Sakar ráðherra og Útlendingastofnun um valdarán Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. mars 2022 14:21 Þingmönnum var heitt í hamsi þegar þeir stigu einn af öðrum í pontu Alþingis til að gagnrýna framgöngu dómsmálaráðherra og Útlendingastofnunar. Þingamaður Pírata sagði Útlendingastofnun ítrekað hafa framið lögbrot. Vísir/Vilhelm Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sakaði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun um valdarán á Alþingi í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. Það var kurr í þeim stjórnarandstöðuþingmönnum sem mættu einn af öðrum í ræðustól Alþingis til að gagnrýna framgöngu dómsmálaráðherra og Útlendingastofnunar. „Það sem ég vil ítreka hér í dag er beiðni mín til hæstvirts forseta þingsins um að grípa inn í málið og tala fyrir hönd þingsins, gæta að virðingu þess og ég óska eftir svörum við því hvernig forseti hyggst bregðast við þessu valdaráni,“ sagði Arndís. Útlendingastofnun hefur látið hjá líða að veita allsherjar-og menntamálanefnd þingsins gögn um umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Arndís bað þingheim um að velta því fyrir sér hvaða fordæmi málið setti. „Mig langar að biðja háttvirta þingmenn um að íhuga hvaða afleiðingar það hefur ef Alþingi lætur það óátalið að stofnun, hvað þá í skjóli og að mér skilst samkvæmt fyrirmælum ráðherra, sinni ekki lagaskyldum um að afhenda þinginu gögn samkvæmt þingskaparlögum. Mig langar bara að biðja háttvirta þingmenn um að íhuga það hvaða fordæmi þetta setur ef við bregðumst ekki við sama hvað fólki kann að finnast um þetta tiltekna mál,“ sagði Arndís. Í minnisblaði frá lagaskrifstofu Alþingis kemur fram að Útlendingastofnun sé skylt að svara beiðnum Alþingis um gögn vegna veitingar ríkisborgararéttar og það innan viku. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tók undir með Arndísi og bað forseta Alþingis um að bregðast við. „Þetta er ekki valkvætt. Útlendingastofnun skal útvega gögn frá lögreglu og skal veita umsögn. Það er ekkert val herra forseti þannig að nú þarf herra forseti að standa með þinginu og berja í borðið.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði framgöngu þessa forkastanlega. „Þetta er ekkert öðruvísi en neitt annað mál sem viðkemur eftirlitshlutverki þingsins og lagasetningu þingsins því þetta snýst nú einu sinni um að setja lög um ríkisborgararétt. Þetta er ekkert flóknara en það. Þetta er lagasetning þingsins og að framkvæmdavaldið ætli að reyna að snúa út úr og segja „ nei, þetta varðar ekki eftirlitsskyldu þingsins og þar af leiðandi ætlum við ekki að láta ykkur fá gögnin“ er forkastanlegt.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allherjar- og menntamálanefndar þingsins sagði að það væri langt seilst að væna Útlendingastofnun um lögbrot þegar málið snerist um að stofnunin sé of sein að veita umbeðin gögn. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Tengdar fréttir Skorað á dómsmálaráðherra að segja af sér Lagt var til á Alþingi í morgun að dómsmálaráðherra segði af sér eða yrði látinn segja af sér vegna vinnubragða hans og Útlendingastofnunar í tengslum við umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Þingmenn margítrekuðu óskir um að forseti Alþingis skærist í leikinn. 10. febrúar 2022 13:50 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Sjá meira
Það var kurr í þeim stjórnarandstöðuþingmönnum sem mættu einn af öðrum í ræðustól Alþingis til að gagnrýna framgöngu dómsmálaráðherra og Útlendingastofnunar. „Það sem ég vil ítreka hér í dag er beiðni mín til hæstvirts forseta þingsins um að grípa inn í málið og tala fyrir hönd þingsins, gæta að virðingu þess og ég óska eftir svörum við því hvernig forseti hyggst bregðast við þessu valdaráni,“ sagði Arndís. Útlendingastofnun hefur látið hjá líða að veita allsherjar-og menntamálanefnd þingsins gögn um umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Arndís bað þingheim um að velta því fyrir sér hvaða fordæmi málið setti. „Mig langar að biðja háttvirta þingmenn um að íhuga hvaða afleiðingar það hefur ef Alþingi lætur það óátalið að stofnun, hvað þá í skjóli og að mér skilst samkvæmt fyrirmælum ráðherra, sinni ekki lagaskyldum um að afhenda þinginu gögn samkvæmt þingskaparlögum. Mig langar bara að biðja háttvirta þingmenn um að íhuga það hvaða fordæmi þetta setur ef við bregðumst ekki við sama hvað fólki kann að finnast um þetta tiltekna mál,“ sagði Arndís. Í minnisblaði frá lagaskrifstofu Alþingis kemur fram að Útlendingastofnun sé skylt að svara beiðnum Alþingis um gögn vegna veitingar ríkisborgararéttar og það innan viku. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tók undir með Arndísi og bað forseta Alþingis um að bregðast við. „Þetta er ekki valkvætt. Útlendingastofnun skal útvega gögn frá lögreglu og skal veita umsögn. Það er ekkert val herra forseti þannig að nú þarf herra forseti að standa með þinginu og berja í borðið.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði framgöngu þessa forkastanlega. „Þetta er ekkert öðruvísi en neitt annað mál sem viðkemur eftirlitshlutverki þingsins og lagasetningu þingsins því þetta snýst nú einu sinni um að setja lög um ríkisborgararétt. Þetta er ekkert flóknara en það. Þetta er lagasetning þingsins og að framkvæmdavaldið ætli að reyna að snúa út úr og segja „ nei, þetta varðar ekki eftirlitsskyldu þingsins og þar af leiðandi ætlum við ekki að láta ykkur fá gögnin“ er forkastanlegt.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allherjar- og menntamálanefndar þingsins sagði að það væri langt seilst að væna Útlendingastofnun um lögbrot þegar málið snerist um að stofnunin sé of sein að veita umbeðin gögn.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Tengdar fréttir Skorað á dómsmálaráðherra að segja af sér Lagt var til á Alþingi í morgun að dómsmálaráðherra segði af sér eða yrði látinn segja af sér vegna vinnubragða hans og Útlendingastofnunar í tengslum við umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Þingmenn margítrekuðu óskir um að forseti Alþingis skærist í leikinn. 10. febrúar 2022 13:50 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Sjá meira
Skorað á dómsmálaráðherra að segja af sér Lagt var til á Alþingi í morgun að dómsmálaráðherra segði af sér eða yrði látinn segja af sér vegna vinnubragða hans og Útlendingastofnunar í tengslum við umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Þingmenn margítrekuðu óskir um að forseti Alþingis skærist í leikinn. 10. febrúar 2022 13:50