Nei eða já: Sammála um að LeBron James sé ekki lengur einn þriggja bestu Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2022 14:01 Það er af sem áður var, þegar LeBron James var óumdeildur kóngur NBA-deildarinnar. Getty/Robert Gauthier NBA-sérfræðingarnir í Lögmálum leiksins tóku fyrir nokkur mál í liðnum „Nei eða já“ í gærkvöld og ræddu meðal annars um það hvort að LeBron James væri enn einn af þremur bestu leikmönnum NBA-deildarinnar í körfubolta. Niðurstaðan var nokkuð skýr eftir að menn höfðu rætt málin aðeins. Hörður Unnsteinsson benti þó á að ef skoðuð væri tölfræðin hjá James með LA Lakers í vetur, í þeim leikjum sem liðið hefur verið án Anthony Davis, væri James með 33 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar að meðaltali, og auk þess góða skotnýtingu. Klippa: Lögmál leiksins - Nei eða já „Ég held að við værum galnir að segja að hann sé ekki topp 3 leikmaður í þessari deild,“ sagði Hörður en var fljótur að draga í land, eftir að nöfnum þeirra Kevins Durant, Giannis Antetokounpo, Joel Embiid og Nikola Jokic hafði verið velt upp: „Nei, hann er ekki lengur topp 3 leikmaður í þessari deild. Jokic, Embiid, Giannis og Durant eru allir fyrir ofan hann,“ sagði Hörður. Á meðal þriggja bestu ef horft væri á stakan leik Sigurður Orri Kristjánsson sagði málið kannski ekki svo einfalt: „Einn leikur, þá er hann topp 3. Yfir tímabil þá eru allir þessir fjórir betri og jafnvel Luka Doncic líka. Svarið er því nei, ekki lengur,“ sagði Sigurður en benti á að James gæti þó státað sig af því að hafa verið bestur í deildinni um langt árabil, eða frá 2008. Umræðuna má sjá hér að ofan en fullyrðingarnar sem menn voru ýmist sammála eða ósammála að þessu sinni voru: Bulls að missa af heimavallarrétti LeBron er ennþá topp 3 leikmaður í deildinni Bucks er líklegasta liðið úr austrinu Karl-Anthony Towns mun ná í All-NBA liðið í ár Lakers missa af úrslitakeppninni Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Niðurstaðan var nokkuð skýr eftir að menn höfðu rætt málin aðeins. Hörður Unnsteinsson benti þó á að ef skoðuð væri tölfræðin hjá James með LA Lakers í vetur, í þeim leikjum sem liðið hefur verið án Anthony Davis, væri James með 33 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar að meðaltali, og auk þess góða skotnýtingu. Klippa: Lögmál leiksins - Nei eða já „Ég held að við værum galnir að segja að hann sé ekki topp 3 leikmaður í þessari deild,“ sagði Hörður en var fljótur að draga í land, eftir að nöfnum þeirra Kevins Durant, Giannis Antetokounpo, Joel Embiid og Nikola Jokic hafði verið velt upp: „Nei, hann er ekki lengur topp 3 leikmaður í þessari deild. Jokic, Embiid, Giannis og Durant eru allir fyrir ofan hann,“ sagði Hörður. Á meðal þriggja bestu ef horft væri á stakan leik Sigurður Orri Kristjánsson sagði málið kannski ekki svo einfalt: „Einn leikur, þá er hann topp 3. Yfir tímabil þá eru allir þessir fjórir betri og jafnvel Luka Doncic líka. Svarið er því nei, ekki lengur,“ sagði Sigurður en benti á að James gæti þó státað sig af því að hafa verið bestur í deildinni um langt árabil, eða frá 2008. Umræðuna má sjá hér að ofan en fullyrðingarnar sem menn voru ýmist sammála eða ósammála að þessu sinni voru: Bulls að missa af heimavallarrétti LeBron er ennþá topp 3 leikmaður í deildinni Bucks er líklegasta liðið úr austrinu Karl-Anthony Towns mun ná í All-NBA liðið í ár Lakers missa af úrslitakeppninni Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira