Afleiðingar stríðs á foreldralaus börn Ragnar Schram skrifar 7. mars 2022 14:01 Stríðið í Úkraínu hefur orðið til þess að mannréttindi milljóna úkraínskra barna eru virt að vettugi. SOS Barnaþorpin hafa verið til staðar fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn í Úkraínu síðan 2003 og það sem við sjáum á vettvangi nú er skelfilegt. Einkum er ástandið átakanlegt meðal um 160.000 barna sem ekki eiga foreldra á lífi, eða geta ekki búið hjá þeim. Þetta eru t.d. börn á munaðarleysingjaheimilum og hjá fósturfjölskyldum. Mörg þeirra eru á leikskólaaldri og/eða fötluð. Börnin upplifa nú miklar hörmungar, ekki nóg með það að umhverfi þeirra sé sprengt í loft upp, heldur hafa sum þeirra engan fullorðinn til að halla sér að og fá huggun hjá. Lamað barnaverndarkerfi Staðreyndin er nefnilega sú að barnaverndarkerfið í Úkraínu hefur lamast í stríðinu. Opinberar stofnanir og heimili fyrir börn eru undirmönnuð og margir starfsmenn hafa látið sig hverfa til að bjarga sjálfum sér og sínum nánustu. Þannig hafa sum börnin verið yfirgefin tvisvar; fyrst þegar þau misstu foreldra sína og síðan þegar umönnunaraðilar þeirra yfirgáfu þau í stríðinu. Fyrir vikið eru þúsundir barna yfirgefnar á stofnunum og eiga sér litla von um að einhver komi og bjargi þeim. Þau heyra öskrin og sprengingarnar en vita ekki hvenær þau fá næst að borða eða hvort þau lifi daginn af. SOS reynir að hjálpa sem flestum börnum Vart þarf að taka fram hve djúp sár munu myndast á sál þessara barna, þ.e.a.s. ef þau lifa af. Okkar sálfræðingar og aðrir sérfræðingar gera sitt besta til að ná til og hjálpa sem flestum börnum, en staðan er vægast sagt erfið. Rétt er þó að nefna sérstaklega að börnin í SOS barnaþorpinu í Brovary, eru komin í öruggt skjól í Póllandi. Aðgerðir okkar í Úkraínu snúa nú að öðrum börnum, sem ekki eru eins lánsöm. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpa á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Réttindi barna Hjálparstarf Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Stríðið í Úkraínu hefur orðið til þess að mannréttindi milljóna úkraínskra barna eru virt að vettugi. SOS Barnaþorpin hafa verið til staðar fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn í Úkraínu síðan 2003 og það sem við sjáum á vettvangi nú er skelfilegt. Einkum er ástandið átakanlegt meðal um 160.000 barna sem ekki eiga foreldra á lífi, eða geta ekki búið hjá þeim. Þetta eru t.d. börn á munaðarleysingjaheimilum og hjá fósturfjölskyldum. Mörg þeirra eru á leikskólaaldri og/eða fötluð. Börnin upplifa nú miklar hörmungar, ekki nóg með það að umhverfi þeirra sé sprengt í loft upp, heldur hafa sum þeirra engan fullorðinn til að halla sér að og fá huggun hjá. Lamað barnaverndarkerfi Staðreyndin er nefnilega sú að barnaverndarkerfið í Úkraínu hefur lamast í stríðinu. Opinberar stofnanir og heimili fyrir börn eru undirmönnuð og margir starfsmenn hafa látið sig hverfa til að bjarga sjálfum sér og sínum nánustu. Þannig hafa sum börnin verið yfirgefin tvisvar; fyrst þegar þau misstu foreldra sína og síðan þegar umönnunaraðilar þeirra yfirgáfu þau í stríðinu. Fyrir vikið eru þúsundir barna yfirgefnar á stofnunum og eiga sér litla von um að einhver komi og bjargi þeim. Þau heyra öskrin og sprengingarnar en vita ekki hvenær þau fá næst að borða eða hvort þau lifi daginn af. SOS reynir að hjálpa sem flestum börnum Vart þarf að taka fram hve djúp sár munu myndast á sál þessara barna, þ.e.a.s. ef þau lifa af. Okkar sálfræðingar og aðrir sérfræðingar gera sitt besta til að ná til og hjálpa sem flestum börnum, en staðan er vægast sagt erfið. Rétt er þó að nefna sérstaklega að börnin í SOS barnaþorpinu í Brovary, eru komin í öruggt skjól í Póllandi. Aðgerðir okkar í Úkraínu snúa nú að öðrum börnum, sem ekki eru eins lánsöm. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpa á Íslandi.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun