fyrir að vera eitt af bestu liðum heims í dag. Þetta er því langt frá því að vera eitthvað skylduverkefni. Við þurfum að eiga mjög góðan leik og spila gæðahandbolta til að klára þetta verkefni,“ sagði Arnar. „Ef þú ætlar að gefa eitthvað eftir á móti þeim þá grípa þær gæsina“ Tyrkir töpuðu 36-27 á útivelli gegn Serbíu í október og svo 31-23 á heimavelli gegn Svíum eftir að staðan hafði verið 15-12 fyrir Svíþjóð í hálfleik. Arnar segir hins vegar ekkert hægt að slaka á gegn Tyrkjunum: „Þetta eru margir jafnir leikmenn – stelpur sem að vita sín takmörk, berjast í vörn og eru allar í þessu saman. Þær eru hættulegur andstæðingur. Ef þú ætlar að gefa eitthvað eftir á móti þeim þá grípa þær gæsina og nýta öll færi sem við gefum þeim,“ sagði Arnar sem vill sjá íslenska liðið halda áfram að bæta sig, eftir sigurinn flotta gegn Serbum í haust. „Ég vil sjá okkur halda áfram að bæta í, bæði í vörn og sókn. Ég vil sjá okkur leggja okkur hundrað prósent fram, njóta og hafa gaman af þessu. Berjast saman og leggja okkur fram sem ein liðsheild. Það á að skila okkur góðum úrslitum.“ Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 16 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
„Okkur líst bara vel á það. Þetta verða klárlega krefjandi aðstæður og mikil læti og stemning en við ætlum að reyna að njóta þess. Það er langt síðan að við höfum spilað fyrir framan svona mikið af fólki, og í svo langan tíma hefur það bara verið fyrir framan örfáar hræður út af þessu Covid-veseni. En við finnum bara tilhlökkun. Við ætlum að njóta þess og hafa gaman af því,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar landsliðsþjálfari um leikinn við Tyrki í dag Ísland á möguleika á því að komast á EM eftir að hafa unnið Serbíu í október. Til að komast á EM er hins vegar ljóst að Ísland má illa við því að vinna ekki báða leikina við Tyrki, í dag og á sunnudaginn, þar sem Tyrkir eru lægst skrifaða liðið í riðlinum. Arnar vill þó ekki meina að um skyldusigra sé að ræða: „Alls ekki. Þetta tyrkneska lið er hættulegur andstæðingur. Þær hafa verið og eru í mikilli sókn í evrópskum handbolta. Þær spiluðu hörkuleiki við bæði Svía og Serba. Svíarnir lentu í hörkubasli með þær tyrknesku hérna þrátt fyrir að vera eitt af bestu liðum heims í dag. Þetta er því langt frá því að vera eitthvað skylduverkefni. Við þurfum að eiga mjög góðan leik og spila gæðahandbolta til að klára þetta verkefni,“ sagði Arnar. „Ef þú ætlar að gefa eitthvað eftir á móti þeim þá grípa þær gæsina“ Tyrkir töpuðu 36-27 á útivelli gegn Serbíu í október og svo 31-23 á heimavelli gegn Svíum eftir að staðan hafði verið 15-12 fyrir Svíþjóð í hálfleik. Arnar segir hins vegar ekkert hægt að slaka á gegn Tyrkjunum: „Þetta eru margir jafnir leikmenn – stelpur sem að vita sín takmörk, berjast í vörn og eru allar í þessu saman. Þær eru hættulegur andstæðingur. Ef þú ætlar að gefa eitthvað eftir á móti þeim þá grípa þær gæsina og nýta öll færi sem við gefum þeim,“ sagði Arnar sem vill sjá íslenska liðið halda áfram að bæta sig, eftir sigurinn flotta gegn Serbum í haust. „Ég vil sjá okkur halda áfram að bæta í, bæði í vörn og sókn. Ég vil sjá okkur leggja okkur hundrað prósent fram, njóta og hafa gaman af þessu. Berjast saman og leggja okkur fram sem ein liðsheild. Það á að skila okkur góðum úrslitum.“ Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 16 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita