Engin stemmning fyrir takmörkunum þó spítalinn sé að þrotum kominn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. mars 2022 12:01 Hildur Helgadóttir er verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala Vísir/Egill Landspítalinn stendur ráðalaus frammi fyrir fjölgun innlagna vegna Covid-19. Aldrei hafa fleiri legið inni á spítalanum með veiruna en stjórnendur hans efast þó um að stjórnvöld grípi til samkomutakmarkana á ný til að hefta útbreiðslu faraldursins. 77 liggja nú inni á Landspítala með Covid-19 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Karlmaður á níræðisaldri lést á legudeild með Covid-19 í gær. Fjórir eru á gjörgæslu í dag og er einn þeirra í öndunarvél. Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar spítalans, segir gríðarlega erfitt að manna vaktir vegna mikilla veikinda starfsfólks. „Mönnun er mjög mikil áskorun. Það vantar mikið af fólki. Við bara höfum hreinlega ekki yfirsýn yfir það lengur hvað eru margir fjarverandi vegna Covid. Við vitum að það eru mikil veikindi en af því að það fara ekki allir lengur í PCR-próf þá höfum við ekki nægilega góða yfirsýn yfir veikindi vegna Covid,“ segir Hildur. Sjúklingarnir orðnir of margir Það var þungt í henni hljóðið þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Þegar þetta eru orðnir svona margir þá er ákveðið hlutfall sem þarf innlögn og það hlutfall er bara orðið of mikið fyrir okkur. Við ráðum eiginlega varla við þetta,“ segir Hildur. Hún efast þó um að stjórnvöld muni grípa aftur til samkomutakmarkana. „Ég get nú ekki merkt það að það sé nein stemmning fyrir því að beita einhverjum takmörkunum. Við höfum bara reynt að biðla til fólks að reyna að gæta sín og sérstaklega gagnvart þeim ættingjum og vinum sem standa höllum fæti því við sjáum að það er það fólk sem er núna að fá Covid og þolir það ekki og þarf að leggjast inn,“ segir Hildur. Hún minnir á að spítalinn sé enn starfandi á neyðarstigi og hafi nú starfað þannig samfleytt í tæpa þrjá mánuði. „Þegar þú spyrð sko hvað ráðum við lengi við þetta? Ég veit það ekki, satt að segja. Við erum núna að vinna þetta bara klukkutíma fyrir klukkutíma og einn sjúkling í einu og eitt pláss í einu,“ segir Hildur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
77 liggja nú inni á Landspítala með Covid-19 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Karlmaður á níræðisaldri lést á legudeild með Covid-19 í gær. Fjórir eru á gjörgæslu í dag og er einn þeirra í öndunarvél. Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar spítalans, segir gríðarlega erfitt að manna vaktir vegna mikilla veikinda starfsfólks. „Mönnun er mjög mikil áskorun. Það vantar mikið af fólki. Við bara höfum hreinlega ekki yfirsýn yfir það lengur hvað eru margir fjarverandi vegna Covid. Við vitum að það eru mikil veikindi en af því að það fara ekki allir lengur í PCR-próf þá höfum við ekki nægilega góða yfirsýn yfir veikindi vegna Covid,“ segir Hildur. Sjúklingarnir orðnir of margir Það var þungt í henni hljóðið þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Þegar þetta eru orðnir svona margir þá er ákveðið hlutfall sem þarf innlögn og það hlutfall er bara orðið of mikið fyrir okkur. Við ráðum eiginlega varla við þetta,“ segir Hildur. Hún efast þó um að stjórnvöld muni grípa aftur til samkomutakmarkana. „Ég get nú ekki merkt það að það sé nein stemmning fyrir því að beita einhverjum takmörkunum. Við höfum bara reynt að biðla til fólks að reyna að gæta sín og sérstaklega gagnvart þeim ættingjum og vinum sem standa höllum fæti því við sjáum að það er það fólk sem er núna að fá Covid og þolir það ekki og þarf að leggjast inn,“ segir Hildur. Hún minnir á að spítalinn sé enn starfandi á neyðarstigi og hafi nú starfað þannig samfleytt í tæpa þrjá mánuði. „Þegar þú spyrð sko hvað ráðum við lengi við þetta? Ég veit það ekki, satt að segja. Við erum núna að vinna þetta bara klukkutíma fyrir klukkutíma og einn sjúkling í einu og eitt pláss í einu,“ segir Hildur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?