Tökum til borginni Sandra Hlíf Ocares skrifar 11. mars 2022 11:00 Breyttir tímar eru framundan og skýrt ákall er um raunverulegar aðgerðir eftir kyrrstöðu undanfarinna ára. Það tímabil hefur sýnt okkur hvaða verkefni borgaryfirvalda skipta mestu máli – grunnþjónusta við borgarbúa. Grunnþjónustan hefur setið á hakanum eins og borgarbúar hafa ítrekað orðið varir við. Það þarf að taka til í borginni. Jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Ég vil sjá til þess borgin setji meiri fjármuni í barnaverndarkerfið svo hægt sé að mæta þeim börnum sem á þurfa að halda af þeirri alúð og hlýju sem þau eiga skilið. Það er mikilvæg forsenda jafnra tækifæra. Gott velferðarkerfi er grundvöllur þess að samfélagið okkar veiti öllum börnum og öllu fólki jöfn tækifæri til að rækta hæfileika sína. Það er ekki aðeins sjálfsagt sanngirnismál heldur mikilvægt efnahagsmál. Þegar við sköpum börnum jöfn tækifæri vinnum við best að velferð samfélagsins okkar og tryggjum því sem best verðmæti í framtíðinni. Vorið er tími breytinga í borginni Borgin líður nú fyrir of mikla yfirbyggingu og kerfishugsun með tilheyrandi peningaaustri í verkefni sem skipta borgarbúa í raun engu. Það styttir ekki boðleiðir og bætir ekki þjónustu við borgarbúa að þenja sífellt út yfirbyggingu borgarkerfisins, ráða skrifstofustjóra yfir skrifstofustjóra og upplýsingafulltrúa yfir upplýsingafulltrúa. Þjónusta við fólkið í borginni hefur mætt afgangi og þarfir þess hafa ekki verið i forgangi. Þessu vil ég breyta. Ég trúi því að með nýrri og lausnamiðaðri hugsun megi leysa vanda fjölskyldufólks, bæði húsnæðisvandann og seinagang í borgarkerfinu og eyða ákvarðanafælni. Ég vona innilega að vorið færi okkur breytingar í borginni. Undanfarin tvö ár hafa minnt okkur á það hvað borgir eiga að leggja áherslu á en það er þjónusta við fólk. Ég vil bretta upp ermar og leggja mitt að mörkum til að taka til í borginni og bæta um leið þjónustu við fólkið í borginni. Ég býð fram krafta mína og reynslu í það verkefni. Til þess þarf ég þinn stuðning í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu 18. og 19. mars. Höfundur býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sandra Hlíf Ocares Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Breyttir tímar eru framundan og skýrt ákall er um raunverulegar aðgerðir eftir kyrrstöðu undanfarinna ára. Það tímabil hefur sýnt okkur hvaða verkefni borgaryfirvalda skipta mestu máli – grunnþjónusta við borgarbúa. Grunnþjónustan hefur setið á hakanum eins og borgarbúar hafa ítrekað orðið varir við. Það þarf að taka til í borginni. Jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Ég vil sjá til þess borgin setji meiri fjármuni í barnaverndarkerfið svo hægt sé að mæta þeim börnum sem á þurfa að halda af þeirri alúð og hlýju sem þau eiga skilið. Það er mikilvæg forsenda jafnra tækifæra. Gott velferðarkerfi er grundvöllur þess að samfélagið okkar veiti öllum börnum og öllu fólki jöfn tækifæri til að rækta hæfileika sína. Það er ekki aðeins sjálfsagt sanngirnismál heldur mikilvægt efnahagsmál. Þegar við sköpum börnum jöfn tækifæri vinnum við best að velferð samfélagsins okkar og tryggjum því sem best verðmæti í framtíðinni. Vorið er tími breytinga í borginni Borgin líður nú fyrir of mikla yfirbyggingu og kerfishugsun með tilheyrandi peningaaustri í verkefni sem skipta borgarbúa í raun engu. Það styttir ekki boðleiðir og bætir ekki þjónustu við borgarbúa að þenja sífellt út yfirbyggingu borgarkerfisins, ráða skrifstofustjóra yfir skrifstofustjóra og upplýsingafulltrúa yfir upplýsingafulltrúa. Þjónusta við fólkið í borginni hefur mætt afgangi og þarfir þess hafa ekki verið i forgangi. Þessu vil ég breyta. Ég trúi því að með nýrri og lausnamiðaðri hugsun megi leysa vanda fjölskyldufólks, bæði húsnæðisvandann og seinagang í borgarkerfinu og eyða ákvarðanafælni. Ég vona innilega að vorið færi okkur breytingar í borginni. Undanfarin tvö ár hafa minnt okkur á það hvað borgir eiga að leggja áherslu á en það er þjónusta við fólk. Ég vil bretta upp ermar og leggja mitt að mörkum til að taka til í borginni og bæta um leið þjónustu við fólkið í borginni. Ég býð fram krafta mína og reynslu í það verkefni. Til þess þarf ég þinn stuðning í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu 18. og 19. mars. Höfundur býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun