Kjarnorkumengun myndi ekki berast hingað og óþarfi að hamstra joð Lillý Valgerður Pétursdóttir og Árni Sæberg skrifa 4. mars 2022 23:30 Gísli Jónsson er viðbúnaðarstjóri Geislavarna ríkissins. Stöð 2/Bjarni Geislavarnarstofnanir Norðurlandanna fylgjast grannt með stríðinu í Úkraínu. Á meðal þeirra sem taka þátt í þessu eftirliti er starfsfólk Geislavarna ríksins. Viðbúnaðarstjóri stofnunarinnar segir alls ekki búist við að kjarnorkumengun finnist hér á landi ef komi til kjarnorkuslyss í Úkraínu. Viðbúnaður Geislavarna ríkisins hefur ekki verið aukinn vegna stöðunnar sem komin er upp vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Eftirlit og samstarf milli þeirra aðila sem vakta geislamengun í Evrópu hefur hins vegar verið aukið. Gísli Jónsson, viðbúnaðarstjóri Geislavarna ríksins, segir að ef komi til kjarnorkuslyss eða jafnvel kjarnorkusprengingar í Úkraínu muni langur tími líða þar til áhrif þess mælist hér á landi. „Það er dálítið erfitt að segja til hversu langan tíma það tæki, það fer allt eftir veðri. En ef við tökum dæmi af Fukushima slysinu tók kringum tíu daga að mæla einhvern snefil af menguninni þaðan hérna á Ísland,“ segir hann. Hann segir starfsfólk Geislavarna alls ekki búast við miklum áhrifum hér á landi ef kæmi til geislamengunar í Úkraínu, fjarlægðin sé einfaldlega svo mikil. Þá segir hann algjörlega óþarfi að fólk hamstri joðtöflur, en nokkuð hefur borið á því undanfarna daga. „Varasamasta geislavirka joðið hefur helmingunartíma upp á átta daga. Ef það kæmi upp eitthvað atvik í Úkraínu þá væri stór hluti af því bara búið að brotna niður áður en það kæmi til landsins. Það er ekki þörf fyrir fólk að hamstra,“ segir Gísli. Gísli sýndi mælitæki Geislavarna ríkisins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan. Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Viðbúnaður Geislavarna ríkisins hefur ekki verið aukinn vegna stöðunnar sem komin er upp vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Eftirlit og samstarf milli þeirra aðila sem vakta geislamengun í Evrópu hefur hins vegar verið aukið. Gísli Jónsson, viðbúnaðarstjóri Geislavarna ríksins, segir að ef komi til kjarnorkuslyss eða jafnvel kjarnorkusprengingar í Úkraínu muni langur tími líða þar til áhrif þess mælist hér á landi. „Það er dálítið erfitt að segja til hversu langan tíma það tæki, það fer allt eftir veðri. En ef við tökum dæmi af Fukushima slysinu tók kringum tíu daga að mæla einhvern snefil af menguninni þaðan hérna á Ísland,“ segir hann. Hann segir starfsfólk Geislavarna alls ekki búast við miklum áhrifum hér á landi ef kæmi til geislamengunar í Úkraínu, fjarlægðin sé einfaldlega svo mikil. Þá segir hann algjörlega óþarfi að fólk hamstri joðtöflur, en nokkuð hefur borið á því undanfarna daga. „Varasamasta geislavirka joðið hefur helmingunartíma upp á átta daga. Ef það kæmi upp eitthvað atvik í Úkraínu þá væri stór hluti af því bara búið að brotna niður áður en það kæmi til landsins. Það er ekki þörf fyrir fólk að hamstra,“ segir Gísli. Gísli sýndi mælitæki Geislavarna ríkisins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira