Ísraelar segja viðræður um vopnahlé þokast í rétta átt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. mars 2022 13:30 Átökin hafa nú þegar kostað þúsundir manns lífið. epa/Vasyl Zhlobsky Axios hefur eftir háttsettum ísraelskum embættismönnum að viðræður milli Rússa og Úkraínumanna um vopnahlé þokist í rétta átt. Báðir eru sagðir hafa slakað á í afstöðu sinni en utanríkisráðherrar ríkjanna funda í Tyrkalandi á morgun. Heimildarmennirnir, sem Axios segir þekkja vel til viðræðanna, segja breytingu hafa átt sér stað á síðustu 24 klukkustundum; Rússar hafi sagst aðeins vilja afvopna Donbas-héruðin og að Úkraínumenn séu ef til vill reiðubúnir til að hverfa frá möguleikanum á inngöngu í Nató. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafði áður gert það að kröfu að Úkraína afvopnaðist algjörlega og ýjaði að því að koma þyrfti á nýrri stjórn í landinu. Talsmaður stjórnvalda í Moskvu sagði hins vegar í morgun að Rússar gerðu ekki kröfu um að Úkraínustjórn færi frá. Ísraelarnir segja að það verði erfitt fyrir Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, að sætta sig við úrslitakosti Pútín en á hinn bóginn feli þeir ekki lengur í sér stjórnarskipti né neitt sem ógnar fullveldi landsins. Selenskí eigi tvo kosti í stöðunni; að kyngja ósigri varðandi Donbas-héruðin en binda enda á stríðsátökin eða hafna tilboði Rússa og taka áhættuna á þeim hörmulegu afleiðingum sem stríðið gæti haft í för með sér fyrir Úkraínumenn. Axios hefur eftir heimildarmönnum sínum að vesturveldin hyggist ekki þrýsta á Selenskí að velja annan kostinn fram yfir hinn en vara við því að ef sátt næst ekki nú, muni átökin taka nýja og grimmilegri stefnu. Ef marka má fregnir frá Úkraínu liggur nokkuð á að aðilar nái saman en rafmagn er farið af Tjernobyl-kjarnorkuverinu og hætta á mengun ef viðgerð fer ekki fram innan 48 klukkustunda. Umfjöllun Axios. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Ísrael Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
Heimildarmennirnir, sem Axios segir þekkja vel til viðræðanna, segja breytingu hafa átt sér stað á síðustu 24 klukkustundum; Rússar hafi sagst aðeins vilja afvopna Donbas-héruðin og að Úkraínumenn séu ef til vill reiðubúnir til að hverfa frá möguleikanum á inngöngu í Nató. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafði áður gert það að kröfu að Úkraína afvopnaðist algjörlega og ýjaði að því að koma þyrfti á nýrri stjórn í landinu. Talsmaður stjórnvalda í Moskvu sagði hins vegar í morgun að Rússar gerðu ekki kröfu um að Úkraínustjórn færi frá. Ísraelarnir segja að það verði erfitt fyrir Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, að sætta sig við úrslitakosti Pútín en á hinn bóginn feli þeir ekki lengur í sér stjórnarskipti né neitt sem ógnar fullveldi landsins. Selenskí eigi tvo kosti í stöðunni; að kyngja ósigri varðandi Donbas-héruðin en binda enda á stríðsátökin eða hafna tilboði Rússa og taka áhættuna á þeim hörmulegu afleiðingum sem stríðið gæti haft í för með sér fyrir Úkraínumenn. Axios hefur eftir heimildarmönnum sínum að vesturveldin hyggist ekki þrýsta á Selenskí að velja annan kostinn fram yfir hinn en vara við því að ef sátt næst ekki nú, muni átökin taka nýja og grimmilegri stefnu. Ef marka má fregnir frá Úkraínu liggur nokkuð á að aðilar nái saman en rafmagn er farið af Tjernobyl-kjarnorkuverinu og hætta á mengun ef viðgerð fer ekki fram innan 48 klukkustunda. Umfjöllun Axios.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Ísrael Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira