Shevchenko beygði af: „Get ekki horft á það sem er að gerast í landinu mínu án þess að gráta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2022 12:01 Andriy Shevchenko fagnar einu 48 marka sinna fyrir úkraínska landsliðið. getty/Martin Rose Andriy Shevchenko, frægasti fótboltamaður Úkraínu, hefur miklar áhyggjur af fjölskyldumeðlimum sínum sem eru enn í heimalandinu. Stríð hefur geysað í Úkraínu síðan Rússar réðust inn í landið fyrir rúmri viku. Shevchenko á ættingja sem ákváðu að halda kyrru fyrir í Úkraínu og hann er eðlilega áhyggjufullur vegna þeirra. Hann ræddi um stöðuna í Úkraínu í ítalska sjónvarpsþættinum Che Tempo Che Fa í gær. „Mamma mín, systir og aðrir ættingjar eru enn í Úkraínu. Ég tala við þau á hverjum degi. Það var þeirra val að vera um kyrrt,“ sagði Shevchenko. „Ég get ekki horft á það sem er að gerast í landinu mínu án þess að gráta. Þau segja mér frá ástandinu í Úkraínu, borgum sem er búið að sprengja, börnum og öldruðum sem eru myrtir. Við verðum að reyna að fá Rússa til að leggja niður vopnin, finna lausn og stöðva stríðið.“ Óskaði eftir ítalskri hjálp Shevchenko biðlaði einnig til Ítala að bjóða Úkraínumenn velkomna til landsins á þessum erfiðum tímum. „Þegar ég kom til Ítalíu opnaði landið hjarta sitt fyrir mér. Mér leið eins og ég væri einn af ykkur og þetta er mitt annað heimili,“ sagði Shevchenko. „Núna bið ég ykkur að opna hjarta ykkar fyrir mínu fólki. Við erum hjálparþurfi. Látið þeim líða eins og mér leið. Allir hafa sýnt mikinn hlýhug en ég bið um meira.“ Shevchenko er markahæsti leikmaður í sögu úkraínska landsliðsins og þjálfaði það svo á árunum 2016-21. Hann lék lengi með AC Milan á Ítalíu og er næstmarkahæstur í sögu félagsins með 175 mörk. Fótbolti Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira
Stríð hefur geysað í Úkraínu síðan Rússar réðust inn í landið fyrir rúmri viku. Shevchenko á ættingja sem ákváðu að halda kyrru fyrir í Úkraínu og hann er eðlilega áhyggjufullur vegna þeirra. Hann ræddi um stöðuna í Úkraínu í ítalska sjónvarpsþættinum Che Tempo Che Fa í gær. „Mamma mín, systir og aðrir ættingjar eru enn í Úkraínu. Ég tala við þau á hverjum degi. Það var þeirra val að vera um kyrrt,“ sagði Shevchenko. „Ég get ekki horft á það sem er að gerast í landinu mínu án þess að gráta. Þau segja mér frá ástandinu í Úkraínu, borgum sem er búið að sprengja, börnum og öldruðum sem eru myrtir. Við verðum að reyna að fá Rússa til að leggja niður vopnin, finna lausn og stöðva stríðið.“ Óskaði eftir ítalskri hjálp Shevchenko biðlaði einnig til Ítala að bjóða Úkraínumenn velkomna til landsins á þessum erfiðum tímum. „Þegar ég kom til Ítalíu opnaði landið hjarta sitt fyrir mér. Mér leið eins og ég væri einn af ykkur og þetta er mitt annað heimili,“ sagði Shevchenko. „Núna bið ég ykkur að opna hjarta ykkar fyrir mínu fólki. Við erum hjálparþurfi. Látið þeim líða eins og mér leið. Allir hafa sýnt mikinn hlýhug en ég bið um meira.“ Shevchenko er markahæsti leikmaður í sögu úkraínska landsliðsins og þjálfaði það svo á árunum 2016-21. Hann lék lengi með AC Milan á Ítalíu og er næstmarkahæstur í sögu félagsins með 175 mörk.
Fótbolti Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira