Má enn ekki spila á heimavelli en skoraði fimmtíu í dýrmætum sigri Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2022 07:31 Kyrie Irving var magnaður gegn Charlotte Hornets í gær. AP/Chris Carlson „Þetta var meistaralega gert,“ sagði Kevin Durant og byrjaði að klappa þegar hann var spurður út í ævintýralega frammistöðu félaga síns, Kyrie Irving, í bráðnauðsynlegum 132-121 sigri á Charlotte Hornets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Irving var sjóðheitur í leiknum og endaði með 50 stig. Hann setti meðal annars niður níu þriggja stiga skot og sá til þess að fjögurra leikja taphrinu Brooklyn lyki. Staðan er enn þannig að vegna Covid-19 reglna í New York má Irving ekki spila heimaleiki, þar sem hann er óbólusettur, en í staðinn nýtir hann tækifærin á útivelli. Hann skoraði úr 15 af 19 skotum sínum í opnum leik, þar af úr 9 af 12 þriggja stiga skotum, og svo úr 11 af 13 vítaskotum. "THIS GAME IS ABOUT BUCKETS!"Kyrie Irving WENT OFF for a season-high 50 PTS on just 19 total attempts, while shooting 9-of-12 from three-point range! #NetsWorld 50 PTS (15-19 FGM) | 6 AST | 9 3PM pic.twitter.com/mDn9fnTk8V— NBA (@NBA) March 9, 2022 „Yngri leikmenn ættu að skoða þennan leik og sjá hvað til þarf til að skora á þessu getustigi,“ sagði Durant. Héldu sér fyrir ofan Charlotte Þetta er í fimmta sinn á ferlinum sem að Irving nær 50 stiga leik og hann er einn af 22 leikmönnum í sögu NBA-deildarinnar sem geta státað sig af því. Irving sagði sjálfur að sér hefði liðið eins og að Brooklyn yrði hreinlega að vinna leikinn og það er kannski ekki ofsögum sagt. Með sigrinum er Brooklyn í 8. sæti austurdeildarinnar, einum sigri fyrir ofan Charlotte og því í aðeins betri stöðu varðandi umspilið fyrir úrslitakeppnina sem útlit er fyrir að Brooklyn-stjörnurnar neyðist til að fara í. Úrslitin í nótt: Charlotte 121-132 Brooklyn Indiana 124-127 Cleveland Orlando 99-102 Phoenix Memphis 132-111 New Orleans Oklahoma 115-142 Milwaukee Golden State 112-97 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Irving var sjóðheitur í leiknum og endaði með 50 stig. Hann setti meðal annars niður níu þriggja stiga skot og sá til þess að fjögurra leikja taphrinu Brooklyn lyki. Staðan er enn þannig að vegna Covid-19 reglna í New York má Irving ekki spila heimaleiki, þar sem hann er óbólusettur, en í staðinn nýtir hann tækifærin á útivelli. Hann skoraði úr 15 af 19 skotum sínum í opnum leik, þar af úr 9 af 12 þriggja stiga skotum, og svo úr 11 af 13 vítaskotum. "THIS GAME IS ABOUT BUCKETS!"Kyrie Irving WENT OFF for a season-high 50 PTS on just 19 total attempts, while shooting 9-of-12 from three-point range! #NetsWorld 50 PTS (15-19 FGM) | 6 AST | 9 3PM pic.twitter.com/mDn9fnTk8V— NBA (@NBA) March 9, 2022 „Yngri leikmenn ættu að skoða þennan leik og sjá hvað til þarf til að skora á þessu getustigi,“ sagði Durant. Héldu sér fyrir ofan Charlotte Þetta er í fimmta sinn á ferlinum sem að Irving nær 50 stiga leik og hann er einn af 22 leikmönnum í sögu NBA-deildarinnar sem geta státað sig af því. Irving sagði sjálfur að sér hefði liðið eins og að Brooklyn yrði hreinlega að vinna leikinn og það er kannski ekki ofsögum sagt. Með sigrinum er Brooklyn í 8. sæti austurdeildarinnar, einum sigri fyrir ofan Charlotte og því í aðeins betri stöðu varðandi umspilið fyrir úrslitakeppnina sem útlit er fyrir að Brooklyn-stjörnurnar neyðist til að fara í. Úrslitin í nótt: Charlotte 121-132 Brooklyn Indiana 124-127 Cleveland Orlando 99-102 Phoenix Memphis 132-111 New Orleans Oklahoma 115-142 Milwaukee Golden State 112-97 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Charlotte 121-132 Brooklyn Indiana 124-127 Cleveland Orlando 99-102 Phoenix Memphis 132-111 New Orleans Oklahoma 115-142 Milwaukee Golden State 112-97 LA Clippers
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira