Álagið á heilbrigðisstofnanir nú meira en áður í faraldrinum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. mars 2022 12:33 Sóttvarnalæknir segir að landsmenn þurfi að reyna að takmarka útbreiðsluna eins og hægt er. Vísir/Vilhelm Staðan heldur áfram að þyngjast á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum landsins viku fyrir viku og hefur ekki verið meira álag vegna Covid frá því að faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum. Þetta kemur fram í nýjum pistli sóttvarnalæknis en hann leggur til ýmis tilmæli til landsmanna í ljósi útbreiðslunnar. Fallið var frá öllum takmörkunum vegna Covid fyrir tæplega þremur vikum, þar á meðal reglum um einangrun og sóttkví, en áfram er útbreiðsla veirunnar mikil í samfélaginu. Starfsfólk heilbrigðisstofnanna leggur mikla áherslu að geta sinnt nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. „Staðan er þó viðkvæm og má lítið út af bregða,“ segir í pistlinum en álagið skýrist af útbreiddu smiti í samfélaginu og þar með útbreiddum veikindum og fjölda innlagna vegna Covid auk þess sem fjöldi starfsmanna er frá vinnu vegna veikinda. Mæla enn með grímunotkun og persónubundnum sóttvörnum Sóttvarnalæknir segir nú mikilvægt að landsmenn vinni áfram að því að að hefta útbreiðsluna eins og hægt er, þrátt fyrir að engar takmarkanir séu í gildi. Þó lægra hlutfall veikist nú alvarlega heldur en áður geta alvarleg veikindi komið fram hjá öllum hópum, þar á meðal hraustum og bólusettum einstaklingum. „Þegar útbreiðslan er orðin eins mikil og raun ber vitni verður meiri fjöldi en áður alvarlega veikur og dauðsföllum fjölgar þrátt fyrir að hlutfallið af heildarfjölda smitaðra sé lægra en t.d. í delta bylgju eða áður en bóluefni komu fram,“ segir í pistlinum. Í ljósi þessa telur sóttvarnalæknir æskilegt að þeir sem greinast með veiruna og eru með einkenni haldi sig frá öðrum í að minnsta kosti fimm daga en ef umgengni er óhjákvæmileg þá sé rétt að smitaðir einstaklingar haldi sig í sem mestri fjarlægð frá öðrum og gæti persónubundinna sóttvarna. Þá þurfi allir að passa upp á sóttvarnir og tekur sóttvarnalæknir nokkur dæmi. Því ekki nota grímu í matvöruverslunum, almenningssamgöngum, á viðburðum þar sem koma saman stórir hópar þótt skiltin séu horfin víða? Því ekki hreinsa hendur áður en þú tekur í innkaupakerruna og þegar þú ert að ganga út úr versluninni með innkaupin? Því ekki nota allt rýmið í fundarherberginu eða veislusalnum? Þá ættu allir að passa sig sérstaklega vel í kringum aldraða og viðkvæma hópa. Þannig ætti fólk að forðast alla umgengni við viðkvæma einstaklinga ef einkenni eru til staðar og takmarka fjölda sem er í nánum samskiptum við viðkvæma hverju sinni, jafnvel þó einkenni séu ekki til staðar. 90 inniliggjandi á spítala Álagið er nú sérstaklega mikið á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem og á Heilbrigðisstofnunum Vesturlands, Norðurlands og Austurlands. Að því er kemur fram á Covid.is eru nú 90 á sjúkrahúsi með Covid, þar af 77 á Landspítala, en sex eru á gjörgæslu. Karlmaður á legudeild með Covid lést á Landspítala í gær og hafa því 77 látist frá upphafi faraldursins vegna Covid. Dregið hefur verulega úr PCR sýnatökum og hraðpróf nú notuð í auknum mæli en jákvætt hlutfall hraðprófa er svipað og hlutfall PCR sýna áður. Hraðpróf eru þó með lakara næmi og því er líklegt að útbreiðslan sé meiri nú en áður. Samkvæmt Covid.is hafa nú tæplega 156 þúsund greinst smitaðir frá upphafi faraldursins, 42,3 prósent íbúa, en rúmlega 2.600 greindust til að mynda í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Enn fjölgar sjúklingum á Landspítala með Covid-19 77 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um átta á milli daga. Karlmaður á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild á spítalanum í gær. 10. mars 2022 11:11 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Fallið var frá öllum takmörkunum vegna Covid fyrir tæplega þremur vikum, þar á meðal reglum um einangrun og sóttkví, en áfram er útbreiðsla veirunnar mikil í samfélaginu. Starfsfólk heilbrigðisstofnanna leggur mikla áherslu að geta sinnt nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. „Staðan er þó viðkvæm og má lítið út af bregða,“ segir í pistlinum en álagið skýrist af útbreiddu smiti í samfélaginu og þar með útbreiddum veikindum og fjölda innlagna vegna Covid auk þess sem fjöldi starfsmanna er frá vinnu vegna veikinda. Mæla enn með grímunotkun og persónubundnum sóttvörnum Sóttvarnalæknir segir nú mikilvægt að landsmenn vinni áfram að því að að hefta útbreiðsluna eins og hægt er, þrátt fyrir að engar takmarkanir séu í gildi. Þó lægra hlutfall veikist nú alvarlega heldur en áður geta alvarleg veikindi komið fram hjá öllum hópum, þar á meðal hraustum og bólusettum einstaklingum. „Þegar útbreiðslan er orðin eins mikil og raun ber vitni verður meiri fjöldi en áður alvarlega veikur og dauðsföllum fjölgar þrátt fyrir að hlutfallið af heildarfjölda smitaðra sé lægra en t.d. í delta bylgju eða áður en bóluefni komu fram,“ segir í pistlinum. Í ljósi þessa telur sóttvarnalæknir æskilegt að þeir sem greinast með veiruna og eru með einkenni haldi sig frá öðrum í að minnsta kosti fimm daga en ef umgengni er óhjákvæmileg þá sé rétt að smitaðir einstaklingar haldi sig í sem mestri fjarlægð frá öðrum og gæti persónubundinna sóttvarna. Þá þurfi allir að passa upp á sóttvarnir og tekur sóttvarnalæknir nokkur dæmi. Því ekki nota grímu í matvöruverslunum, almenningssamgöngum, á viðburðum þar sem koma saman stórir hópar þótt skiltin séu horfin víða? Því ekki hreinsa hendur áður en þú tekur í innkaupakerruna og þegar þú ert að ganga út úr versluninni með innkaupin? Því ekki nota allt rýmið í fundarherberginu eða veislusalnum? Þá ættu allir að passa sig sérstaklega vel í kringum aldraða og viðkvæma hópa. Þannig ætti fólk að forðast alla umgengni við viðkvæma einstaklinga ef einkenni eru til staðar og takmarka fjölda sem er í nánum samskiptum við viðkvæma hverju sinni, jafnvel þó einkenni séu ekki til staðar. 90 inniliggjandi á spítala Álagið er nú sérstaklega mikið á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem og á Heilbrigðisstofnunum Vesturlands, Norðurlands og Austurlands. Að því er kemur fram á Covid.is eru nú 90 á sjúkrahúsi með Covid, þar af 77 á Landspítala, en sex eru á gjörgæslu. Karlmaður á legudeild með Covid lést á Landspítala í gær og hafa því 77 látist frá upphafi faraldursins vegna Covid. Dregið hefur verulega úr PCR sýnatökum og hraðpróf nú notuð í auknum mæli en jákvætt hlutfall hraðprófa er svipað og hlutfall PCR sýna áður. Hraðpróf eru þó með lakara næmi og því er líklegt að útbreiðslan sé meiri nú en áður. Samkvæmt Covid.is hafa nú tæplega 156 þúsund greinst smitaðir frá upphafi faraldursins, 42,3 prósent íbúa, en rúmlega 2.600 greindust til að mynda í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Enn fjölgar sjúklingum á Landspítala með Covid-19 77 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um átta á milli daga. Karlmaður á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild á spítalanum í gær. 10. mars 2022 11:11 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Enn fjölgar sjúklingum á Landspítala með Covid-19 77 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um átta á milli daga. Karlmaður á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild á spítalanum í gær. 10. mars 2022 11:11